Leita í fréttum mbl.is

Best í heimi

Okkur er sagt að íslenskar konur séu þær fallegustu í heimi. Ég hef ekki séð nokkur skynsamleg rök færð fyrir því að það sé rangt.

Okkur er líka sagt að lífeyriskerfið okkar sé það besta í heimi. Þrátt fyrir það virðist sem aldraðir í okkar heimshluta hafi það jafnvel betra efnalega en aldraðir á Íslandi þrátt fyrir þetta "yfirburða" lífeyriskerfi. 

Okkur er líka sagt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé það besta í heimi. Þrátt fyrir það er þorskafli nú ekki nema um þriðjungur á við það sem var þegar kvótakerfið var lögfest og nýliðun í greininni er nánast útilokuð.

Menntamálaráðherra miklar skólakerfið og telur það best í heimi, þrátt fyrir það að við færumst neðar og neðar í fjölþjóðakönnunum á hæfni nemenda og þekkingu og komumst ekki í hálfkvisti á við færni nemenda ýmissa annarra þjóða.

Það nýjasta er að sóttvarnarteymið á Íslandi með sóttvarnarlækni í broddi fylkingar sé það besta í heimi og hvergi hafi náðst annar eins árangur og hér. Samt sem áður liggja fyrir tölfræðilegar upplýsingar um að betri árangur hafi náðst á ýmsum stöðum og nú eru í gildi meiri hömlur á frelsi borgaranna en víðast í nágrannalöndum okkar. 

Hvernig skyldi standa á því að við erum eina þjóðin á Vesturlöndum sem erum með opna smitgátt á stærsta millilandaflugvelli landsins, þar sem fólki er hrúgað í endalausar biðraðir bæði við komu og brottför. 

Af hverju þurfum við sem eigum besta sóttvarnarlækni í heimi að búa við meiri frelsisskerðingar vegna ímyndaðs fárs vegna Kóvíd, en nágrannaþjóðir okkar. 

Væri ekki í ráði að ríkisstjórnin girti sig einu sinni í brók eins og það er kallað og færi að líta til ákvæða sóttvarnarlaga og heildarhagsmuna þjóðarinnar, en léti ekki endalaust stjórnast af minnisblöðum sóttvarnarlæknis.

Væri ekki í ráði að hætta að reyna að steindrepa ferðaþjónustuna og eðlilegar millilandaferðir landans og taka upp svipaðar reglur og t.d. í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi eða Spáni? Af hverju geta þeir verið með meira frelsi fyrir borgarana en við sem eigum "besta sóttvarnarteymi og sóttvarnarlækni" í heimi og það Fálkaorðum prýtt í ofanálag? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Vandamálið á Íslandi er að eini mælikvarðinn á það hvað er óhætt að sleppa ráfandi sauðunum langt út fyrir girðinguna er SMIT og hefur verið frá upphafi.

Önnur ríki eru að átta sig á því að smit er vondur mælikvarði á ástandið. Miklu frekar er það álag á heilbrigðiskerfið, umframdauðsföll og í tilviki smita hvaða hópar eru að smitast: Landakotssjúklingar eða ungt og hraust fólk?

Þessu mun aldrei linna fyrr en annaðhvort Þórólfi er gert að segja upp eða einhver annar ráðgjafi er fenginn til leiks, nú eða að stjórnmálamenn þori að taka ákvarðanir sjálfir.

Geir Ágústsson, 18.9.2021 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 406
  • Sl. sólarhring: 998
  • Sl. viku: 6150
  • Frá upphafi: 2277901

Annað

  • Innlit í dag: 379
  • Innlit sl. viku: 5685
  • Gestir í dag: 371
  • IP-tölur í dag: 363

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband