Leita í fréttum mbl.is

Kvenréttindabarátta

Fyrir nokkru var 20 ára kona í Súdan dæmd til að vera grýtt til bana fyrir hjúskaparbrot. Þessi dómur sýnir e.t.v. að réttindi og staða kvenna er víða verri í dag en hann var. 

Þursaríkin, Saudi Arabíu, Brunei, Íran og Afganistan, hafa öll lög um  að konur skuli grýttar ef svo ber undir. Þungun er iðulega talin sanna afbrot konu og konur sem tilkynna nauðgun í þursaríkjunum lenda stundum í því að vera ákærðar í stað þess að þær njóti stöðu brotaþola eða fórnarlambs.

Talibanar í Afganistan hafa lögfest að nýju margt sem þrengir að réttindum kvenna m.a. möguleikua til náms og starfa. Á Indónesíu eru konur víða þvingaðar til að vera með blæju jafnvel þær sem eru ekki múslimar. 

Kvenréttindasamtök hér á landi þurfa að taka upp baráttu fyrir réttindum kynsystra sinna í þursaríkjunum og þar sem konur njóta ekki grundvallarmannréttinda. 

Allir sem berjast fyrir mannréttindum og jöfnum rétti borgaranna hlítur að renna það til rifja að horfa upp á þessa gegndarlausu kvennakúgun og brot á grundvallarmannréttindum. Við eigum ekki að láta það viðgangast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 2291835

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 408
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband