Leita í fréttum mbl.is

Ungverjar

Það var að mörgu leyti gaman að fylgjast með leik Ungverja og Þjóðverja á EM í gærkvöldi. Ungverjar leiddu lengst af, en þegar Þjóðverjar skoruðu og jöfnuðu leikinn svöruðu Ungverjar fyrir sig eftir rúma mínútu. Þar við sat þar til tæpar 10 mínútur voru til leiksloka þegar Þjóðverjar jöfnuðu loksins. 

Ungverjar voru úr leik, en samt sem áður gengu þeir að stúkunni þar sem stuðningsmenn þeirra sátu og klöppuðu að hætti íslenska landsliðsins í knattspyrnu og stuðningsmanna þeirra. Það var aldeilis að liðið sem sendi okkur út í kuldann skuli hafa tileinkað sér Víkingaklappið okkar. Stuðningsmennirnir þeirra svöruðu að bragði taktfast eins og okkur Íslendingum hefur hingað til einum verið lagið. Þar tóku þeir okkur til fyrirmyndar þó þeir hefðu unnið okkur og farið á EM í staðinn fyrir okkur. 

Ungverjar voru í riðli með helstu knattspyrnuþjóðum Evrópu, Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi og fóru í gegnum mótið með miklum sóma og minntu um margt á íslenska landsliðið, að leggja sig allan fram og berjast ef á þurfti að halda fullir af vilja og keppnisgleði. 

Eigum við ekki að þakka okkur það að hafa kennt Ungverjum þetta tvennt: Að leggja sig alla fram og keppa ef á þarf að halda á viljanum þegar máttinn skorti og klappið góða.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var reglulega gaman að sjá klappið okkar eins og bítti fyrir lag þeirra "Ferðalok" -- Ég er kominn heim --

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2021 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 541
  • Sl. sólarhring: 905
  • Sl. viku: 6285
  • Frá upphafi: 2278036

Annað

  • Innlit í dag: 492
  • Innlit sl. viku: 5798
  • Gestir í dag: 475
  • IP-tölur í dag: 461

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband