Leita í fréttum mbl.is

Taka ofbeldisöflin yfir?

Drífa Snædal forseti ASÍ gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Ástæðan er sú, að ofbeldisöflin innan verkalýðshreyfingarinnar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fararbroddi, hafa gert henni nánast ómögulegt að starfa faglega og með eðlilegum hætti. 

Drífa er langt til vinstri í stjórnmálum, en samt sem  er djúp á milli hennar og vitifirrta vinstrisins,sem sækir nú fast á um að efla til stéttarstríðs hvað sem tautar og raular. 

Ákjósanlegt hefði verið að Drífa hefði sæti áfram og tekið á móti ofbeldisöflunum, þó það sé síður en svo skemmtiefni eða til að valda ánægju fyrir hana persónulega. 

Gott fólk hvar í sveit sem það stendur verður þó alltaf að vera reiðubúið að taka baráttuna gegn ofbeldinu og vinna að því að þoka þjóðfélaginu áfram til góðs með samtakamætti og samvinnu, stétt með stétt í stað stéttarstríðs. 

Stjórnmálaelítan hefur gert baráttu ofbeldisaflanna auðveldari og skammtað sér og æðstu embættismönnum laun og starfskjör umfram aðra. Katrín Jakobsdóttir ætti að setja  ritstörfin á hilluna og gera sitt til að koma í veg fyrir hart séttarstríð meðan tími er til. m.a. Koma mætti á auknum jöfnuði. þar sem stjórnmálastéttin gengi á undan með góðu fordæmi. 

Vonandi vill Katrín það frekar en að leika á rithörpuna sína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sósíalistaflokksforinginn Gunnar Smári, núna atvinnukommi glottir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.8.2022 kl. 21:36

2 identicon

Það væri afar slæmt vægast sagt, sorglegt og illt í efni,hvernig komið er fyrir verkalýðshreyfingunni. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2022 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 894
  • Sl. viku: 2407
  • Frá upphafi: 2293958

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 2188
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband