Leita í fréttum mbl.is

Mýrdalurinn

Íslendingar eru í minnihluta í Mýrdalnum. Þessi staðreynd vekur upp ýmsar spurningar.

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á aðstreymi og búsetu fólks af erlendu bergi brotið undanfarin ár. Sem betur fer hefur mikill meirihluti aðfluttra verið dugmikið gott fólk, sem hefur verið til góðs fyrir land og þjóð. 

Íslendingar eru fámenn þjóð. Við höfum sérstaka tungu og menningu. Viljum við ekki leggja eitthvað á okkur til að varðveita hvorutveggja? Þá þarf að gera kröfur til þeirra sem koma til fastrar búsetu, að þeir læri tungumálið og aðlagist  íslensku þjóðlífi sem fyrst. 

Á sma tíma verðum við að gæta þess, að takmarka aðflutning við það sem er viðráðanlegt til að íslenskt þjóðerni sem slíkt, tunga okkar og menning hverfi ekki í þjóðahafinu. Slíku slysi verður að afstýra.

Sem betur fer telur fólk, sem okkur er náið að siðum, trú og menningu, Ísland vera það eftirsóknarvert, að fleiri vilja flytja hingað en við getum auðveldlega ráðið við. 

Það er því með ólíkindum,að íslenska ríkisstjórnin skuli vera svo heillum horfin, að setja hvorki reglur né gera nánast nokkuð í því að efla og vernda íslenska menningu og tungu á þessum tímum, sem þess er mikil þörf.

Þvert á móti þá hamast ríkisstjórnin við að troða inn í  landið stórum hópum af fólki sem kemur ekki til að vinna og er frá menningarsvæðum, sem eru ólík okkar og reynsla nágrannaþjóðanna sýnir, að það fólk aðlagast ekki þjóðfélaginu hvorki lögum þess siðum eða reglu. Er ekki kominn tími til að koma í veg fyrir það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Flottur Jón að minnast á þetta.

Því miður er það svo, að þesso fjölmenningar

þjóðfélög, eru meira og minna í klessu vegna

eins trúarhóps. Þó margreynt hafi verið að benda á

þessa hættu, þá falla allir pólitíkusar á prófinu.

Ástæðan, litlir öfgaþrýstihópar ráðast á hvern þann

sem það gerir og verður úthrópaður rasisti, fasisti,

nasisti og þaðan af verra. Kjarkur og þor heyrir

sögunni til og rétttrúnaðar bullið er látið ráða.

Samt heyrist ekkert í þessu liði þegar einn af þeirra

heitelskuðu gengur um með kóraninn og lemur sín börn.

Ekkert. Bara þögn. Hefði heyrst eitthvað ef það hefði

verið bíblían í notkun af kristnum manni.?

Lögfræðingurinn sem barðist mest fyrir því að hann fengi hér

vist,hlýtur að eiga auðvelt með það að útskýra fyrir sinni

fjöldskyldu hvað þetta allt saman er dásamlegt og gert í

nafni kærleika og mannúðar.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.1.2022 kl. 11:48

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Magnús Norðdahl þarf að draga inn í umræðuna sem þann ĺogmann sem er mest áberandi í að koma fólki hingað inn Láta hann rökstyðja sín sjónarmið varðandi jafnrétti allra hælisleitendur

Go89⁰

Halldór Jónsson, 18.1.2022 kl. 12:35

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er orðið erfitt að tjá sig á íslensku í Mýrdalnum. Hins vegar má fá þar alveg ágætis kínversk/íslenska kjötsúpu.

Gunnar Heiðarsson, 18.1.2022 kl. 23:42

4 Smámynd: Ingólfur Torfason

Flott hjá þer Jón og þú hefur rétt, en það er kanski ekki vilji islendinga að varðveita íslendska tungu og menningu? Svo þá reynir á lýðræðið i næstu 5-10 kostningum hvort Island verði Island! Hver er afrekstur Svía! Allt í ruggli, ég hef búið þar í 32 ár og ég hef séð rosalegar breytingar, þó sérstaklega síðustu 15 árin og það allt á öðrum endanum þar, lögreglumen hætta fleyrri en ráðast til starfa, og þar að leiðum verða yfirvæld að lækka kröfur á ráðningarhæfni lögregluumsækjanda svo einhvað sé nefnt! Kennarar hætta og ólærðir(á undanþáu)taka við, elliheimili ráða fólk sem talar ekki sænsku, sjúkrahúsin öskra eftir fólki, gæti skrifað í fleyrri tímar og telja upp! En þetta er val almennings ef þeir kjósa þá sem vilja þetta! Það kallast lýðræði. Eg er ekki sammála! Eg hélt að ég væri krati, en það er ég allaveg á hreinu ekki i dag og hef ekki verið í 20 ár að minsta kosti! Sósjaldemokratar i Evrópu eru að selja sál sína af valdagræðgi! Og get ekki séð betur en að til hægri af þeim eru með á nótunum!  Þó eru Svíar lítið að vakna, það er að segja að það sé ekki of seint? Næstu 20 árin sega allt! I suður Svíþjóð er Svíar þegar i minnihluta og samkvæmt reikningum verða þeir i minnihluta i öllu landinu kringum 2045-2050! Það er ekki þjóðremba að elska sitt land! Eg kref ekki av Svíum að þeir tali íslensku og vill að þeir sem flytja og ákveða að lifa í áhveðnu landi, þá verður maður að aðlagast tungumáli, hefðum, siðum og stjórnarfari, annars er bara að flytja heim aftur, eða velja það land sem hentar betur! Guð blessi Island og með lögum skal land byggja en ekki eyða!

Ingólfur Torfason, 20.1.2022 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 121
  • Sl. sólarhring: 1327
  • Sl. viku: 1651
  • Frá upphafi: 2293119

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 1501
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband