Leita í fréttum mbl.is

Góður fundur á Reyðarfirði

Frjálslyndir héldu góðan landsmálafund á Reyðarfirði í kvöld. Góð mæting var á fundinn og umræður fjörugar. Sigurjón Þórðarson ræddi um sjávarútvegsstefnuna og sýndi hvað mikil verðmæti fara í súginn með þeirri fiskveiðistjórnun sem við höfum. Ég var hinn frummælandinn á fundnum og ræddi m.a. um leiðir út úr núverandi vanda og vakti m.a. athygli á að stefnuleysi ríkisstjórnarinnar væri svo algjört að fréttamenn væru hættir að leita eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum en spyrðu þess í stað stjórnarandstöðuna um hvað væri til ráða.

Umræður voru fjörugar og fram komu ábendingar um óréttlæti kvótakerfisins sem blasir við íbúum þessa svæðis þar sem þeir sem fengu gjafakvótann hafa selt hann og lifa í vellystingum praktuglega í útlöndum en lífsbjörgin hefur verið tekin frá ýmsum. Þá komu fram skemmtileg sjónarmið og skoðanaskipti um atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og um aðhald að ríkisbákninu og fjölda annarra mála.

Út úr þrengingunum er spurning um að taka réttar ákvarðanir um hvert á að stefna til að viðhalda velmegun í landinu og koma í veg fyrir kreppu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Góðar kveðjur austur, og gaman að frétta af ykkur félögum á fundum.

Nauðsyn endurskoðunar fiskveiðistjórnunar brennur á fólkinu í landinu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.8.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt. Að sjálfsögðu brennur það á fólki sem horfir á lífsstarf sitt, lífsstíl og atvinnu lagða í rúst.

Jón Magnússon, 18.8.2008 kl. 08:09

3 Smámynd: Snorri Gestsson

Sæll Jón, hef það á tilfinningunni að umræðan um kvótann sé að deyja, kerfisfólkið sé að "hafaða" þarf ekki að gefa meira í umræðu og útfærslu ?

Snorri Gestsson, 18.8.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mig grunar að ungar konur hafi ekki verið margar á fundinum. Þó er það svo að ekkert byggðarlag á sér framtíð nema ungar konur sjái þar tækifæri fyrir sig sjálfar og börn sín.

Þess vegna ættuð þið að komast að því hvað ungu konurnar vilja, varla sjá þær sína framtíð við fiskvinnslu eða álbræðslu. 

Þóra Guðmundsdóttir, 18.8.2008 kl. 13:18

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gaman að frétta af ykkur félögum og ekki efa ég að þið komið fólki til að hugsa.

En hvað varðar þessa ábendingu hennar Þóru um ungu konurnar og hvað þær vilja, þá held ég að Þið Sigurjón ættuð ekki að eyða svo miklum tíma í það. Snúið ykkur bara að pólitíkinni í þetta skiptið. 

Árni Gunnarsson, 18.8.2008 kl. 16:23

6 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll, gangi ykkur allt í haginn við að útbreyða  boðskapinn, því ekki veitir af.

kv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 18.8.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Halla Rut

Árni: Þú klikkar aldrei.

Halla Rut , 18.8.2008 kl. 23:11

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Árni, það er allt í lagi fyrir þá að spyrja, ég á hins vegar ekki von á því að þeir geti uppfyllt óskir þeirra . Ungar konur í dag eiga sér mun háleitari markmið.

Þóra Guðmundsdóttir, 19.8.2008 kl. 00:52

9 identicon

Það er ekki nóg að segja að það þurfi að taka réttar ákvarðanir, þær verður einfaldlega að taka. Það er auðveldara að gagnrýna og skondið hvernig sumir menn eru góðir í því að segja hvað þurfi að gera en minna góðir í að framkvæma og koma með raunhæfar tillögur. Tek undir með Benóní: ,,Það dugar ekki að koma í jakkafötum á kajann..." 

Eitt er víst að ungu konurnar koma ekki á fundi með gömlum körlum.... já Þóra, þær hafa mun háleitari markmið!

Nökkvi (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 2567
  • Frá upphafi: 2291550

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 2332
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband