Leita í fréttum mbl.is

Draumheimi í

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gustmikil í ræðustól Alþingis við eldhúsdagsumræðurnar í gær. Á það skorti hinsvegar að rökrænt samhengi væri milli yfirlýsinga og fullyrðinga ræðumanns og raunveruleikans. 

Evrópusambandsvíman virðist hafa borið formann Viðreisnar af leið raunveruleikans inn í draumaheima, þess sem gengur ekki upp í Evrópusamstarfinu. Glýjan hefði þó að einhverju leyti átt að rennan af henni, þegar samningaviðræður Sviss og Evrópusambandsins fóru út um þúfur á dögunum vegna óbilgirni kommisarana í Brussel.

Fyrsta boðorðið í Evrópustefnu Viðreisnar er að lausn vandamála íslensku þjóðarinnar sé að taka upp Evru. Í gærkvöldi boðaði formaðurinn að þetta þyrfti nauðsynlega að gera strax svo atvinnulífið gæti hlaupið hraðar eins og hún orðaði það, með því að gera breytingar á EES samningnum og tengja íslensku krónuna við Evru með sama hætti og Danir gera við sinn gjaldmiðil. 

En útfærsluna á því með hvaða hætti ætti að gera þetta skorti hjá formanninum. Í sjálfu sér kemur það ekki á óvart þar sem þetta er ekki hægt. Allt hjal um að þetta sé nauðsynleg bráðaaðgerð sem hægt sé að framkvæma er því röng og því algjörlgega innihaldslaus.

Í annan stað þurfti formaðurinn að leggja lykkju á leið sína til að snupra þá þingmenn, Sjálfstæðisflokksins sem höfðu haldið fram málstað frelsisins og hún barði sér á brjóst fyrir það hún og flokkur hennar hefðu alltaf kokgleypt allar tilskipanir um sóttvarnir án þess að gera minnstu athugasemdir við þær eða velta því yfir höfuð fyrir sér hvort þær væru réttar eða rangar. Þorgerður sýnir með þessu að hún er stjórnmálamaður sem hugsar ekki þegar hún telur að forsendur sérfræðinnar heimili það ekki jafnvel þó sótt sé að frelsinu.

Loks fjallaði Þorgerður réttilega um kommúnistastefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og nauðsyn þess að breyta henni. Hægt er að taka undir hvert orð sem hún sagði í þeim efnum og jafnvel ganga lengra. En kemur þessi stefna Viðreisnar þá ekki í veg fyrir að Logi hinn hugumstóri formaður Samfylkingarinnar telji Viðreisn stjórntækan flokk?


mbl.is Krónan verði tengd við evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Meirihluti Svía er hlynntur evrópusamstarfi en innan við 20% vill taka upp evru
Frågan som ställdes löd: "Om vi idag skulle ha folkomröstning om att ersätta kronan som valuta, skulle du då rösta Ja eller Nej till att införa euron som valuta i Sverige?"

Grímur Kjartansson, 8.6.2021 kl. 10:28

2 Smámynd: Halldór Jónsson

 Bravó fyrir þessu Jón enda hvert orð satt.

Halldór Jónsson, 9.6.2021 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 563
  • Sl. sólarhring: 648
  • Sl. viku: 2949
  • Frá upphafi: 2294500

Annað

  • Innlit í dag: 524
  • Innlit sl. viku: 2691
  • Gestir í dag: 500
  • IP-tölur í dag: 485

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband