Leita í fréttum mbl.is

Bölvað bensínið

Sá vinstri sinnaði sveimhugi sem er í hvað mestum metum meðal Samfylkingar- VG og Pírataarms þjóðarinnar, segir að það eigi að banna að auglýsa bensín og raunar ættum við að vera hætt að nota það fyrir löngu. Allt er þetta í samræmi við alræðishyggju þeirra sem telja sig hafa leyst lífsgátuna fyrir löngu og telja skyldu sína að sjá til þess að borgararnir geri eins og þeir segja þeim til að koma í veg fyrir að það hlýni á Íslandi.

Bíllaus lífsstíll er það sem vinstri meirihlutinn í Reykjavík telur vera það besta af öllu því góða sem hægt er að bjóða upp á í samgöngumálum  ásamt Borgarlínunni. Þrátt fyrir að að lítill hluti fólks ferðist með almannasamgöngum í Reykjavík og kannanir sýni, að einungis mjög lítill hluti borgarbúa hefur áhuga á því hvað svo sem Borgarlínu varðar. Borgarlínu skal samt troðið upp á fólk með illu ef ekki tekst með góðu og það skal látið borga fyrir það.

Ekki hefur dugað að þrengja götur, fækka bílastæðum og loka götum fyrir umferð og þess vegna verður að grípa til róttækari hluta til að markmiðinu verði náð að allir borgarbúar verði neyddir til að hjóla á eftir Degi B. og Gísla Marteini í unaðsríkri halarófu þeirra sem einir vita hvað er best fyrir fólkið í borginni og er undirstaða hamingju í borgarsamfélagi. 

En það búa ekki allir í 101 Reykjavík og sumir þurfa að aka börnum sínum margra kílómetra leið á ýmsum tímum dagsins í misjöfnum veðrum. Það yrði heldur betur lífsskjaraskerðing fyrir þennan stóra hóp borgaranna ef þeir verða í auknari mæli neyddir til að taka þátt í þeirri alræðishyggju vinstri lofslagssérfræðinga eins og Andra Snæs Magnússonar að neyðast til að taka sér opinberan ferðamáta Dags sér til fyrirmyndar. 

Samt sem áður þó reiðhjólið sé prísað, þá er samt til sérstök bifreið borgarstjóra, sem hefur stundum ekið á eftir borgarstjóranum á reiðhjólinu og tekið hann upp í þegar vel hentar. Þrátt fyrir siðaboðskapinn þá gildir það hjá Degi með sama hætti og Boris og Keith Starmer, að þó skyldurnar sem þeir setja á borgaranna eða leggja til, að þá skuli samt gilda aðrar reglur fyrir þá. 

Eða eins og George Orwell sagði í Animal Farm: Sum dýrin eru jafnari en önnur. 

Er ekki best að kjósa allt annað en Samfylkinguna, VG, Pírata og Viðreisn á laugardaginn kemur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Olían var lyftistöng í allri framþróun á síðustu öld, en hve miklum stríðshörmungum hefur hún valdið? Það væri verðugt rannsóknarefni. 

Nú er kominn tími til að hyggja að öðrum og nærtækari orkugjöfum.

Það er nú gott að hafa í huga að hver lítri af bensíni eða olíu sem við kaupum er stuðningur við Sáda og aðra íslamista, auk þess að styðja Pútín og stríðsrekstur hans.

Sé ég orðinn vinstrimaður, vilji ég minnka þennan stuðning, þá verður að hafa það.

Hörður Þormar, 9.5.2022 kl. 14:14

2 identicon

Ástæðan fyrir því að ég er hlynntur orkuskiptum er ekki loftlagbreytingar heldur það að nota innlenda orku í stað olíu frá útlandinu og sérstaklega arabaheiminum sem notar gróðann í þágu fárra í stað almennings. Tíminn á aftur að leiða í ljós hvort verður ofaná rafmagnið eða vetnið. Ýmislegt bendir til þess að vetnið geti haft vinninginn svo vetnisframleiðsla hér gæti verið góð hugmynd.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 9.5.2022 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1137
  • Sl. sólarhring: 1221
  • Sl. viku: 6782
  • Frá upphafi: 2277420

Annað

  • Innlit í dag: 1067
  • Innlit sl. viku: 6305
  • Gestir í dag: 1002
  • IP-tölur í dag: 971

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband