Leita í fréttum mbl.is

Styðjum við hryðjuverkamenn?

Tyrkir undir stjórn Erdogan stuðluðu að borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og hafa stutt mismunandi uppreisnarhópa í áranna rás m.a. Ísis þegar það hentaði. Þeir hafa vopnaðar sveitir sem eru á þeirra vegum í Sýrlandi og fá laun sín greidd af Tyrkjum.

Hugmyndafræði Erdogan er augljós. Breyta landamærunum og innlima hluta af Sýrlandi í Tyrkland.

Eftir því sem stjórnarher Sýrlands og bandamanna þeirra óx ásmeginn flúðu vígamenn Al Kaída, Ísis og fleiri samtaka Íslamskra hryðjuverkasveita til héraðsins Ídlip í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa í raun yfirtekið komið í veg fyrir að Sýrlandsher kláraði borgarastyrjöldina. Tyrkir halda þar verndarhendi yfir meir en milljón vígamanna Íslamskra öfgamanna. Nú eins og í svo mörgu öðru sýna Tyrkir þá kænsku að láta aðra borga. 

Talið er að um 4 milljónir búi í Ídlib og um 3.5 milljónir lifa á matargjöfum frá Sameinuðu þjóðunum. Þær matargjafir fara í gegnum Tyrkland. Sameinuðu þjóðirnar með velþóknun Bandaríkjamanna og NATO ríkja styðja Tyrki til að viðhalda yfirráðum yfir héraði í Sýrlandi og styðja um leið fjölda hermanna vígasveita hryðjuverkahópa sem þar dveljast. 

Þegar hryðjuverkamenn Al Kaída flugu á tvíburaturnana í Bandaríkjunum þann 11. september fyrir 20 árum skar Bush jr. þáverandi Bandaríkjaforseti upp herör gegn Íslömskum öfgasveitum, en sló um leið á útrétta hönd Rússa, sem buðu fram alla aðstoð í þeirr baráttu. Nú 20 árum síðar senda Bandaríkjamenn hryðjuverkamönnunum í Ísis og Al Kaída matargjafir í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og styðja Tyrki til að viðhalda ófriði í þessum heimshluta og vernda vígamennina. 

Það er með ólíkindum að engin stjórnmálamaður eða stjórnmálaflokkur í Evrópu skuli hafa gert athugasemd við þetta og krafit þess, að hætt verði að styðja vígamennina og Tyrkir dregnir til ábyrgðar vegna stríðsglæpa í Sýrlandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú ert með kjarnann Jón.

"Það er með ólíkindum að engin stjórnmálamaður eða stjórnmálaflokkur í Evrópu skuli hafa gert athugasemd við þetta og krafist þess, að hætt verði að styðja vígamennina og Tyrkir dregnir til ábyrgðar vegna stríðsglæpa í Sýrlandi".

Þessi tvöfeldni, sem við sjáum líka í að öfgatrúboð Sáda á Vesturlöndum er umborið, öfgatrúboð sem er jarðvegur sem hryðjuverkamenn framtíðarinnar spretta úr, vekur upp spurninguna um alvöruna sem liggur að baki hinu meinta stríði við hryðjuverk Íslamista.

Hvaða hagsmunatengsl liggja þarna að baki?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.7.2021 kl. 23:12

2 identicon

Wesley Clark fjögurra stjörnu hershöfðingi.

Hverju lýsti hann í viðtali árið 2007?

Hvaða forseti BNA afhenti ónefndri þjóð tvo þriðju hluta Gólan hæða með máttlausum mótmælum SÞ?

Ég gæti haldið áfram en læt þetta nægja.

Gæti verið ásakaður/ávítaður um ákveðið hatur.

Held að hver heilvita manneskja ætti að sjá hvert stefnir.

Og til að vekja alla hina, þá verður einfaldlega að forðast skotgrafir og velja orðaforða af kostgæfni.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 19.7.2021 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 901
  • Sl. viku: 2399
  • Frá upphafi: 2293950

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2180
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband