Leita í fréttum mbl.is

Betra veður

Veðrið hefur ekki beinlínis leikið við landsmenn s.l. vetur og sá mikli meistari veðurfræðinnar Páll Bergþórsson spáir lítt bærilegu sumarveðri þetta sumar. 

En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst eins og máltækið segir og nú lofar oddviti Sjálfstæðisflokksins við komandi borgarstjórnarkosningar betra veðri og segist munu efna kosningaloforðið um betra veður með því að gróðursetja tré. 

Leikkonan Emma Thompson segist geta flogið um á einkaþotu heimsálfa á milli og skilji ekki eftir sig kolefnisspor vegna þess að hún gróðursetji svo mörg tré. Af því sem Emma og Hildur halda fram þá er ljóst að gróðursetning trjáa er líkleg til að gera kraftaverk.

Árið 1979 var til sérstakur stjórnmálaflokkur sem nefndist Sólskinsflokkurinn, sem lofaði betra veðri og meira sólskini með því að draga Ísland suður á bóginn. Því miður fékk flokkurinn ekki nema 92 atkvæði og þessvegna erum við enn stödd úti í ballarhafi með endalausar lægðir, rigningu og leiðindaveður. 

Nú hillir hinsvegar undir það að Reykvíkingar geti tekið gleði sína á ný og fengið betra veður, minna rok og rigningu og meiri sól þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð meirihluta í Reykjavík. Vonum seinna verður þá Degi B. Eggertssyni komið í það skjól sem hann á skilið í bragganum sínum í Nauthólsvíkinni á meðan aðrir Reykvíkingar verma sig í sólinni og alsælu betra veðurlags í henni Reykjavík.

Kosningaloforð og áheit standast mismunandi en á sínum tíma á ungmennafélagsfundi á Akureyri stóðu menn upp og lofuðu að hinu og þessu og þá var skáldinu sr. Matthíasi Jochumsen nóg um og stóð upp og sagði: 

"Ég heiti því að verða hundrað ára eða detta dauður niður ella." og ekki stóð á efndunum hjá Matthíasi. 

 


mbl.is Hildur á auglýsingaskiltum á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Veturinn var ágætur og laus við meiriháttar illviðri.
Þú býrð bara á hinu alræmda illviðrabelti landsins !
Landið teygir sig nefnilega ekki bara austur á Selfoss og upp í Borgarnes, heldur meira að segja austur fyrir Vík í Mýrdal og jafnvel austur fyrir Mývatnssveit.

Þórhallur Pálsson, 23.4.2022 kl. 23:11

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er greinilega ekkert annað að gera en að flytja sig nái D listinn ekki meirihluta, þar sem Dagur hefur sýnt að hann ræður ekkert við veðrið. 

Jón Magnússon, 24.4.2022 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 1662
  • Frá upphafi: 2291552

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband