Leita í fréttum mbl.is

Að snúa hlutum á haus.

Formaður Moderata Samlingspartiet(mið-hægriflokkur) leggur áherslu á að Svíar taki kjarnorkuver í notkun að nýju. Það mátti sósíalistinn forsætisráðherra ekki heyra og staðhæfði, að þá væri samstaða Evrópu rofin og þetta væri í þágu Pútín. 

Þarna var hlutum gjörsamlega snúið á haus. Það eru augljósir hagsmunir Svía að vera sjálfum sér nógir í orkumálum og þurfa ekki að leita á náðir Rússa til að fólk geti hitað heimili sín, kveikt á ljósaperum eða ekið rafmagnsbílum. Grænu lausnirnar og vindmyllurnar eru aumur valkostur þegar allt kemur til alls.

Í ræðu á Alsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna 2018 sagði Donald Trump þá Bandaríkjaforseti, að Þjóðverjar yrðu algerlega háðir Rússum með orkuöflun ef þeir héldu svona áfram. Þá var ekki brugðist við og sagt þetta er bara Trump af "framsýnu" stjórnmálaelítunni í Evrópu.

Svíar væru heldur betur í betri stöðu ef þeir hefðu hlustað á Trump og brugðist við í stað þess eins og sænski forsætisráðherrann gerði að stinga höfðinu í sandinn eins og strútur og færa Pútín öll trompspilin í hendurnar. Vonandi hafna sænskir kjósendur þessum sósíalska ruglanda í kosningunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 70% raforkunotkunar Svía koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum og um 30% frá kjarnorkuverum.

Og um 80% af raforkunotkun Austurríkismanna og tæplega helmingur raforkunotkunar Þjóðverja kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Tæplega 70% af raforkunotkun Dana kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og árið 2020 komu að meðaltali 37,5% af raforkunotkuninni í Evrópusambandsríkjunum frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Kjarnorkuver eru bæði í Svíþjóð og Þýskalandi, svo og í Frakklandi, á Spáni, í Hollandi, Belgíu, Finnlandi, Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Slóveníu, Rúmeníu og Búlgaríu.

Og einnig í Bretlandi og Sviss, sem ekki eru í Evrópusambandinu.

Í Frakklandi koma um 70% af raforkunotkuninni frá kjarnorkuverum, í Ungverjalandi og Slóvakíu um 50%, í Finnlandi um 34%, í Belgíu, Tékklandi, Slóveníu og Búlgaríu um 40% en á Spáni og í Rúmeníu um 20%.

Nuclear Power in the European Union - March 2022

"As of 2019, nuclear energy accounted for 26 percent of the electricity generated in the European Union, compared with 19 percent for natural gas, 17 percent for coal, 13 percent for wind, 12 percent for hydro, 5 percent for biofuels, and 4 percent for solar."


Vindorka, vatnsorka og sólarorka var því samtals 29% af raforkuframleiðslunni í Evrópusambandinu árið 2019 og vindorkan var þá orðin meiri en vatnsorkan.

"Renewable energy sources include wind power, solar power (thermal, photovoltaic and concentrated), hydro power, tidal power, geothermal energy, ambient heat captured by heat pumps, biofuels and the renewable part of waste."

4.9.2022 (síðastliðinn sunnudag):

"Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að ekki standi til að taka lán til að fjármagna þessar aðgerðir. Það verði að hluta til gert með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem hafa sýnt verulegan hagnað að undanförnu vegna hækkandi orkuverðs."

Þýsk stjórnvöld kynntu 65 milljarða evra efnahagsáætlun

6.9.2022 (í fyrradag):


Closure of Last Two German Nuclear Power Plants Postponed

Orkufyrirtæki eru í mörgum tilfellum í opinberri eigu í Evrópusambandsríkjunum, rétt eins og hér á Íslandi, og græða nú á tá og fingri með hækkandi orkuverði.


30.8.2022:

Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili - Um 19 milljarða króna hagnaður á fyrri hluta ársins

Evrópusambandsríki hafa því skattlagt orkufyrirtæki sérstaklega vegna hækkunar orkuverðs, þannig að greiðendur orkureikninganna fá endurgreiddan stóran hluta af orkuverðinu.


Og það á einnig við um Bretland, þar sem Íhaldsflokkurinn er nú við stjórnvölinn.

Noregur er á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Þýskaland og getur einnig lagt á sérstakan skatt á orkufyrirtæki til að endurgreiða raforkukaupendum stóran hluta af raforkuverðinu.

Verð á bensíni á bensínstöðvum í Noregi er hins vegar með því hæsta í heiminum, hvort sem þar er hægristjórn eða vinstristjórn, enda þótt Noregur sé níunda stærsta olíuútflutningsríki heimsins.

4.9.2022 (síðastliðinn sunnudag):

"Norska orkufyrirtækið Equinor sér fram á methagnað á þriðja og fjórða ársfjórðungi í ljósi hækkandi orkuverðs. Hagnaðinum verður varið í skynsamlegar fjárfestingar.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Teodor Sveen-Nilsen, sérfræðingi fjárfestingabankans Sparebank1 Markets, að hagnaðurinn verði allt að 70 milljarðar dollara á seinni hluta ársins, jafnvirði um tíu þúsund milljarða íslenskra króna."

"Sveen-Nilsen segir Equinor geta nýtt hagnaðinn til að komast nær markmiðum sínum um að bæta 12-16 gígavöttum af endurnýjanlegum orkugjöfum við forðabúr sitt fyrir árið 2030."

Methagnaður orkufyrirtækis í Noregi vegna verðhækkana

26.8.2022:


"The Hungarian National Atomic Energy Authority has granted an important milestone for the construction permit for the expansion of the Paks nuclear power plant, which means that the actual construction phase can begin and the new units can be operational by 2030."

Í Ungverjalandi búa um 9,7 milljónir manna og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur mikla trú á sólarorkunni, eins og kjarnorkunni.

6.9.2022 (í fyrradag):

Residential solar tender brought forward for Hungarian families - The first round of the call was met with a record number of over 43 thousand applications

Og verð á orku er misjafnlega hátt í Evrópusambandsríkjunum, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki.


Fuel prices in Europe in August 2022

Undirritaður notar ekki meira gas og rafmagn en eðlilegt þykir í hundrað fermetra og fjögurra herberja íbúð með fjögurra metra lofthæð í miðborg Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.


Þar af leiðandi greiði ég einungis 2,800 forintur, nú jafnvirði eitt þúsund íslenskra króna, á mánuði fyrir bæði gas og rafmagn.

Og orkureikningurinn mun ekkert hækka næsta árið.

Það eru nú öll ósköpin og þessi upphæð er heldur ekki há fyrir Ungverja.

Þorsteinn Briem, 8.9.2022 kl. 13:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kjarnorkuver?Nei það vill forsætisráðherrann ekki,þótt sá valkostur virkaði sá betri af þeim sem kemur til greina,lætur sem sem Rússar finndu til sín sem sigurverar.Hvað með hans eigin þjóð,mundu vindmyllur ekki virka eins í texta Abba;"No more ace to play"

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2022 kl. 18:36

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sammála þér.  Fremsta skylda stjórnmálamanna, þegar kemur að orkumálunum, er að tryggja orkuöryggi, eins og hægt er, og önnur skylda er síðan að semja leikreglur, sem tryggir lægsta mögulega verð.  Stjórnmálamenn Evrópu hafa brugðizt þessum hlutverkum sínum.  Á Íslandi vantar græna orku, og stendur það hagkerfinu fyrir þrifum.  Ef svo heldur fram sem horfir hér, mun raforkuverðið rjúka upp.  Tafir á veitingu framkvæmdaleyfa eru á ábyrgð stjórnmálamanna.  Þeir hafa innleitt hér leikreglur, sem leiða ekki til neins, nema stöðnunar.  

Bjarni Jónsson, 9.9.2022 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2022
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 682
  • Sl. viku: 1518
  • Frá upphafi: 1954134

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1399
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband