Leita í fréttum mbl.is

Guðni fer á kostum.

Ég lauk í nótt við að lesa bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar um Guðna Ágústsson "Guðni af lífi og sál" Bókin er skemmtileg og fróðleg eins og söguhetjan.  Ég hefði samt kosið að Guðni hefði í bókinni fjallað meira um framtíðina í stjórnmálum landsins. En það kemur e.t.v. í næstu bók. En bókin er skemmtileg og hægt að mæla með henni.

Sá stíll Guðna að leggja almennt gott til samferðafólks síns er góður. Samt sem áður verður vart við ákveðinn brodd í garð ákveðinna einstaklinga þá helst samflokksmanna hans núverandi og fyrrverandi. Það sem kom mér mest á óvart í bókinni var umfjöllun Guðna um þá ákvörðun að Ísland var sett á lista yfir hinar viljugu þjóðir sem studdu Bandaríkjamenn í innrásinni í Írak. Samkvæmt því liggur fyrir að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson bera einir sök á þeirri ákvörðun en stjórnmálaflokkar þeirra einnig meðan þeir harma ekki þá ákvörðun og fordæma innrásina.

Þá verð ég að viðurkenna það að ég hafði ekki áttað mig á því hvað djúpstæður ágreiningur var á milli Guðna og Halldórs Ásgrímssonar.  Hitt vantar í bókina en það er hugleiðingar eða frásögn af því af hverju Halldór Ásgrímsson sagði af sér svo snarlega sem um var að ræða. Það var mjög sérstakt þó ekki sé meira sagt en í bókina vantar kaflann um það hvað réði þessari skyndilegu afsögn Halldórs.

Ef til vill kemur það í næstu bók


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég hef ekki enn lesið bókina en mun gera það. Hins vegar verða Guðni og Sigmundur Ernir hér á Akranesi nú á miðvikudagskvöld og lesa upp úr bókinni. Það verður örugglega stórgaman.

Viðburðurinn verður í kaffihúsinu Skrúðgarðinum við Kirkjubraut og það hefst klukkan 20:30.

Drífðu þig nú endilega upp á þínar æskuslóðir hér á Skipaskaga og eigðu með okkur skemmtilega kvöldstund. Það eru allir velkomnir.

Þú getur eflaust spurt Guðna þeirra spurninga sem þú fékkst ekki svar við þegar þú last bókina.

Magnús Þór Hafsteinsson, 3.12.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég á enn eftir að lesa Guðna en ég hitti kappann í Kolaportinu um helgina þar sem að félagi minn Valgeir Sigurðsson vatt sér að formanni Framsóknarflokksins og spurði hann hvers vegna það væri ekki eitt orð í bókinni um sjávarútvegsmál og kvótakerfið?

Guðni svaraði af bragði: Það verður í næstu bók - næstu bók.

Það er aldrei að vita nema þá að ég spari mér lestur á þessari og bíði eftir þeirri næstu.

Sigurjón Þórðarson, 3.12.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Kann það að vera að annar stjórnmálamaður í öðrum flokki hafi verið fyrirmynd Halldórs um skyndilegt brotthvarf úr stjórnmálum?

Gústaf Níelsson, 10.12.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1022
  • Sl. sólarhring: 1036
  • Sl. viku: 1436
  • Frá upphafi: 2292812

Annað

  • Innlit í dag: 924
  • Innlit sl. viku: 1296
  • Gestir í dag: 880
  • IP-tölur í dag: 861

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband