Leita í fréttum mbl.is

Það er sitt hvað frelsi og frelsi.

Forseti Evrópusambandsins Ursula von der Leyen og öll hirðin allt frá þingi Evrópusambandsins til einstakra topp Evrópu leiðtoga fóru hamförum gegn Ungverjalandi þegar þeir ákváðu að kynfræðsla í skólum landsins yrði ekki á grundvelli hugmyndafræði samkynhneigðra og transfólks. Svipuð þó takmarkaðri aðför var gerð að Pólverjum þegar þeir neituðu að samþykkja fjölþjóðasamnings af sömu ástæðum.

Þetta athæfi Ungverja að takmarka kennslu í  hugmyndafræði transara og samkynhneigðra í kynfræðslu í skólum landsins var talað um sem ógn við Evrópu og brot á lögum Evrópusambandsins og grundvallarreglum og grunngildum. 

Óskiljanleg viðbrögð hjá EU, en sýnir hvaða grunngildi Evrópusambandinu þykir mikilvægast að standa vörð um. 

Austurríki næsti nágranni Ungverja skellti öllu í lás og lokað fólk inni nýverið vegna Covid faraldursins og jafnframt var því lýst yfir, að frá og með febrúar n.k. verði öllum óbólusettum bannað að fara út  úr húsi. Þeir verði að sæta þvingaðri innilokun vegna ógnunar við velferð og öryggi samfélagsins.

Inngrip eins og þetta hjá Austurríkismönnum í borgaraleg réttindi og grundvallarfrelsi fólks í lýðfrjálsu ríki er óásættanlegt og án allra forsendna. Búast hefði mátt við því,að Evrópusambandið léti í sér heyra þegar önnur eins atlaga er gerð að frelsi borgaranna í aðildarríki sambandsins. 

En það heyrist ekkert frá Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen hefur ekkert um málið að segja og þá ekki íturmennið Macron. 

 Evrópusambandið telur að frelsið sé fyrir ákveðna minnihlutahópa og þá sérstaklega fólk í kynáttunarvanda. Raunverulegt stofufangelsi stórra hópa einstaklinga virðist ekki koma þeim við. Sýnir hvað stjórnmálastéttin já og fjölmiðlaelítan er gjörsamlega heillum horfin að fara ekki hamförum gegn þessari svívirðilegu frelsisskerðingu sem boðuð er í Austurríki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarna er nú komin ástæðan fyrir því

að maður kýs ekki flokka  sem að stefna á esb.

Jón Þórhallsson, 22.11.2021 kl. 13:38

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Siðmenning upplýsingarinnar, endurreisnarinnar og siðbótarinnar - sósíalismi húmanismans - hefur breyst í blóðþyrstan umskipting.

Guðjón E. Hreinberg, 22.11.2021 kl. 14:43

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gæti þessi bloggfærsla ekki verið eitthvað sem að þú ætti að skoða til hlýtar sem HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR ÁÐUR  

en í óefni er komið? 

Áfangi 3: Koma með sviksamlega og bænvæna lausn. (Desember): 

https://ingaghall.blog.is/blog/ingaghall/entry/2271925/

Jón Þórhallsson, 22.11.2021 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 1684
  • Frá upphafi: 2291574

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1512
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband