Leita í fréttum mbl.is

Kominn tími til að breyta.

Fáir hefðu trúað því,að forsætisráðherraskipti í Bretlandi mundu leiða til mikilla pólitískra breytinga. Sami flokkur, annað fólk.

Forsætisráðherran, Liz Trusss ætlar að stjórna á hugmyndafræðilegum forsendum hægri manna. Þó Íhaldsflokkurinn hafi verið í ríkisstjórn síðustu 10 ár, þá hefur ríkisbáknið þanist út og skattheimta aukist. Til hvers var þá barist?

Það verður að breyta þessu segir Liz Truss og fjármálaráðherra hennar Kwasi Kwarteng og fylgja loforðum og stefnumálum, hægri manna um að draga úr umsvifum ríkisins og lækka skatta.

Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp sitt í síðustu viku og þar komu fram breytingar sem miða við að auka samkeppni í þjóðfélaginu, laða að alþjóðlega fjárfestingu m.a. með skattalækkunum. Stefnt er að auknum hagvexti með því að gefa borgurunum tækifæri til að nota peningana sína sjálfir í auknum mæli í staðinn fyrir að ríkið ráðskist með þá í allskonar millifærslum og gæluverkefnum.

Mikið hefði verið ánægjulegt, að sjá samskonar stefnumótun hér á landi varðandi báknið og fjárlagafrumvarpið. 

Það þarf að lækka skatta hér og megra ríkisbáknið, þók ekki væri til annars en að fólk hefði aukna möguleika til fjárfestinga t.d. í íbúðarhúsnæði.

Er ekki löngu tímabært að lækka tekjuskatt, tryggingargjald, fjármagnstekjuskatt og hætta að vaða í aldraða og öryrkja með því að skattleggja lágmarkstekjur sem og sparnað eldri borgara sbr.séreignarlífeyrissparnað. 

Ísland þarf á því að halda ekki síður en Bretland, að vikið sé af leið vinstri manna um upptöku fjármuna einstaklinga, gegndarlausra millifærslna og sívaxandi ríkisbákns þar sem meir en helmingur vinnuaflsins vinnur nú orðið hjá hinu opinbera. Það getur aldrei gengið. 

Það er löngu tímabært að fara í markvissa stefnumótun til að draga úr ríkisbákninu og ofurskattheimtunni á stjórnmálalegum forsendum í stað þess að láta möppudýrin í stjórnarráðinu, ein, ráða ferðinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo furðulegt hvernig tekist hefur að sannfæra fólk um að það sé betra að þjóðfélagið samanstandi af öflugu ríkisbákni og veikluðum einstaklingum þar sem flestir eru á einhvers konar bótum  heldur en öfugt. Lífeyrissjóðirnir sem taka sparifé landsmanna með valdi er skýrt dæmi um opinbert ofbeldi sem eykst með hverjum deginum. The unthinking mass lætur ekki að sér hæða.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 26.9.2022 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1194
  • Sl. sólarhring: 1195
  • Sl. viku: 1608
  • Frá upphafi: 2292984

Annað

  • Innlit í dag: 1084
  • Innlit sl. viku: 1456
  • Gestir í dag: 1031
  • IP-tölur í dag: 1007

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband