Leita í fréttum mbl.is

Staðfesting eða uppkosning

Það líður að því,að þingmenn Alþingis ákveði sjálfir hvort þeir og hinir þingmennirnir hafi hlotið lögmæta kosningu. Slíkt fyrirkomulag er ekki gott, að gera menn dómara í sjálfs síns sök og hagsmunum. 

Yfirkjörstjórn NV kjördæmia gætti ekki að formskilyrðum varðandi talningu og varðveislu kjörgagna. Spurningin er, hafa komið fram rök eða sjónarmið, sem telja verður líkleg til að þessir hnökrar hafi haft áhrif á heildarniðurstöu kosninganna. Sé ekki svo,þá ber að staðfesta kosninguna. 

Sé hins vegar staðan sú, að einhverjar eða verulegar líkur séu á, að hnökrarnir, hafi haft áhrif á heildarniðurstöðuna, þá ættu alþingismenn að greiða atkvæði með uppkosningu. 

Ýmsir þ.á.m.nefndarmenn í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar og kjörbréfanefnd hafa fimbulfambað með að það beri að gera hluti, sem ekki eru lagaskilyrði fyrir að gera. Eins og að kjósa upp á landinu öllu, framkvæma þriðju talningu eða láta fyrstu talningu gilda. Miðað við kosningalög  og þingskaparlögað er ekki annað í boði fyrir Alþingi en að staðfesta eða ákveða uppkosningu.

Þetta mál hlítur að leiða til þess, að gera verður breytingar á kosningalögum til að svona vandamál komi ekki upp aftur.

Uppkosning væri samt skemmtileg. Hægt er að spá að nokkru leyti í þau spil. Ólíklegt er annað en fylgi við sósíalista myndi hrynja og flytjast til VG. Einnig má telja líklegt, að Sjálfstæðisflokkur bætti stöðu sína á kostnað Miðflokksins. Kosningar hafa samt iðulega sýnt, að kjósendur eru ólíkindafólk, sem kýs stundum þvert á spár sérfræðinga og skoðanakannana.

Þar sem fullvíst má telja að öll kjöbréfin verði samþykkt, þá ber að bjóða nýkjörið Alþingi velkomið til starfa og vonast til að það skil góðum störfum á  kjörtímabilinu. Til farsælda fyrir land og þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fólk þarf að hafa allar ljósaperur slökktar til að taka mark á yfirstöðnum kosníngum. Valdamafían var fljót að lýsa því yfir að kosníngar í Hvítrússlandi væru falskar, af minni forsendum, og sniðgekk að fjalla um stórfelld og ótrúlega ódulin kosningasvik í Bandaríkjunum í fyrra.

Svo gegnsæ voru svikin að þau eru vestra uppnefnd kosníngastuldur og meirihluti borgara þar gerir grín að þjófagenginu sem er nú umvörpum að hrynja í héraðs- og fylkjakosningum.

Hvað næst? Lygaraplága og efnavopnanál vegna gufulegra yfirlýsinga um endurnefnda lungnabólgu?

Guðjón E. Hreinberg, 25.11.2021 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 294
  • Sl. sólarhring: 756
  • Sl. viku: 2680
  • Frá upphafi: 2294231

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 2440
  • Gestir í dag: 266
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband