Leita í fréttum mbl.is

Leikhús fáránleikans

Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta lýsti stöðunni vegna kóvíd sem leikhúsi fáránleikans. Fjölmargir leikmenn eru í sóttkví en engin veikur. Þjálfarinn sagði þetta eins og kvef. 

Einn af hverjum 14 hér á landi eru í sóttkví og/eða einangrun vegna kvefpestarinnar. Hamast er við að framlengja leikhús fáránleikans hér og á landamærunum. Fyrst ríkisstjórnin var enn einu sinni að krukka í reglurnar af hverju voru þær þá ekki afnumdar. Eigum við að hafa sérreglur um kvefpest, sem nefnist kóvíd afbrigði?

Enn er talað um bólusetningarpassa o.fl. rugl. Dálkahöfundurinn Michael Deacon, sér hið spaugilega og veltir fyrir sér rauðvínsprófi í stað bólusetningarvottorðs. Komið hafi í ljós, að þeir sem drekki 5 glös af rauðvíni á viku eða meira, sé síður hætt við Kóvíd og fái vægari einkenni. Við inngang að viðburðum verði þess þá gætt, að fólk sé nægjanlega drukkið til að það fái aðgang og boðið að bæta úr ef svo sé ekki. 

Hugsanlega yrði minni ágreiningur um þessa leið sem Deacon bendir á enda á hún vel við í leikhúsi fáránleikans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 543
  • Sl. sólarhring: 904
  • Sl. viku: 6287
  • Frá upphafi: 2278038

Annað

  • Innlit í dag: 494
  • Innlit sl. viku: 5800
  • Gestir í dag: 477
  • IP-tölur í dag: 463

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband