Leita í fréttum mbl.is

Dansinn í kringum ríkisstjórnina

Alla kosningabaráttuna hefur það verið helsta viðfangsefni fjölmiðla eftir birtingu nýrrar skoðanakönnunar að gera að aðalatriði hvort ríkisstjórnin haldi velli eða ekki. Umfjöllun um það og hugsanlega valkosti við stjórnarmyndun hefur verið einskonar samkvæmisleikur hinnar talandi og skrifandi stétta. Þar kemur fram sú viðmiðun að íslenskir stjórnmálaflokkar hafi enga meginstefnu og séu algerlega prinsíplausir. 

Jafnvel þó að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta er ekki sjálfgefið að þeir mundu halda áfram í ríkisstjórn. 

Það gleymist, að þessi ríkissstjórn var ekki mynduð vegna þess að stjórnarflokkarnir hefðu ólmir viljað fara í samstarf heldur vegna þess, að á þeim tíma var ekki annar valkostur til myndunar starfhæfrar ríkisstjórnar í boði. 

Á hinum Norðurlöndunum veltir fólk fyrir sér hvort hægri blokkin eða sú vinstri eins og það er nefnt fái meirihluta. Þar er miðað við að flokkar sem hafa líkar þjóðfélagslegar áherslur reyni til þrautar að mynda ríkisstjórn en skauti ekki yfir til helstu andstæðinganna. 

Væri reynt að nota svipaða aðferðarfræði og á hinum Norðurlöndunum miðað við það sem fram kemur í skoðanakönnunum um viðhorf flokksmanna einstakra flokka til þjóðfélagsmála, þá væru flokkarnir í hægri blokkinni Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Viðreisn og Framsóknarflokkur en í vinstri blokkinni Vinstri grænir,Píratar, Samfylking og Sósíalistaflokkur. Eðlilegra væri að hinar skrifandi stéttir mundu velta því fyrir sér hvort að möguleikar væru miðað við líklega útkomu kosninga að hægri eða vinstri stjórn yrðu myndaðar. Allt færi það eftir því hvort hægri eða vinstri blokkin mundu hafa betur í kosningunum. 

Flokkar á hinum Norðurlöndunum eru ekki í vanda með að skilgreina sig til hægri eða vinstri, en hér virðist það vera eitthvað feimnismál, sennilega vegna prinsípleysis íslenskra stjórnmálamanna. 

Það er eðlilegra að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins starfi saman en Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir svo dæmi sé nefnt. Það er ekkert eðlilegt við samstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og sá valkostur ætti að vera fyrir báða flokka síðasta úrræðið við myndun ríkisstjórnar. 

Framundan eru áskoranir, sem kalla á ábyrga efnahagsstjórn, forgangsröðun í velferðarmálum til hagsbóta fyrir þá sem hafa brýnustu þörfina og þá á við það sama í pólitík og annarsstaðar í samfélaginu að "lík börn leika best"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ertu ekki sammála mér um að taka upp

FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi

(eins og er í frakklandi)

þannig að FORSETI ÍSLANDS þyrfti sjálfur að leggja af stað

með stefnurnar í stóru málunum

og þó að það þyrfti að kjósa slíkan mann

í tveimur kosninga-umferðum

þannig að viðkomandi hefði allavega 51%

kosningamannbærra á bak við sig

og þannig löglegt umboð til að sigla á RÍKISSKÚTUNNI

seglum þöndum réttu leiðina inn í framtíðina.

Slíkt gæti verið skárri kostur

heldur en þær marg-flokka-flækjur

sem að blasa við okkur í dag.

Eðlilegt ástand er að fjöldinn

FLYKKIST UM ÞANN LEIÐTOGA

sem að er með BESTU STEFNUNA INN Í FRAMTÍÐINA

og þannig myndu völd, ábyrgð, fjárhagsáætlanir og laun forseta haldast betur í hendur:

 

Jón Þórhallsson, 24.9.2021 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 48
  • Sl. sólarhring: 1201
  • Sl. viku: 5792
  • Frá upphafi: 2277543

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 5354
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband