Leita í fréttum mbl.is

Er til verri umsögn?

Ég var að taka til á borðinu á skrifstofunni minni og forgangsraða eins og það heitir og koma dagatalinu mínu í eðlilegt horf. Dagatalið er "Shakespeare´s insults"  Þá rakst ég á tileinkun laugardagsins síðasta sem mér finnst með betri skammaryrðum sem ég hef heyrt.  Spurning hvort hún gæti átt við ríkisstjórnina? 

"He´s a most notable coward, an infinite and ednless liar, an hourly promise breaker, the owner of no one good quality."   (All´s well that ends well 3.6,9-11) :

Nei annars þetta er jafnvel of slæmt til að geta átt við um ríkisstjórnina þó hún geti átt þetta að hluta.  Vill einhver reyna að þýða þetta með kjarnyrtari hætti en Helgi Hálfdánarson hefur vafalaust þegar gert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur mér sífellt á óvart hvað menn sem að vinna á sama starfsvettvangi með sama almenna markmið geti verið gríðarlegir andstæðingar. Því þykir mér þetta frekar illa sagt um þann hóp fólks sem að hefur helgað starfi sínu velferð þjóðarinnar (líkt og þú sjálfur) og uppskorið meira traust en sá flokkur sem þú starfar í (eins og kosningar sýndu), ekki það að ég hafi neitt út á F-listann að setja.

Er þetta annars ódýrt skot út í loftið eða er þetta byggt á tilsettu atviki/atvikum? 

Kveðja. 

Jakob (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

já mér finnst þetta alveg eiga við stjórnlausa vonlausa ríkistjórn sem lofaði glás en stendur ekki við neitt...eða gera þeir það ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.4.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Halla Rut

Hann er allra manna ragastur, lygar hans hafa engin takmörk, öll sín heiti svíkur sömu stundar; engra kosta gæddur.

Gleðilegt sumar Jón. 

Halla Rut , 26.4.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Splish Splash Splosh! Halla reddar oss!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 01:35

5 Smámynd: Jón Magnússon

Já þetta er flott hjá Höllu.

Jakob mér fannst þetta vel alveg frábær tilvitnun. En ég var ekki að beina henni að neinum og tók meira að segja fram að þetta væri of slæmt til að eiga við um ríkisstjórnina.

Jón Magnússon, 26.4.2008 kl. 10:56

6 identicon

Kanski þetta eigi við F listann,

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 400
  • Sl. sólarhring: 1006
  • Sl. viku: 6144
  • Frá upphafi: 2277895

Annað

  • Innlit í dag: 374
  • Innlit sl. viku: 5680
  • Gestir í dag: 366
  • IP-tölur í dag: 358

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband