Leita í fréttum mbl.is

Leiðindi og tepruskapur

Rowan Atkinson leikari, þekktur hér á landi fyrir að leika Mr. Bean sagði vegna frv. til fjölmiðlalaga, að það væri fráleitt, að ekki mætti gera grín af hverju sem væri. Trúarbragðahópar, kynþættir, þjóðir og aðrir yrðu að þola græskulaust grínið. Hann sagði að umræðan yrði miklu leiðinlegri og teprulegri ef fólk þyrfti alltaf að passa sig á því að móðga ekki einhvern. 

En þannig er það í dag. Það eru allir að passa sig og uppfullir af ótta við að móðga einhvern minnihlutahóp. Afleiðingar eru m.a. að stjórnmálaumræða, sem og önnur almenn umræða er orðin húmorslaus og leiðinleg. Fólk getur átt á hættu að verða ofsótt vegna græskulausra ummæla, ef einhver tekur upp á því að móðgast vegna þeirra og þarf að beygja sig í duftið og biðjast auðmjúklega afsökunar. En ritskoðunin teygir sig stöðugt lengra

Nýlega fundu einhverjir að barna- og unglingabækur Enid Blyton væru fullar af kynþáttahyggju og útlendingahatri. Ævintýrabækurnar og Svaðilfarir hinna fimm fræknu eru því orðnar hættulegar fyrir ungt fólk og ber að fjarlægja.

Vinsælu gamanþættirnir Friends eru líka skotspónn teprugangsins og þar hafa handhafar ásættanlegra skoðana komist að þeirri niðurstöðu að þátturinn sé fordæmanlegur vegna kynjahyggju, andúð á samkynhneigðum og gert sé grín að feitu fólki.

Það er orðið vandlifað í henni veröld. Feisbók, twitter, google og you tube ráðskast með það sem má segja. Þeir sem fara yfir mörkin eru útilokaðir. Ekki mátti segja að Covid veiran hafi verið manngerð í Kína svo einfalt dæmi sé tekið. 

Er ekki nauðsynlegt að venjulegt fólk rísi gegn þessu rugli og tali eðlilega og leyfi sér að gera gantast og vera skemmtilegt þó það sé á annarra kostnað svo fremi grínið sé græskulaust.

Er ekki heimurinn miklu skemmtilegri þannig. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það sem einum finnst fyndið grenjar einhver annar yfir

Í fréttunum í gær þá sagði hagfræðiútskýrandi ASÍ eitthvað á þá leið að allar fjölskyldur í Garðabæ hefðu keypt bréf í Íslandsbanka - eflaust fannst sumum það mjög fyndið?

Taka skal fram að Bogi benti réttilega á að það væru til fleiri fjölskyldur en í Garðabæ

Grímur Kjartansson, 23.6.2021 kl. 17:04

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Fallegu söguna um tíu litlu negrastrákana má alls ekki nefna lengur. Má þá ekki líka mistúlka söguna um Þyrnirós og dvergana sjö? Þá er alveg tímaspursmál hvenær ýmsir gamlir dægurlagatextar sem vinsælir eru í útilegum verða alfarið bannaðir vegna hinnar svokölluðu MíTú-NóDú byltingar sem er frekar dapurleg tilraun afmarkaðs hóps til að snúa við ,,saklaus uns sekt er sönnuð,,. Sennilega endar með því að sett verður í lög að bannað sé að hafa gaman og varði þungum sektum eða jafnvel fangelsi að brosa.

Örn Gunnlaugsson, 24.6.2021 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 164
  • Sl. sólarhring: 819
  • Sl. viku: 2550
  • Frá upphafi: 2294101

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 2322
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 150

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband