Leita í fréttum mbl.is

Megrum báknið

Opinberu starfsfólki hefur fjölgað um 9 þúsund manns á 4 árum. Á sama tíma hefur störfum í einkageiranum fækkað og þau eru nú færri en störf hjá hinu opinbera. 

Á miðöldum var talið að það þyrfti 9 bændabýli, til að standa undir kostnaði af einum riddara. Furstar og kóngar þurftu því að gæta hófs í riddaravæðingu. 

Hvað skyldi þurfa mörg störf í einkageiranum til að standa undir þessari fjölgun opinberra starfa? Þegar störf í einkageiranum eru orðin færri en störf hjá honu opinbera liggur þá ekki ljóst fyrir, að báknið er orðið allt of stórt og tekur of mikið til sín. 

Það er því brýnt, að leita leiða til að megra kerfið. Fyrsta skrefið gæti fjármálaráðherra stigið með því að skipa hóp fólks sem klárar verkefni, til að fara yfir það með hvaða hætti mætti ná fram sem mestri megrun kerfisins, þannig að báknið þyrfti undan að láta. Verði það ekki gert eða jafnvel gripið til enn róttækari aðgerða, verður ríkissjóður ekki sjálfbær og góð fjárhagsstaða ríkissjóðs breytist í slæma fyrr en varir. 

Forsenda bættra lífskjara og hagsældar í landinu er báknið burt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Minnir að einhver hafi sagt, dáin menning.

Guðjón E. Hreinberg, 2.12.2021 kl. 12:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það eina sem gæti lagað þetta, er að allt þetta ríkisstarfsfólk yrði einn daginn brottnumið af geimverum.

Svona einfaldlega lagast ekkert af sjálfu sér.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2021 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 415
  • Frá upphafi: 2291791

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 373
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband