Leita í fréttum mbl.is

Djöfullinn er á leið til helvítis

Dagblöð í Íran lýsa fögnuði með tilræðið við Salman Rushdie og segja að djöfullinn sé á leið til helvítis. Blaðið Kayhan sem er nánast opinbert málgang Íransstjórnar, enda ritstjórinn valinn af Ali Khameni erkiklerki, segir að það eigi að kyssa á hendur mannsins sem hafi skorðið óvin Allah á háls 

Á sama tíma og það vefst ekki fyrir fjölmiðlum í Íran og víðar í múslimskum löndum hvað um var að ræða, þá er athyglisvert að hlusta á fréttir fjölmiðla á Vesturlöndum en þar er sagt að ekki sé ljóst hvað tilræðismanninum gekk til. 

Þvílíkur naívísmi og bull. Verið er að framfylgja "fatwa",sem enn er í lögum í Íran, að drepa Salman Rushdie. 

Tilræðismaðurinn er Íslamisti með fölsuð skilríki. Hann átti ekki leið inn í ráðstefnusalinn af tilviljun, heldur til að myrða "djöfulinn" eins og Írönsku blöðin nefna Salman. Hvernig getur þessi staðreynd þvælst fyrir fölmiðlum Vesturlanda? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Undirlægjuháttur vesturlanda og þá sér í lagi fjölmiðla, gagnvart islamistum getur ekki endað nema illa.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 13.8.2022 kl. 17:40

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Enda vill fólk á Íslandi dæma krakka í fangelsi fyrir að gelta og skera á fánalínur - því það sé hatursglæpur
En neitar að fordæma morðtilraunir

Grímur Kjartansson, 13.8.2022 kl. 23:38

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvet alla til að lesa umfjöllun Bari Weiss um þetta mál hér: https://www.commonsense.news/p/we-ignored-salman-rushdies-warning?utm_source=%2Finbox&utm_medium=reader2

Þorsteinn Siglaugsson, 13.8.2022 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 343
  • Sl. sólarhring: 751
  • Sl. viku: 2729
  • Frá upphafi: 2294280

Annað

  • Innlit í dag: 319
  • Innlit sl. viku: 2486
  • Gestir í dag: 312
  • IP-tölur í dag: 303

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband