Leita í fréttum mbl.is

Geðleysi Sjálfstæðismanna.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur löngum verið yfirlýsingaglaður og það hefur ekkert breyst þó hann settist í ráðherrastól og setti upp ráðherrabrosið sem ekki hefur farið af honum frá því ríkisstjórnin var mynduð.

Í bloggfærslu sinni um daginn uppnefndi iðnaðarráðherra Júlíus Vífil Ingvarsson borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með svo ósmekklegum hætti að eðlilegt væri að iðnaðarráðherra bæðist afsökunar á þeirri nafngift sem hann kaus að velja Júlíusi Vífli.

Nokkru áður sendi iðnaðarráðherra okkur Frjálslyndum tóninn undir heitinnu "afturbatapíkur" iðnaðarráðherra verður að eiga svona nafngiftir við eigin smekkleysu. Það er eitt en svo er annað að það er ekkert að marka það sem iðnaðarráðherra skrifar um stefnu okkar í Frjálslynda flokknum í innflytjendamálum. Iðnaðarráðherra heldur því fram að stefnu Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum hafi verið breytt en það er rangt.  Hann kýs hinsvegar og hefur kosið  að mistúlka stefnu okkar eins margt annað vinstra fólk.

 Kjarni stefnu Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum kemur fram í stjórnmálayfirlýsingu flokksins en þar segir iðnaðarráðherra til upplýsingar:

"Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin. Margt af þessu fólki mun dvelja langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðing og hjálp til að aðlagast íslensku samfélagi m.a. með íslenskukennslu. Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi."

Síðan segir:

"Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú sem samið  var um í EES samningnum varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES verði nýt t og innflutningur takmarkaður í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Yfirvöld verða á hverjum tíma að stjórn á því hvað margir innflytjendru koma til landsins."

Þetta er kjarninn í stefnu Frjálslynda flokksins í þessum málum og hefur ekkert breyst. Iðnaðarráðherra sá ástæðu til að snúa út úr við umræður um frumvarp Paul Nikolov sem hann talaði fyrir meðan ég var erlendis. Til að taka af öllu tvímæli þá var ég í meginatriðum sammála frumvarpi Paul Nikolov enda bað hann mig um að vera meðflutningsmann á frumvarpinu sem ég hefði verið hefði ég haft til þess aðstöðu að kynna mér það í þaula áður en ég fór af landi brott.

Þetta veit iðnaðarráðherra en kýs að halla réttu máli. Við Frjálslynd viljum takmarka aðflutning en gerum og höfum alltaf krafist þess að þeir sem eru í landinu njóti fullra mannréttinda. Iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson kýs frekar að veifa röngu tré en öngvu þegar svo hentar og það hentar honum yfirleitt.


mbl.is Gæti sín á stóryrðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Náðirðu aldrei að skrifa út frá fyrirsögninni Jón minn? Ég get tekið heilshugar undir það að fólk almennt á ekki að uppnefna aðra í ræðu eða riti. Þar verður að berja á bloggputta Össurar. En mér sýnist margir bloggarar (ekki þú) fullyrða ýmislegt um næturblogg Össurar. Hvað segja menn við því þegar Jóhanna félagsmálastýra er komin kl 5 í ráðuneytið á morgnana?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón er ástæðan ekki sú að Sjálfstæðismenn eru hræddir við að vera settir út úr ríkisstjórn og að Ingibjörg bjóði Steingrími og Guðna til samstarfs?

Sigurjón Þórðarson, 26.11.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Málið er að Samfylkingin er komin með yfir- og undirtökin í ríkisstjórninni. Hún er að ná kverkataki á Sjálfstæðisflokknum og hefur aldrei verið sterkari en nú.

Þökk sé Geir Haarde og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og öðrum í forystu Sjálfstæðisflokksins sem lögðu út í þá makalausu glæfraferð að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni og gáfu þessum undarlega vinstri bræðing þar með framhaldslíf að loknum alþingiskosningum sem tölulega séð voru katastrófa fyrir forystu Samfylkingarinnar.

Taflið snérist gersamlega við daginn sem Sjálfstæðisflokkurinn klúðraði meirihlutanum í Reykjavíkurborg. Síðan hefur Íhaldið verið á undanhaldi á öllum vígstöðvum og forystumenn þess lítt sýnilegir og farið að mestu með veggjum.

Magnús Þór Hafsteinsson, 26.11.2007 kl. 16:18

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Passi menn  nú allir bloggfingur sína - sama á hvaða tíma sólarhrings sem er.   Enginn skyldi heldur lasta þá sem árla ganga til verka - - og stundum hefur þótt réttlætanlegt í minni fjölskyldu að halda sig að langt fram yfir sólsetur eða miðnætti.   En það er ekki alveg sama að hverju menn starfa - svo seint og ofursnemma.

Benedikt Sigurðarson, 26.11.2007 kl. 20:01

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Magnús er nokkurn veginn með fingurinn á málinu

Jesú og fjölskylda hans eru afar niðurbarin þessa dagana ásamt aðdáendum sínum og þess sjást víða merkin ekki síst hjá kristilegum meira og minna fasískum hægriflokkum. Þetta bætist svo ofan á langvarandi taugaáfall téðra flokka vegna síkópatískrar hegðunar hefðbundins leiðtoga þeirra - sannkristins repúblikana í forsetastóli í BNA. Þegar fólk sér Geir og Þorgerði í sjónvarpinu fer það ósjálfrátt að hugsa um Bush og ósýnilega kallinn í himninum og talandi snákinn og Capacent er löngu búið að finna það út fyrir íhaldið. Þess vegna hefur það gufað upp.

Baldur Fjölnisson, 26.11.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt athugað Gísli að ég gleymdi að ljúka blogginu í samræmi við fyrirsögnina en geri það hér á eftir. Þó klukkan sé orðin það margt að segja megi að ég sé kominn árla til verka þá ætla ég ekki að gera Össur Skarphéðinsson að leiðtoga lífs míns hvorki hvað það varðar né nokkuð annað.

Jón Magnússon, 27.11.2007 kl. 00:29

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hvað er að gerast hjá Samfylkingunni sem gefur tilefni til þessara vangaveltna hjá ykkur ? Steinunn Valdís er að endubæta íslenskuna og er dottin mörg ár aftur í tímann í hugmyndafræði Kvennalistans. Ásta Ragnheiður vill fá að ráða auglýsingatíma sjónvarpsstöðvanna og láta auglýsendur axla ábyrgð á offituvandamáli barna. Möllerinn týndur ( ekki sakna ég hans) og Jóhanna hætt að sofa og mætt í vinnuna kl 5 á morgnana samkvæmt bloggfærslu hér að ofan. Hún er eina manneskjan sem er að vinna eitthvað sýnilegt. Björgvin Sigurðsson fjármálaráðherra er afar skemmtilegur í sínum draumórum um að hann breyti einhverju í fjármálaheiminum og það er bara gott mál og hann afar krúttlegur í sínu sakleysi. Ingibjörg Sólrún í útlöndum meira og minna að stunda samræðupólitík geri ég ráð fyrir og mun ausa miklum peningum í þróunaraðstoð og samvinnu þó mikilsmetandi fólk eins og Sigurður Guðmundsson landlæknir og hans kona Sigríður Snæbjörnsdóttir telji það nánast gagnslaust. Allt fyrir Öryggisráðið ;) Össur karlinn (hann virðist nú vera með flugþreytu gamli gallagripurinn J ) hann er farinn að öfundast út í Frjálslynda flokkinn útaf stefnumálum hans. Það hefur sem sagt tekið hann 10 mánuði að skilja annars einfalda stefnu FF í innflytjendamálum. Honum hefur sjálfum ekki enn tekist að finna leið til að efna eitt auðvirðulegasta kosningaloforð allra tíma´að mínu áliti þ,e, að afnema gjaldþrotamerkingar á einstaklinga sem verða gjaldþrota strax að búskiptum loknum. Það stóð auðvita aldrei til að efna það loforð en sumir segja hvað sem er til að komast á þing og horfa ekki um öxl þegar kemur að efnunum, sama hver er félagsmálaráðherra. Nei strákar... vanmetið ekki ljónið meðan það sefur ;)  kveðja Kolbrún 

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.11.2007 kl. 16:48

8 identicon

Kolbrún..Björgvin er viðskiptaráðherra (viðskptaráður)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:23

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já það er rétt hjá þér Gísli. Ég vona að Árni Matt fyrirgefi mér vitleysuna. Samsláttur Gísli minn ekkert annað. Svo átti að vera broskarl í sviganum hjá Össuri en breyttist í J ( þetta er ekki stytting á Jólasveinn bara mistök) Tek öllum leiðbeiningum fagnandi frá þér. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.11.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 359
  • Sl. sólarhring: 725
  • Sl. viku: 2745
  • Frá upphafi: 2294296

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 2502
  • Gestir í dag: 328
  • IP-tölur í dag: 319

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband