Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunir launafólks og neytenda að kanna ESB aðild

Það eru tvímælalausir hagsmunir fyrir launafólk og neytendur að aðild að ESB verði könnuð. Við búum hvort sem okkur líkar það betur eða verr í mesta okurþjóðfélagi í Evrópu. Maturinn er dýrastur, lánin eru dýrust og lyfin eru dýrust svo fátt eitt sé nefnt. Líkur eru á að þetta mundi lagast með ESB aðild.

Hinsvegar geta komið til aðrir hagsmunir sem gætu vegið þyngra. M.a. erum við með galið fiskveiðistjórunarkerfi sem þyrfti að gera grundvallarbreytingar á áður en kæmi til viðræðna um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu.

Ég tel að það sé nauðsynlegt að kanna kosti og galla aðildar. Annað er algjört ábyrgðarleysi ríkisstjórnar. Það yrði síðan að vera kalt mat þegar allar staðreyndir liggja fyrir hvort það þjóni hagsmunum Íslands að ganga í bandalagið og þá með hvaða skilyrðum.


mbl.is Mikilvægt að kannað verði hvort ESB og evra þjóni hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Auðvita eiga íslendingar að skoða málið. Vandinn er bara sá að það sem við reiknum út sem gott í dag en kannski það versta mögulega á morgun.

Vilhelmina af Ugglas, 5.10.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Er þetta stefna Frjálslynda flokksins, Jón? Ekki er langt síðan varaformaðurinn þinn sagði í blaðaviðtali að Evrópusambandsaðild væri ekki tímabær að hans mati.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 21:48

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er búið svo oft að ræða, skoða og kanna öll þessi Evrópumál,
að kostir og gallar liggja ljósir fyrir. Afstaðan og svarið verður
hins vegar ætíð bundið pólitisku- og tilfinningalegu mati hvers og
eins. Af minni hálfu tel ég gallana langt umfram kostina. Það er
hárrétt sem þú nefnir Jón, að eitt af grundvallaratriðunum til að
hægt sé að ræða aðild Íslands að ESB er afnám kvótaframsalsins.
Alveg furðulegt að t.d kratanir, helstu stuðningsmenn aðildar að ESB, skuli ekki vilja viðurkenna það eða gera sér grein fyrir því.
Stór-furðulegt. Nema að þeim sé fjandans sama um að kvótinn
fari á erlendan uppboðsmarkað  innan ESB og virðisaukinn af
honum þar með. Krötum er trúandi til alls!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2007 kl. 21:55

4 identicon

Sælir !

Jón !  Hvaða uppgjafatónn, er kominn í þig ? Við þekkjum hugtakið Þjóðnýtingu, hverri beita mætti; yrði kollsteypa fyrirsjánleg, hérlendis. Og mætti beita fyrr; á ýmsum sviðum. Frjálshyggju  fárið hefir jú, víða skilið eftir sviðna jörð, sem dæmin sanna. 

Hygg; að við ættum að muna ártölin 1262 - 1944, svona til að hressa upp á minnið !

Líklegast; augnabliks svartsýniskast, hjá þér, að nokkru.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 02:24

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Smmála þér Jón.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 6.10.2007 kl. 09:36

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Rökin fyrir aðild að ESB halda ekki. Matarverðið er okkur sjálfum að kenna með ofurtollum og vernd gamla bændasamfélagsins. Lánin og lyfjaverðið þyrfti ekki að vera dýrast ef samkeppniseftirliti er gefið eitthvert vægi og afl. Það ættir þú að þekkja sem neytendafrömuður.

Hvernig dettur þér í hug að vilja verða aftur að nýlendu ESB með þá minnimáttarkennd að við séum ekki fær um að sjá um okkur sjálf? Jón, þú getur ekki með nokkru móti verið svona lítill í þér?

Óskar Helgi er með ártölin sem eiga að vera brennd í okkur. 1262 misstum við sjálfstæðið og 1944 fengum við það aftur. Í tæp 700 ár vorum við undir oki sem engum líkaði. Gefum sjálfstæði okkar meiri séns.

Þjóðin er ein af þeim best settu í heiminum og við eigum að geta staðið okkur enn betur ef við höfum rænu á því að færa stjórn samfélagsins til breyttra aðstæðna. Þá á ég við að spara milljarðatugi sem nú eru sett í vitleysu eins og rekstur dekurmála á borð við landbúnaðarstyrki, trúarbrögð, menningu, listir, varnarmál, utanríkismál og fleira sem má að stærstum hluta henda sem tímaskekkju. Síðan á að bjóða út allan kvóta, bæta heilbrigðis-, félagsmála-, mennta- og tryggingarkerfið og lækka svo skatta svo fólk geti sjálft ákveðið hvaða lista- og menningarstarfsemi það vill setja sitt sjálfsaflafé í.

Mér er alveg fyrirmunað að horfa upp á nýkjörna þingmenn ætla að sigla áfram í sama fornaldafarvegi og menn hafa gert alltof lengi á undan þeim. 

Haukur Nikulásson, 6.10.2007 kl. 11:40

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég gleymdi að koma því að að ég er sammála Guðmundi að aðild verður ekki vísindalega sönnuð með útreikningum. Þetta verður alltaf huglægt mat vegna þess að aðild gæti hentað sumum og öðrum ekki, hugnast sumum og öðrum ekki.

Haukur Nikulásson, 6.10.2007 kl. 11:44

8 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Jón og aðrir skrifarar, ég er sammála þér Jón, eitthvað þarf að gera.  Það er óþolandi að borga hæsta verð fyrir neysluvörur, dýrustu lánin, óheyrilega hátt lyfjaverð, svona má endalaust telja upp.  Sammála að allur kvóti á að fara á uppboðsmarkað.  Ef ESB aðild bætir kjör okkar íslendinga er æskilegt að sækja um aðild.  Nú vitum við að það tekur mörg ár að fá inngöngu í ESB, væri ekki skynsamlegt að sækja um aðild  strax og þegar allir kostir og gallar hafa verið vegnir, þá göngum við inn eða ekki.  Okrið á öllum sviðum þjóðfélagsins er óþolandi en getur verið  að eins og einn góður vinur okkar sagði" íslendingar eru heimskir upp til hópa því þeir láta bjóða sér hvað sem er". Legg ekki dóm á það.

Með bestu kveðjum,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 6.10.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 469
  • Sl. sólarhring: 686
  • Sl. viku: 2855
  • Frá upphafi: 2294406

Annað

  • Innlit í dag: 435
  • Innlit sl. viku: 2602
  • Gestir í dag: 419
  • IP-tölur í dag: 408

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband