Leita í fréttum mbl.is

Danskurinn og fjandskurinn

Stefán Ólafsson í Vallanesi orti á 17.öld eftirfarandi um kaupmanninn á Djúpavogi:

"Danskurinn og fjandskurinn á Djúpavog

 hann dregur að sér auðinn við brimseltusog

 með fjandlega gilding og falska vog

 fari betur að reyrðist um hálsinn hans tog."

Mér datt þessi vísa í hug þegar ég heyrði lögregluyfirvöld í Noregi taka það sérstaklega fram, að maðurinn sem framdi hryðjuverkið í Kongsberg þar í landi væri danskur. 

Í sjálfu sér er eðlilegt að fréttamiðlar geri grein fyrir því hvaðan maðurinn er auk frekari upplýsinga um hann. Það sem er öðruvísi en jafnan er að fréttamiðlar birta almennt ekki slíkar upplýsingar. Hætt var að birta slíkar upplýsingar og talið jaðra við rasisma að gera það sérstaklega þegar framin voru skipuleg hryðjuverk múslima á borgara Vestur Evrópu. 

Þýskir, franskir og breskir fjölmiðlar gefa almennt ekkert uppi varðandi slíka árásarmenn nema væri hægt að segja að þeir væru þýskir,franskir eða breskir ríkisborgarar jafnvel þó að uppruni þeirra væri í Íslömsku ríki. Þagað er, ef uppruni þeirra er t.d. í Sýrlandi, Marokkó, Afganistan eða Írak. 

Þegar þeir sem ábyrgð báru á þessari stefnu fjölmiðla á Vesturlöndum hafa verið spurðir af hverju þeir hafi þessa stefnu, hefur jafnan verið borið við að fjölmiðlar vilji ekki kynda undir óróa í þjóðfélaginu, ekki stuðla að rasisma eða reiði gagnvart einstökum þjóðfélagshópum.

Í samræmi við þessa samstilltu stefnu fjölmiðla á Vesturlöndum er því óeðlilegt að segja frá því að árásarmaðurinn sé Dani, en þess er sérstaklega getið í vestrænum fréttamiðlum. Í þessum sömu fréttamiðlum er nánast aukaatriði ef á það er minnst, að maðurinn sé múslimi. Að sjálfsögðu hlaut það að vera aðalatriði að illyrmið  væri danskur. 

Um Danskinn gilda greinilega aðrar viðmðiðanir enda engin sem býst við neinu illu af þeim ekki einu sinni þeir sem búa nú á Djúpavogi. 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einatt líka sagt að menn séu danskir, franskir eða norskir ef þeir eru með nýfenginn ríkisborgararétt. Þá er þess gætt að nefna ekki nafn þeirra, því það kæmi upp um orðaleikinn.

Annars kom það fram í frétt í dag að sá sem myrti breska þingmanninn hafi verið Sómali. Kannski einfaldlega af því var ekki hægt að leyna þegar svo háttsettir menn eru myrtir.

Það mætti alveg birta hlutfall innflytjenda í glæpum hér. Það er væntanlega mjög hátt miðað við hlutfall þeirra af þjóðinni. Allavega er það staðreynd víða. M.a. í Bretlandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2021 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 1697
  • Frá upphafi: 2291587

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1523
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband