Leita í fréttum mbl.is

Litháen

Tímaritið Economist hefur valdið Litháen land ársins, ekki vegna þess, að það sé ríkast eða íbúarnir hamingjusamastir heldur vegna þess hvernig Litháen brást við á alþjóðavettvangi. 

Í því sambandi er bent, á, að þeir leyfðu Taiwan að opna viðskiptaskrifstofu í höfuðborginni Vilníus og ráðlögðu íbúum landsins að henda farsímum frá Kína eftir að upp komst, að símarnir eru með ritskoðunarforrit, sem hægt er að gera virkt hvenær sem er. 

Litháen hefur ekki látið hótanir Kínverja eða refsiaðgerðir hafa nein áhrif á sig heldur farið sínu fram. 

Hvað gera svo aðrar Vesturlandaþjóðir gagnvart vaxandi yfirgangi Kína og mannréttindabrotum. Því miður ekki neitt. Það leiðir hugann að því hvað það er nauðsynlegt, að Evrópuríki sem og önnur ríki sem vilja standa vörð um mannréttindi í heiminum láti sameiginlega til sín taka og leyfi Kína ekki að fara sínu fram. 

Má minna á, að rétt fyrir áramót tóku Kínverjar niður minnismerki um ógnarverkin á Torgi hins himneska friðar í Hong Kong, vegna þess, að ekki má segja frá blóði drifinni sögu kínverska kommúnistaflokksins. 

Evrópuríki verða að bregðst við vaxandi vanmætti og óstjórn í Bandaríkjunum með því að taka strax forustu gegn yfirgangs tilburðum Kínverja í stað þess að mæta sundruð og þakka fyrir hvern brauðmola viðskipta,sem einræðisríkið fleygir til þeirra. Það er óttalega lítilmótlegt.

Tökum Litháen til fyrirmyndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Við gætum hætt að borða hrísgrjón
Þar sem Kína framleiðir 30% af öllum hrísgrjónum í heiminum og framleiðslan veldur gífurlegri CO2 mengun

Grímur Kjartansson, 3.1.2022 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 944
  • Sl. sólarhring: 1323
  • Sl. viku: 6589
  • Frá upphafi: 2277227

Annað

  • Innlit í dag: 884
  • Innlit sl. viku: 6122
  • Gestir í dag: 839
  • IP-tölur í dag: 816

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband