Leita í fréttum mbl.is

Gleðilega upprisuhátíð

Kristin trú byggir m.a. á fyrirgefningu og umburðarlyndi. Jesú talaði um Guðs ríki. Kristið fólk var í árdaga kristninnar upptekið við að ræða um með hvaða hætti og hvernig Guðs ríki væri og hvernig það mundi koma. Þó sú umræða láti ekki mikið fyrir sér fara í kristinni orðræðu í dag, þá er hún hluti af bæn okkar "Faðir vor" þar sem við segjum "til komi þitt ríki."

Vikan í Jerúsalem þegar Jesú kom og var fagnað á Pálmasunnudag þegar hann reið á asna inn í borgina var sigurstund. Sigurstundin hélt áfram þegar Jesú flutti boðun sína í musterinu. Boðun friðar, kærleika, fyrirgefningar og umburðarlyndis.

Þrátt fyrir þessa boðun hafði hann ógnað valdhöfunum bæði æðstu prestunum og Rómverjum, sem stjórnuðu Júdeu á þessum tíma. Sigurstundin á Pálmasunnudag breyttist í hræðilegan ósigur. Jesú var handtekinn, píndur og tekinn af lífi með krossfestingu. 

En jafnvel þessi stund ósigursins þar sem meira að segja lærisveinar hans yfirgáfu hann og þorðu ekki að koma nálægt þegar hann var píndur og krossfestur, þá breyttist það aftur í sigurstund þegar fréttist af upprisu hans. 

Sundurleitur hópur örvæntingarfullra manna, sem voru lærisveinar Jesú breyttist í baráttuhóp, sem var tilbúinn að færa fagnaðarerindið um Jesú til fólksins og hikaði ekki við að standa með trú sinni um Jesú krossfestan og upprisinn jafnvel þó að þeirra biði ekkert annað en dauðinn fyrir að gera það.

Páskadagur er og verður helsti sigurdagur kristins fólks. Sigurdagur sem beinir augum okkar að því kraftaverki sem varð þegar fólk sem næst stóð Jesú sá kraftaverkið með eigin augum og var síðan tilbúið til að færa hvaða fórnir sem var meira segja fórna lífi sínu fyrir trúna og trúarsannfæringu sína um boðun Guðs ríkis, friðar, fyrirgefningar og umburðarlyndis.

Til hamingju sigurhátíð upprisu Jesú og sigurs hins vanmáttuga gegn óréttlæti og valdboði.

Gleðilega upprisuhátíð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 871
  • Frá upphafi: 2291637

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 770
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband