Leita í fréttum mbl.is

Sitthvað hafast menn að.

Á árum áður á Fróni mátti nánast ekkert gera á föstudaginn langa utan þess að hlusta á einu útvarpsstöðina Ríkisútvarpið, sem flutti jafnan drepleiðinlegustu dagskrá ársins þennan dag. Einnig er minnisstætt, að maður var tekinn til bæna af lögreglu fyrir það afbrot að selja páskaliljur á páskadag. 

Verandi á Spáni í fyrsta sinn í hinni helgu viku (semana santa) sem svo er nefnd,þ.e. páskavikan, sér maður aðra nálgun og virðingu fyrir píningu, krossdauða og upprisu Jesú en.

Haldnar eru skrúðgöngur í öllum borgum og bæjum Spánar, ekki einu sinni heldur oftar í dymbilvikunni, þar sem helgitákn eru borin og fólk klæðir sig í margvíslega búninga. Þetta er liður í helgihaldi,sem tekur stóran hluta vikunnar. Þetta er mikilvægur þáttur í helgihaldi og virðingarverð trúariðkun kristins fólks á Spáni.

Þó margt hafi breyst á umliðnum árum á Íslandi, hefur fólk virt helgi föstudagsins langa og páskadags og gætt þess almennt, að vera ekki með samkomur eða aðrar uppákomur á þeim dögum. 

Nú er þetta líka breytt. Í gær á föstudaginn langa hélt sértrúarhópur Gunnars Smára Egilssonar mótmælafund á Austurvelli. Svo mikið lá á, að ekki var hægt að virða helgi þess dags sem Jesús dó á krossinum, heldur þurfti að nýta hann til að koma áfram pólitískum áróðri og moldviðri. 

Það er e.t.v. dæmi um aftrúarvæðingu þjóðkirkjunnar að helsti prédikari á fundi sértrúarhóps Gunnars Smára skyldi hafa verið prelátinn Davíð Þór Jónsson í Laugarnesi. Því má ekki gleyma að preláti þessi var lengi vel þekktur skemmtikraftur sem flutti landsmönnum skemmitlegt bull og vitleysu með reglubundnu millibili

Ólíkt hafast menn að í mismunandi löndum og á mismunandi tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ekki gleyma að kona sem eitt sinn var í nánum tengslum við Séra MarxistaDavíð er nú höfuðpaur Marxistavæðingar landsins á vegum Young Global Puppies Davos mafíunnar.

Þetta er allt gott. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og ef við sem þjóð höfum misst gildismat okkar, höfðum við það aldri og því verðug þess að vera af tekið.

Guðjón E. Hreinberg, 17.4.2022 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 4298
  • Frá upphafi: 2291317

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 3959
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband