Leita í fréttum mbl.is

Sinna verka njóti hver.

Pólitíkin er svo merkileg tík, að það á síður en svo við að stjórnmálamenn njóti góðra verka sinna eða gjaldi alltaf fyrir lélega stjórnun.Margir stjórnmálamenn gera út á skort á langtímaminni fjölmargra kjósenda og hafa því meira erindi en þeir eiga skilið.

Skv. skoðanakönnun í Fréttablaðinu í dag telur þriðjungur kjósenda sitjandi borgarstjóra besta valkostinn. Ekki skal um það tælt hvort þar fara þeir sem hafa minna langtímaminni en aðrir og hafa því gleymt ástandi gatna á kjörtímabilinu. Spillinguna í kringum Braggann í Nauthólsvík og dönsku stráin í kringum hann, sem og bruðlið og bullið í kringum stafrænu lausnirnar, sem eru engar lausnir enn sem komið er o.s.frv. o.s.frv. 

Sumir gætu talið það sigur fyrir sitjandi borgarstjóra að 34% aðspurðra telji hann vænlegasta kostinn. En þá eru það þá 66% borgarbúa eða tæplega 7 af hverjum tíu, sem telja hann ekki vera það. Slíkt getur tæpast talist góður árangur og ansi langt frá því þegar Davíð Oddsson fékk á sínum tíma fylgi yfir 60% borgarbúa. Í samanburðinum er árangur Dags arfaslakur. 

En þó Dagur gjaldi ekki verka sinna þá eru aðrir sem njóta ekki góðra verka sinna í andstöðunni og er þar helst að nefna Kolbrúnu Baldursdóttur í Flokki fólksins sem hefur staðið sig afburða vel á kjörtímabilinu eins og raunar Vigdís Hauksdóttir í Miðflokknum og oddviti Sjálfstæðismanna Eyþór Arnalds.  

Verður það virkilega svo, að Píratar og Viðreisn gjaldi ekki fyrir að hafa staðið dyggan vörð um öll vondu málin hjá Degi og afsakað þau í bak og fyrir jafnvel þó að Dagur færi í veikindafrí af því að hann treysti sér ekki til að svara fyrir sig. Dagur sýndi það þó í þeim tilvikum, að hann kunni að skammast sín en það gerðu hvorki oddvitar Pírata né Viðreisnar. Er ekki rétt að þeir flokkar fái að gjalda þeirra verka sinna þar sem oddvitar þeirra kunna ekki að bíta höfuðið af skömminni.

Hvernig væri að rifja það upp hvernig Píratar og Viðreisn hafa staðið sig á kjörtímabilinu. Væri ekki rétt að láta þá flokka gjalda verka sinna á kjörtímabilinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 491
  • Sl. sólarhring: 1359
  • Sl. viku: 6136
  • Frá upphafi: 2276774

Annað

  • Innlit í dag: 465
  • Innlit sl. viku: 5703
  • Gestir í dag: 455
  • IP-tölur í dag: 450

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband