Leita í fréttum mbl.is

Björn Ingi hættir í borgarstjórn.

Vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku var Björn Ingi Hrafnsson enn ein af helstu vonarstjörnum Framsóknarflokksins, vaskur og vakandi. Að vísu nokkuð laskaður eftir slit fyrsta meirihluta í Reykjavík. Um síðustu helgi sendi fyrrum vinur hans Guðjón Ólafur Jónsson hrl. fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins Birni óblíðar kveðjur og tók fram í Silfri Egils að hann væri með mörg hnífasett í bakinu eftir þennan mann. Hnífasettin urðu þó minna til umræðu en fatakaup borgarfulltrúans og fyrrverandi tilvonandi formanns Framsóknarflokksins.

Síðan brestur sá meirihluti sem Björn Ingi stóð að því að mynda og það er því skiljanlegt að hann telji ekki ástæðu til að baka sér aukin leiðindi og persónulega erfiðleika með því að taka áfram þátt í alvöruleikhúsi Daríó Fó við Tjörnina í Reykjavík. Þannig að í upphafi þriðja þáttar leikritsins "Vanhæf borgarstjórn" yfirgefur örlagavaldurinn mikli leikritið bæði sem leikandi og handritshöfundur.

Björn Ingi Hrafnsson er um margt eftirtektarverður ungur maður. Hann er firna sterkur pólitískur málflutningsmaður en hefur e.t.v .ekki nýst góð greind og sterk framkomu í fjölmiðlum vegna þess að hugsjónalegt bakland kann að hafa vantað. En hann er ekki sá eini sem þannig er komið fyrir. Þess vegna er pólitíkin á Íslandi jafn tilviljunakennd og ruglingsleg eins og hún er.

Ég var verulega ósáttur við Björn Inga á sínum tíma fyrir það með hvaða hætti hann sprengdi fyrsta meirihlutann í borginni. Síðan hafa komið aðrir leikendur sem hafa tekið honum fram á flestum sviðum í leikrænum brellum. En nú hverfur Björn Ingi úr þessum sorglega gleðileik við Tjörnina og Óskar Bergsson varamaður hann sem ég þekki ekki nema af öllu góðu tekur við sæti hans. Fróðlegt verður að sjá hvort það verður til þess að myndaður verði enn nýr meirihluti í borginni þegar fram í sækir. 

Hvað sem því líður þá vil ég persónulega þakka Birni Inga Hrafnssyni góða viðkynningu og ætla að hann hafi ekki skilið alveg við pólitíkina þó hann hverfi frá við þessar aðstæður sem ég skil satt að segja mætavel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Það er sannarlega ekki skortur á uppsetningum á leiksýningum þessa dagana he he...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.1.2008 kl. 02:21

2 identicon

Þessu var ég búin að spá og skrifa um á ýmsum bloggum hér,og mín spá um áframhald er sú að Björn Ingi fari til einhverskonar samstarfs er við kemur  honum Finni Ingólfssyni.Blessaður Björn Ingi karlinn þarf að fara að finna sig,hann finnur sig hjá Finni.

jensen (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:40

3 identicon

Hann snýr aftur líkt og Gunnar og Tricky Dick.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 149
  • Sl. sólarhring: 1209
  • Sl. viku: 5893
  • Frá upphafi: 2277644

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 5451
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband