Leita í fréttum mbl.is

Nýi meirihlutinn í Reykjavík stóðst fyrsta prófið.

Val Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarmanna á fulltrúum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur var gott. Hægt er að binda vonir við að nýi stjórnarformaðurinn Bryndís Hlöðversdóttir standi sig vel í starfi ólíkt fyrirrennurum hennar. Þá sýnir  val á Jóni Sigurðssyni fyrrum formanni Framsóknarflokksins og Ástráði Haraldssyni hrl. í stjórn Orkuveitunnar að því er ég best fæ séð vilja til að tekið verði til í spillingarfeninu sem hefur verið að gerjast mörg undanfarin ár í Orkuveitu Reykjavíkur.

Það er mikilvægt að fá allar upplýsingar upp á borðið varðandi Reykjavík Energy Invest og aðra umdeilda fjármálastarfsemi Orkuveitunnar.

Mikilvægast er samt að tryggja borgurunum eignarhald á náttúruauðlindunum hvort heldur Orkuveitu Reykjavíkur eða Hitaveitu Suðurnesja og gæta þess að fyrirtækið sinni vel þeirri grunnþjónustu sem Orkuveitunn er ætlað að sinna þ.e að selja borgurunum heitt og kalt vatn og rafmagn á sanngjörnu verði. Það skiptir mestu.

Önnur starfsemi á að vera í höndum annarra aðila. Orkuveitan á ekki að hætta peningum sínum og auðlindum í markaðsstarfsemi sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er nóg komið af slíku.


mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 39
  • Sl. sólarhring: 1200
  • Sl. viku: 5783
  • Frá upphafi: 2277534

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 5345
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband