Leita í fréttum mbl.is

Neyðarstjórn Reykjavíkur vegna hvers?

Fyrir utan innmúraða í borgarkerfi Reykjavíkur hafa nánast engir vitað af því að borgarstjórn Reykjavíkur setti á laggirnar neyðarstjórn fyrir nokkrum mánuðum vegna Cóvíd. Neyðin er þó engin og ekki fyrirsjáanleg. 

Sem betur fer fékk almenningur að vita af þessu merka framtaki, en það var vegna þess, að Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi fær ekki að vera með. Ekki verður séð að öryggi borgaranna verði betur tryggt með aðkomu Kolbrúnar að nefndinni þó það sé asnalegt í sjálfu sér, að útiloka suma þegar neyðin er á "jafnalvarlegu" stigi og raun ber vitni.

Neyðarstjórnin hefur haldið nokkra fundi um ekki neitt og aukið þar með kostnað Borgarinnar úr meira en galtómum borgarsjóði, enda vel greitt fyrir setur á opinberum fundum jafnvel þó þeir snúist ekki um neitt og þjóni engum tilgangi. 

Í hugsjónallitlum og hugsjónalausum stjórnmálaheimi valdaflokka þarf iðulega að reyna að láta líta svo út, sem stjórnmálamenn séu að gera eitthvað. Þá þarf neyðarstjórn þó engin sé neyðin. 

Eða eins og Nikita Krúsjev fyrrum aðalritari Sovétríkjanna sagði eitt sinn: 

"Stjórnmálamenn eru allsstaðar eins. Þeir byggja brú þó að engin sé áin".


mbl.is Fær ekki sæti í neyðarstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svo því sé haldið til haga, þá virkjaði borgarstjórn Reykjavíkur ekki þessa neyðarstjórn í upphafi Covid, heldur borgarstjóri Daagur B. Eggertsson sjálfur, enda situr hann einn kjörinna fulltrúa í þessari neyðarstjórn.  Aðrir eru valdir sviðsstjórar, ráðnir í flestum tilfellum til borgarinnar af sama borgarstjóra.

Það er ekki búið að halda nokkra fundi.  Þeir voru orðnir 70 þegar var farið að kalla eftir fundargerðum og upplýsingum um þessa neyðarstjórn af fulltrúum minnihlutans.  Þá var farið að semja fundargerðirnar eftirá.  Hvað fundir neyðarstjórnar eru orðnir margir og hvaða ákvarðanir hún hefur tekið án umboðs og fjárheimilda veit ég ekki.

Ekkert annað sveitarfélag virkjaði sínar neyðarstjórnir nema Reykjavík.  Aðrir kölluðu bara saman aukafundi í bæjarráðum ef þurfti.  Ríkisstjórnin hefur haldið utanum allt á Covid tímanum án þess að setja á fót einhverja neyðarstjórn.  Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar er ekkert annað en aðför að lýðræðinu og til að komast framhjá kjörnum fulltrúum.

ÓLALFUR KR GUÐMUNDSSON (IP-tala skráð) 13.8.2021 kl. 15:05

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Líklega besta sneiðin að ástandi nútímamenningar sem ég hef lesið lengi. Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 14.8.2021 kl. 02:29

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Neyðarstjórn hefur heimild til að taka ákvarðanir og stofna til útgjalda umfram það sem segir í fjárhagsáætlun
Þannig að ef lýst yrði yfir neyðarástandi líkt og formaður Landverndar hefur óskað eftir þá gæti Dagur sett
Miklubraut í stokk strax.

Var minntur á þetta kosningarloforð þegar ég sá
 Peninga til spítalans strax - Vísir (visir.is)

Grímur Kjartansson, 14.8.2021 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 482
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 2868
  • Frá upphafi: 2294419

Annað

  • Innlit í dag: 447
  • Innlit sl. viku: 2614
  • Gestir í dag: 431
  • IP-tölur í dag: 419

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband