Leita í fréttum mbl.is

Óvinurinn eini.

Eftir að kommúnistar og sósíalistar höfðu háð harða baráttu í 70 ár á síðustu öld við að skapa velferð og réttlátt þjóðfélag urðu þeir að viðurkenna sig gjaldþrota og kerfi þeirra dygði ekki og því fylgdi örbirgð og ógnarstjórn. Þeir gáfust upp.

Við blasti þegar Sovétríkin féllu,gríðarleg mengun, þar sem mörg níðingsverk höfðu verið unnin á "móður jörð". Markaðskerfið eða kapítalisminn þurfti til að koma til að tryggja að fólk yrði ekki hungurmorða víða í kommúnistaríkjunum og hreinsa til þar sem náttúruvá blasti við. 

Nú hafa sósíalistar gleymt arfleifð sinni eða vilja ekki muna og halda því óhikað fram að allt það vonda, sem gerist í veröldinni sé stórkapítalismanum að kenna.

Í leiðara Fréttablaðsins í dag fer ritstjórinn mikinn og kennir stórkapítalismanum um ástandið í loftslagsmálum og öllu því sem illa hefur farið í heiminum frá upphafi iðnbyltingar eða í tæp 400 ár.

Helstu stórkapítalistarnir í heiminum, Jeff Bezos hjá Amason ríkasti maður heims og Bill Gates hjá Microsoft sem fylgir þétt í kjölfarið eru þá vafalaust í þeim hópi sem verður um kennt, að mati leiðarahöfundar. Raunar eru þeir Jeff og Bill meðal ötulustu talsmanna grænna gilda og prédika ógnina af hlýnun jarðar á milli þess sem þeir fljúga á einkaþotunum sínum heimsálfa á milli. 

Hægt er að kenna markaðskerfinu um ýmislegt og það er fjarri því að vera fullkomið, en ritstjórinn hrapar að rangri niðurstöðu þegar hann gerir stórkapítalismann ábyrgan fyrir allri náttúruvá í heiminum og meintri hnattrænni hlýnun. 

Á líftíma ritstjórans hefur mannkyninu fjölgað um marga milljarða. Hver einstaklingur skilur eftir sig kolefnisspor og þarf að nýta sér það sem jörðin gefur af sér. Stórkapítalismanum verður ekki um það kennt nema e.t.v. ef á að taka það með í reikninginn, að markaðskerfið, kapítalisminn hefur tryggt gríðarlega framleiðsluaukningu matvæla. Í stað stórkostlegra hungursneyða, sem hefðu kostað milljónir mannslífa, þá hefur að mestu verið komið í veg fyrir þá vá,með skilvirkni kapítalismans nema í stríðshrjáðum löndum og þar sem kapítalisminn kemst ekki að eins og í Norður Kóreu og nú í Afganistan.

Í Kína er kommúnistaríki, þar sem kommúnistarnir sem stjórna landinu hafa áttað sig á því, að útilokað er að auka velmegun í landinu og koma  í veg fyrir hungursneyð nema með því að virkja markaðshagkerfið,kapítalismann. Þeir hafa því gert það og þeirra viðmiðun er sú, að það mikilvægast sé að tryggja borgurum Kína velmegun með markaðskerfinu. Saga kapítalismans í Kína er auk heldur svo stutt, að fólkið þar og stjórnendur landsins muna, að það var kapítalisminn líka stórkapítalisminn, sem lyfti Kína frá örbirgð og hungursneyð, þar sem milljónir dóu úr hungursneyð.

Kommúnistiarnir í Kína láta ekki fólk með hugmyndafræði nítjándu aldar sósíalisma eins og ritstjóra Fréttablaðsins segja sér að þeim líði betur í örbirgð og hungursneyð en með því að virkja kapítalismann þannig að fólkið hafi nóg að borða og njóti velmegunar.

Því miður virðast Vesturlönd hafa gleymt þessum grundvallaratriðum og þessvegna sækir Kína nú fram á meðan Evrópa er að dæma sig til efnahagslegs sjálfsmorðs.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Eðli sósíalismans eru lygar og rán - þeir muna vel - en geta ekki horfst í augu við sjálfa sig. Því miður er það almenningur sem er fljótur að gleyma, og það steingleyma.

Auk þess hefur fólk enga þekkingu á þeim hugveitum á borð við Frankfurt skólann sem vinna statt og stöðugt að heimsyfirtöku Marxismans, með hvaða ráðum sem er.

Kennarar sem ríkið réði til starfa voru iðnir að segja okkur frá þrjátíu ára stríðinu og hversu vond trúarbragðastríðin voru. Staðreyndin er sú að heimsstyrjaldir sósíalista á tuttugustu öld og tugmilljóna þjóðamorð þeirra eru hundraðfallt umfangsmeiri.

Að ekki sé talað um vel skipulagðan heilaþvott á fólki sem er af þvílíkri áfergju og skeytingarleysi að engin trúarbragða hópur hefur nokkru sinni vogað sér svo mikið sem upphugsa.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 4.11.2021 kl. 12:33

2 identicon

Sæll

Hvaða skoðun sem maður hefur á hlýnun jarðar, þá er ekki við hæfi að ritstjóri Fréttablaðsins tjái sig án þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Fátt skiptir þar meira máli en mannfjöldþróunin. Hvernig hefur hún verið? Skógarnir og dýrin láta undan mannmergðinni. Þarna hefði hann átt að hafa rænu á að tileinka sér a.m.k. lágmarksþekkingu.

Ekkert land stendur sig verr en Kína. Er það dæmi um stórkapítalið? Svo má áfram halda. Hvar eru þær ár þar sem 90% plasts í úthöfunum kemur úr? - Svo mikið er víst að landið sem best stendur sig,Ísland, (nokkurn veginn öll orkunotkun til innanlandsþarfa endurnýjanleg) hefur haft kapitalískt hagkerfi u.þ.b. frá því að við komum úr torfkofunum fyrir 120 árum síðan.

EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 4.11.2021 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 228
  • Sl. sólarhring: 778
  • Sl. viku: 2614
  • Frá upphafi: 2294165

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 2377
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 203

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband