Leita í fréttum mbl.is

Eða dollar?

Einhver sagði að þegar stjórnmálamenn vildu drepa málum á dreif og komast hjá að taka ákvarðanir þá notuðu þeir hið mikilvæga orð "eða". 

Geir H. Haarde fór þannig að þegar í spurningu lá hvort taka ætti upp Evru að þá sagði hann, eða dollar eða norsku krónuna eða sænsku krónuna eða svissneska frankann.  Af hverju ekki Evruna?

Viðskipti okkar við Bandaríkin eru 5.3% af útflutningi og 13.5% af innflutningi árið 2007. Viðskipti Íslands við EES svæðið eru 78.4% af útflutningi og 64.6% af innflutningi. Evrutengd viðskipti okkar  eru um 60%.  Hvaða glóra er þá í því að tala um dollar eða þá svissneska frankann þar sem viðskipti eru milli 1 og 2% í inn- og útflutningi.

Skiptir ekki mestu máli ef taka á upp eða tengjast öðrum gjaldmiðli að það sé gjaldmiðill sem skiptir miklu máli í viðskiptum við landið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Inngangs í evrópusambandið er vel hugsanleg en til þess að við sættum okkur við auðlindamálin þyrfti að breyta Rómarsáttmálanum Þetta er vel hugsanlegt og hefur verið gert nokkrum sinnum.Aðildaviðræður gætu gengið hratt fyrir sig. Við skulum þó hafa í huga að þjóðríkin eiga all langt í land með að uppfylla mörg frelsisskilyrði Lissabon sáttmálns. Jafnvel þjóðverjar sem ráða miklu í sambandinu eru alls ekki á boltanum. Geir og sjálfstæðisflokkurinn er að skaða okkur að takast ekki á við þetta verkefni.

Björgvin

Björgvin Víglundsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Jón

Eru viss ?

GBP er ekki tengt EUR

SEK er ekki tengt EUR

NOK er ekki tengt EUR

Nánar: 70% della?

Samkvæmt þessu þá fer 38% af útflutningi Íslands fram í dollurum

og aðeins 26% af honum fer fram í evrum

Þarna eru ekki talin með:

1) gjaldeyrisviðskipti

2) skuldabréfaviðskipti

3) hlutabréfaviðskipti

En höfuðstöðvar verðbréfaviðskipta í heiminum eru í Bandaríkjunum og höfuðstöðvar gjaldeyrisviðskipta eru í Bretlandi

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2008 kl. 17:18

3 identicon

1) Viðskipti við Bandaríkin og viðskipi í dollurum eru tveir ólíkir hlutir. Utanríkisviðskipti okkar í dollurum eru mun meiri en viðskipti við Bandaríkin.

2) Það eru ekki nálægt því öll viðskipti okkar við EES svæðið í Evrum. Þar koma t.d inn sterlingspund, norskar krónur, svissneskir frankar og dálítið af dollurum (!).

Við þetta má bæta að það er ekkert sem segir að ýmis utanríkisviðskipti sem við eigu núna í evrum þurfi að vera það frekar en í dollurum eða annarri alþjóðlegri mynt.

Það segir nokkuð um þann málflutning sem þingmaðurinn reynir að verja að hann þurfi að grípa til svo langsóttrar talnaleikfimi. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hans þetta er ekki talnaleikfimi heldur vísað í upplýsingar Hagstofunnar um utanríkisviðskipti.  Þér til upplýsingar þá er Sviss ekki í EES. Þegar ég vísa annars vegar til viðskipta við EES og síðan Evrutengd viðskipti þá var ég búinn að draga frá Pund og Norska krónu.

Það sem skiptir almenning og fyrirtæki máli er að vera með samanburðarhæfa mynt og þá eru það vöruviðskiptin sem skipta mestu máli.

Jón Magnússon, 30.6.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Jón Magnússon

Björgvin ég vísa til þess sem ég svara Hans og það er alveg rétt hjá þér að þær myntir sem þú vísar til eru ekki Evru myntir þó e.t.v. með spurningu um sænsku krónuna enda var ráð fyrir því gert þegar ég tók þetta saman.

Það er til að rugla umræðuna að tala um verðbréfaviðkipti. Það sem máli skiptir varðandi gjaldmiðla er vöruverð vegna fólks og framleiðslugreina.

Jón Magnússon, 30.6.2008 kl. 18:45

6 identicon

Viðskipti geta vel farið fram í frönkum þótt þau séu ekki við Svisslendinga, rétt eins og ýmis viðskipti fara fram í dollurum þótt þau séu ekki við Bandaríkjamenn.

Samkvæmt vef hagstofunnar eru 25,9% af útflutningi og 41,9% af innflutningi í evrum. Hvernig þú færð það út að 60% af utanríkisviðskiptunum séu í evrum, skil ég ekki, nema þá að "evrutengd viðskipti" merki eitthvað annað en viðskipti í evrum. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:07

7 identicon

Byrjun á frétt á mbl.is  
Tækni & vísindi | AP | 30.6.2008 | 20:41

Vaxandi hamingja í heiminum

,,Þrátt fyrir að nú harðni á dalnum hefur hamingja farið vaxandi í heiminum undanfarin ár, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Danir eru samkvæmt henni þjóða hamingjusamastir, en óhamingjan en mest í Zimbabwe.''

Er ekki ráð að taka upp dönsku krónunna sem okkar gjaldmiðil að nýju því eftir því sem ég best veit eru Íslendingar miðað við höfðatölu stærrsta þjóðin sem versli við Dani. Því ætti okkur að vera hæg heimatökin. Það sem Daninn hefur alltaf fram yfir okkur að láta ekki egóið þvælast fyrir hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur. Lærum að brosa eða fáum leiðbeiningar frá Dönum til að geta brosað af lífinu. Það hefur ekki breyst eins mikið gáfnafarið og við höldum. Mörg sú speki í stærðfræði sem kennd er í dag var fundin upp 500 árum fyrir krist t.d. hornafræði.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:30

8 Smámynd: Atli Hermannsson.

Baldvin, þú gætir líka bent Geir Haarde á færeysku krónuna sem er beintengd við evruna í gegnum þá dönsku. En einhverra hluta vegna geta Færeyingar verið með ígildi evru... þeir eru ekki svo frábrugðnir okkur - allavega líkari en olíuríkið Noregur.

En er ekki líklegt að þau viðskipti sem við höfum í dag við hin Norðurlöndin og Bretland færist einnig yfir í evru ef við tækjum hana upp? Og í framhaldinu einnig viðskipti við Kína og Japan svo dæmi sé tekið. Yrði evran ekki ríkjandi og aðeins olía og ál stæðu eftir það útaf borðinu í dollurum?  

Atli Hermannsson., 1.7.2008 kl. 01:19

9 identicon

Sæll Atli

Ég er hjartanlega sammála þér og finn hjá mér löngun að biðjast afsökunar því enga þjóð þekki ég sem ég ber jafn mikla virðingu fyrir og þeim Færeyingum frændum vorum. 

Kveðja,Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 22:19

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Færeyska krónan er dönsk króna. Danmarks Nationalbank gefur út færeyska krónu. Í raun er færeysk króna dönsk króna en með annari mynd á seðlum. Þær víxlast einn á móti einum og á að vera hægt að nota báðar myntir í hvoru landi. En það eru samt ekki margir Danir sem þekkja færeysku krónuna og því virkar þetta misjafnlega vel.

Dönsk króna er ekki "beintengd" við evru. Hún er sjálfstæð mynt, með sjálfstæðum stýrivöxtum sem þó yfirleitt eru þeir sömu, eða aðeins hærri, og hjá ECB. En danska krónan er hinsvegar í EMS II bandinu sem þýðir að gengi hennar má ekki sveiflast meira en +/- 2,25% gegn evru. Það hefur tekið Danmörku 25 ár að ná þessum gengisstöðugleika gagnvart evru og kostað mikinn svita og mörg tár sem sumum finnst ekki hafa verið alveg þess virði, því viðskiptin við útlönd hafa breyst mikið á þessum 25 árum og hlutverk landbúnaðarin hefur breyst.

Danska krónan, peningastjórn og ríkisfjármál er undirgefin öllum ECB skilyrðum og gegn því nýtur hún vissra neyðarþrautvarna frá ECB, ef á reynir. Ég efast þó um að ECB muni eyða of miklum kröftum til þrautvarna dönsku krónunnar. Svoleiðis hefur Danmarks Nationalbank undanfarið þurft að nota af gjaldeyrisforða sínum til að verja þetta þrönga EMS II band, og einnig þurft að taka sjálfstæðar stýrivaxtaákvarðanir. Þetta er semsagt gagnkvæm gengis-binding DKK og EUR

Svíar reyndu einhliða bindingu við EMS 1991. En til að verja það neyddust þeir til að hækka stýrivexti í 500% (fimm hundruð prósent) árið 1992, en þeir gáfust auðvitað upp og hafa ekki haft áhuga eða vilja til að enduraka þá geðveilu.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.7.2008 kl. 23:16

11 identicon

Heil og sæl Gunnar Rögvaldsson

Tölur og viðmiðanir eru undarleg ella í gær minnir mig vann KR leik sinn eitt núll í öðrum leik með öðrum liðum tapaði lið með einu núlli en fékk á sig tvö mörk. 10% lækkun af engu er hægt að boða og lofa í allar áttir. Með því ýmist að hafa tölugildi í krónum sem nær yfir stóran hóp er t.d. hægt að tala um að kjör einhvers hafi verið löguð og kostað ríkið fleiri milljónir. Samt gæti ríkið verið að bæta hag einstaklingsins aðeins um fáeinar krónur. Í grein þinni læðist sá grunur að mér að tölur eins og 23 hafi átt að vera 2-3, 2 til 3. Kannski má segja að það hafi munað mjóu en nógu aðrar upplýsingar í grein þinni má bera saman hjálagt copy sem ég fann á vefslóðinni www2.stjr.is þar má t.d. sjá að upphaf evrunnar  er 1. janúar 1999 en ekki tekin upp fyrir 25 árum.

,,Hinn 27. apríl voru samþykkt á Alþingi lög nr. 39 um áframhaldandi gildi samninga með tilkomu evrunnar. Í lögunum er fjallað um gildi samninga, skuldaskjala og annarra löggerninga í ekum og þeim Evrópumyntum sem verða hluti af Efnahags- og Myntbandalagi Evrópu þegar evran tekur gildi í ársbyrjun 1999. Með lögunum er stefnt að því að taka af allan vafa um að upptaka evrunnar muni ekki leiða til ógildingar samninga, skuldaskjala eða annarra löggerninga í ekum eða einstökum myntum aðildarríkja EMU.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:25

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Baldvin. Já, evra var sjósett sem mynt í umferð árið 1999. En löngu áður en það var hægt þurfti að samhæfa gengissveiflur og stýrivaxtastig allra þeirra landa sem voru með í EMS (European Monetray System) sem var forsenda fyrir því að eiga möguleika á að taka upp evru þegar hún var sjósett. Gengisskráning evru hófst því miklu fyrr, en þá var evra ekki mynt í umferð heldur reiknieining á pappír sem hér ECU (European Currency Unit).

Þann 1. janúar 1999 var evru sem mynt dreift í umferð. Á sama augnabliki varð ECU að EURO á genginu 1 á móti 1 og ECU hvarf sem hugtak á pappír og varð myntin EURO.

EMS (í Bretlandi oftast kallarð ERM) lifir enn og er danska krónan sem sagt tengt evru í gegnum EMS samvinnuna og er hún í ERM II bandinu sem er mun þrengra en EMS I bandið sem breska pundið var sprengt út úr árið 1992

ECU fæddist árið 1979.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.7.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1009
  • Sl. sólarhring: 1311
  • Sl. viku: 6654
  • Frá upphafi: 2277292

Annað

  • Innlit í dag: 946
  • Innlit sl. viku: 6184
  • Gestir í dag: 892
  • IP-tölur í dag: 868

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband