Leita í fréttum mbl.is

Lindarhvoll og leyndarhyggja

Fjármálaráđuneytiđ stofnađi félagiđ Lindarhvol. Verkefni ţess var ađ hafa umsjá međ sölu á eignum sem féllu til ríkisins viđ hruniđ. Eignir föllnu bankanna runnu til Lindarhvols, sem átti ađ hámarka verđ ţeirra. Lindarhvoll er fyrirtćki í almannaeigu til ađ gćta hagsmuna fólksins í landinu. 

Mikil leynd hefur hvílt yfir starfsemi Lindarhvols, sem er ađ sumu leyti eđlileg í ákveđin tíma, en langvarandi leynd um starfsemina er hinsvegar ekki ásćttanleg. 

Sigurđur Ţórđarson fyrrum ríkisendurskođandi var fenginn til ađ gera skýrslu um Lindarhvol. Nú mörgum árum eftir ađ skýrslan var afhent Alţingi og fjármálaráđuneyti, hefur hún ekki fengist birt. Sjálfur furđar Sigurđur Ţórđarson sig á ţví.

Skýrslu Sigurđar Ţórđarsonar á ađ birta ţegar í stađ. Sú afsökun forseta Alţingis ađ máliđ sé ekki fullrćtt í forsćtisnefnd Alţingis stenst ekki og er aumlegt yfirklór yfir eitthvađ sem almenningur á rétt á ađ vita hvađ er.

Komiđ hefur fram ađ fjallađ sé um mikilvćg atriđi í skýrslu Sigurđar. Mikilvćgt er ţví,ađ skýrsla hans sé birt sem fyrst. Einkum og sér í lagi ţar sem óeđlilegur draugagangur virđist vera í kringum starfsemi Lindarhvols, sbr. ađ í nýlegum réttarhöldum, ţar sem lögmađur ríkisins í málinu og ađalmađur í Lindarhvoli á sama tíma bođađi stjórnarfólk sameiginlega á vitnafund fyrir ţinghald í dómsmálinu  ţ.á.m. dómara viđ Hćstarétt Íslands,sem Hćstiréttur verđur ađ gaumgćfa hvort hafi gert sig vanhćfa til setu í ćđsta dómi landsins vegna ţess. 

Viđ ungir Sjálfstćđismenn höfđum og höfum sem vígorđ "gjör rétt, ţol ei órétt." Nú ríđur á ađ Birgir Ármannsson og Bjarni Benediktsson verđi trúir ţessu kjörorđi okkar og hlutist til um ţađ ađ skýrsla Sigurđar Ţórđarsonar um Lindarhvol verđi gerđ opinber ţegar í stađ og skipuđ  rannsóknarnefnd til ađ fjalla um starfsemi félagsins frá upphafi til dagsins í dag og niđurstöđurnar birtar ţegar rannsóknarnefndin lýkur störfum. 

Ţetta er félag stofnađ af fjármálaráđuneytinu í almannaţágu og.  almenningur á ţví á rétt á ađ fá allar upplýsingar um starfsemi félagsins jafnt góđar sem slćmar.

Sé eitthvađ slćmt í farteskinu verđa ţeir sem ábyrgđ bera ađ axla hana, en Sjálfstćđisflokkurinn má ekki vera málssvari leyndarhyggju, vondrar stjórnsýslu og einhvers e.t.v. ţađan af verra. Sjálfstćđisflokkurinn má aldrei koma í veg fyrir ađ mál sem eiga erindi til almennings í lýđrćđisríki verđi falin fyrir fólkinu í landinu.   Málefni Lindarhvols á varđa svo sannarlega almenning. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 1691
  • Frá upphafi: 2291581

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1518
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband