Leita í fréttum mbl.is

Orkuskortur

Landsvirkjun og Landsnet geta ekki svarað þörfum markaðarins á Íslandi fyrir raforku. Hvernig í ósköpunum skyldi standa á því? 

Forstjóri Landsvirkjunar segir, að það sé m.a. vegna þess hve lítið hefur ringt á Íslandi. Sem minnir mig á það að fyrrverandi Iðnaðar og orkumálaráðherra fyrir margt löngu dr. Gunnar Thoroddsen sagði að ekki þyrfti að óttast orkuskort meðan það rigndi á Íslandi. 

Úrkoma sunnanlands hefur verið með mesta móti allt þetta ár og þó þurkar hafi veri á Norðausturlandi, þá ætti það ekki að setja orkukerfið á hliðina og leiða til skömmtunar á rafmagni.

Hvað þá heldur þegar Landsvirkjun gengst aftur og aftur fyrir því að kanna hagkvæmni þess að selja raforku úr landi á grundvelli regluverks EES, sem mundi að sjálfsögðu leiða til mun hærra orkuverðs til neytenda á Íslandi og enn frekari orkuskorts.

Einfalda staðreyndin er sú, að VG hafa staðið gegn virkjunum í landinu. Mikil verður ábyrgð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, ef þeir láta VG ráða för í þessu efni. 

Núna þarf að hrinda framkvæmd vinnu við vatnsaflsvirkjanir,sem allra fyrst, t.d. það sem er óvirkjað í neðri hluta Þjórsár. Ódýrar hagkvæmar virkjanir, sem valda litlu raski. Sérkennilegt að VG skuli almennt vera á móti vistvænni orkuöflun með vatnsaflsvirkjunum.

Það rignir nóg á Íslandi og það er ekki rigningunni að kenna heldur mistökum í stjórnkerfinu að það þurfi að skammta rafmagn í landinu eða nota olíu til orkuframleiðslu í stað vatnsafls. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Er fyrirsjáanleg einhver breyting á þessu? Verður farið í Urriðafoss?

Halldór Jónsson, 8.12.2021 kl. 12:31

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hugsaðu þér, hvílíkur dúndrandi áfellisdómur orkuskömmtun til fiskimjölsverksmiðjanna er, sem munu þurfa að brenna um 18 kt af olíu, sem eykur losun Íslands um 55 kt (55 þúsund tonn) af CO2 árið 2022 fyrir vikið.  Þannig gengur það til með umhverfisstefnu græningja hvarvetna í heiminum.  Hún kemur í fang stjórnvalda sem bjúgverpill aukinnar mengunar og losunar gróðurhúsagasa.  Hvernig náðu þessi afturhaldsöfl dagskrárvaldi yfir nýjum virkjunum á Íslandi ?  Nú er kominn tími til að setja þessum rándýru skaðræðisöflum stólinn fyrir dyrnar.  Á Alþingi þarf að sverfa til stáls með þetta.  

Bjarni Jónsson, 8.12.2021 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1663
  • Frá upphafi: 2291553

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband