Leita í fréttum mbl.is

Virði bréfa deCode hefur aldrei verið 50 senta virði.

david_oddsson 

Þegar markaðsstjóri deCode Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra auglýsti dótturfélag deCode sem eitt merkasta fyrirbrigði vísindasögunnar og fól Kára Stefánssyni forstjóra félagsins að búa til sérstök lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði héldu margir sem túðu að Davíð færi ekki með fleipur að deCode væri einhvers virði.  Þá voru ríkisbankar látnir kaupa bréf og aðrir bankar fylgdu á eftir og bréfin voru markaðssett sem demantar af forsætisráðherranum, bönkunum og varamarkaðsstjóranum Hannesi Smárasyni og að sjálfsögðu manninum sem sjálfur og sumir aðrir hér á landi töldu mankynsfrelsara, Kára Stefánsson.  Íslenskir fjölmiðlar kyrjuðu allir sama söngin um mankynsfrelsarann og þá miklu sigra vísindanna sem væru innan seilingar fyrir tilstillli deCode undir stjórn Kára 

hannes_smarason

 

 

 

 

Aldrei hefur verið rekinn eins skefjalaus áróður fyrir einu fyrirtæki eins og markaðsstjórarnir, Kári og bankarnir sem voru látnir kaupa bréfin í fyrirtækinu gerðu við að markassetja bréfin á gráa markaðnum. Óskráð bréf. Margir tóku lán og keyptu og keyptu. Þeir trúðu fagurgalanum.

Ný vísindi. Nýtt fyrirtæki. Ný tækni var sagt við þjóðina og líka að hún væri svo sérstök í erfðamenginu að annað eins væri ekki til á jörðinni. Fyrirtækið fékk síðan einkarétt á að gera miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og markaðssetti sig á þeim grunni til að byrja með. Miðlægi gagnagrunnurinn varð aldrei til. Ef til vill var þetta bara viðskiptabrella. Alla vega er gagnagrunnurinn ekki til og sjálfsagt hefur fyrirtækið hvorki greitt ríkinu fyrir leyfið né verið krafið um greiðslur.

Ég og fleiri sem leyfðum okkur að vera með athugasemdir vorum níddir niður og reynt var að gera okkur hlægilega.   Á þeim tíma skrifaði hinn virti bandarísk hagfræðingur Paul Krugmann um fyrirtæki eins og deCode grein sem hét "The Ponsi Paradigm" og fjallaði um fyrirtæki sem voru rétt fyrir aldamótin að skjóta upp kollinum og voru sjálfvirkar seðlaprentanir eins og deCode. Paul Krugmann benti á að yfirleitt stæði ekkert á bak við þessi fyrirtæki en þau fengju svo mikla peninga að efasemdamennirnir yrðu gerðir hlægilegir og endalok þeirra yrði síðan mörgum árum seinna þegar umræðan væri þögnuð. Þannig gæti það orðið með deCode og þeir sem ábyrgðina bera þurfi aldrei að axla hana en fara í burtu forríkir menn og/eða í mektarstöðum hjá ríkinu þökk sé Davíð.

karistefansson

Ég hef alltaf vonað að það væri eitthvað í deCode og því tækist að komast á réttan kjöl rekstrarlega. Því miður hefur það ekki orðið og síendurteknar fullyrðingar Kára Stefánssonar um að eitthvað stórkostlegt væri í farvatninu eru farnar að hljóma hjákátlega.

Eins og fyrirtækið hefur þróast þann áratug sem það hefur verið til þá virðist sem að það hafi í raun aldrei verið nokkurs virði fyrir utan væntingarnar sem aldrei hafa orðið að veruleika. Samkvæmt hálfsársuppgjöri deCode á fyrirtækið 110.617.000 Bandaríkjadali en skuldar 297.446.000 Bandaríkjadali. Fyrirtækið skuldar því 186.829.000 Bandaríkjadali umfram eignir. Heitir það eitthvað annað en að vera rækilega á hausnum að skulda rúma 186 milljónir Bandaríkjadala umfram eignir?

Í lögum um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 segir í 64 grein:

64. gr. Skuldari getur krafist að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.
Skuldara, sem er bókhaldsskyldur, er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta þegar svo er orðið ástatt fyrir honum sem segir í 1. mgr.

Vafalaust er deCode komið í þess stöðu fyrir löngu en fyrirtækið er með sveitfesti í Delaware fylki í Bandaríkjunum. Ef til vill gilda aðrar reglur þar.

Vonandi tekst að selja fyrirtækið og koma upp vitrænni starfsemi þannig að starfsfólkið haldi vinnunni. Það breytir hins vegar ekki því að ábyrgð Kára, Hannesar, Davíðs og fleiri er mikil. Þeir bera ábyrgð á fjárhagslegu skipbroti og gjaldþrotum fjölda fólks.

Því má svo ekki gleyma að maðurnn sem taldi sig vera markaðssinna Davíð Oddsson vildi að ríkið, skattgreiðendur ábyrgðust 200 milljón Bandaríkjadala lán fyrir fyrirtækið. Geir Haarde var fenginn til að flytja málið á Alþingi og biðja eftirlitsstofnun Efta um að leyfa þetta en sem betur fer leyfðu EES reglurnar þetta ekki og þess vegna eru skattgreiðendur 200 milljón Bandaríkjadölum ríkari í dag en þeir væru ef Davíð og Geir hefðu komist upp með þennan glórulausa pilsfaldakapítalisma eða eigum við að kalla það sósíalisma í þágu þeirra ríku?

 


mbl.is Gengi bréfa deCODE aðeins 50 sent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Svona fyrirtæki fer aldrei að skila arði fyrir en eftir 10 - 15 ár, rannsókna og þróunnarvinna á bakvið það sem þetta fyrirtæki er að gera er gríðarlega kostnaðarsöm. Ég er segi það og skrifa og stend við það að Decode á eftir að mala gull eftir nokkur ár ef Kári fær styrki til þess frá lyfjarisum. Svo man ég ekki betur en Decode sé ennþá með ríkisáburgð í fullu gildi.

Sævar Einarsson, 17.9.2008 kl. 01:20

2 identicon

Það er ekki spurning um hvort...heldur hvenær deCode finnur eitthvað stórt....ef skuldurum brestur ekki þolinmæðin þ.e.a.s

Ekkert skrýtið að fyrirtækið skuldi 2x á við eignir.... Held að skuldir Eimskip séu yfir 10x meiri en eignir og það á við um fleiri fyrirtæki og íbúa þessa lands.

Kári hefur aldrei verið með neina "Hannesar skákir" maðurinn greinilega trúir á það sem hann er að gera...og þó að deCode fari á hausinn þá hefur þetta ekki verið til einskis...allar þessar rannsóknir eru mikilvægar....það þarf einhver að gera mistökin til að ná að gera þetta rétt.

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 02:06

3 identicon

Ég er sammála Sævarnum. Svona fyrirtæki á eftir að mala gull, en ekki fyrir þá sem tóku lán á verðbótum til að kaupa í því.

Og ég er sammála Jóni að fólk var blekkt af Stjórnmálamönnum, Fjármálastofnunum og Fréttamiðlum til að trúa því að ÍE væri skammtímafjárfesting. 

Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 02:08

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

deCode á eftir að mala gull í uppfyllingu tímans.

Það er bjánaskapur að halda það að þetta væri skammtímafjárfesting.

Ég hef fulla trú á Kára.

50 sent eru jú 45 krónur.

Hluturinn í Eimskipafélaginu er núna 6 krónur.

Jens Sigurjónsson, 17.9.2008 kl. 02:28

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Magnússon, frábær grein!! þar sem sérhvert orð er satt. Allt í einu spurði ég sjálfan mig, hvort það geti verið að þú hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum vegna vantrúar þinnar á DeCode ævintýrinu?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.9.2008 kl. 06:45

6 identicon

Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að DeCode eigi nokkurn tímann eftir að skila hluthöfum sínum arði. Um það snýst kjarni málsins í viðskiptum. Annars hefði allt eins verið hægt að halda landsöfnun fyrir þetta fyrirbæri alveg eins og hver önnur góðgerðasamtök. Kaupendur voru hafðir að fíflum.

Johnny Utah (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:57

7 identicon

Ef DeCode nær þó ekki nema einni merkri uppgötvun sem gagnast mönnum, þá er markaðurinn stór og peningarnir fljótir að streyma í kassann. Spurningin er hvort kemur fyrst uppgötvunin eða gjaldþrotið.

Hitt er náttúrlega alveg rétt að markaðssetningin var alveg brillíant að því leyti að fjárfestar (þjóðin) voru hafðir að fíflum.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:53

8 Smámynd: Nostradamus

What Sucks:

#1 Davíð Oddsson...

#2 Kári Stefánsson...

#3 DeCode...

#4 Hannes Smárason...

#5 Gagnagrunnur á heilbrigðissviði með skylduaðild...

#6 Davíð Oddsson...

#7 Veðrið...

Nostradamus, 17.9.2008 kl. 18:57

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

..að markaðssetningin var alveg brilliant..

Það er ótrúlegt að siðaðir menn kalli það á einhvern hátt brilliant að hafa aleiguna af fólki með spákaupmennsku. Öryrki sem trúði bankaráðgjafa sínum og upphrópunum forsætisráðherrans missti aleiguna sem var arfur eftir móður hans.

 Kannski er það úrelt í dag að skammast sín?

En ég þakka þér fyrir þennan góða pistil Jón og það að hvetja fólk til tímabærrar íhugunar um spilagaldra hinnar mannfjandsamlegu  frjálshyggju. Þar er lokatrixið að gefa skilyrðislaust veiðileyfi á hrekklaust fólk.

Árni Gunnarsson, 17.9.2008 kl. 20:10

10 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Aldrei hefur verið rekinn eins skefjalaus áróður fyrir einu fyrirtæki eins og markaðsstjórarnir, Kári og bankarnir sem voru látnir kaupa bréfin í fyrirtækinu gerðu við að markassetja bréfin á gráa markaðnum. Óskráð bréf".

Þegar bankarnir sem þá voru í ríkiseign voru látnir kaupa í DeCode var fenginn erlendur ráðgjafi til að annast gjörninginn. Þessi "ráðgjafi" fékk að mig minnir 400 milljónir fyrir ómakið. Ég hef allar götu síðan furðað mig á því að þessi millifærsla, að mig minnir til Kaymaneyja, skuli aldrei hafa verið rannsökuð. Það eins sem ég hef heyrt er að einhver blaðamaður hafi farið héðan til að grafast fyrir um með þetta "virta ráðgjafafyrirtæki" en hafi ekki fundið neitt sem studdi tilurð þess. 

Atli Hermannsson., 17.9.2008 kl. 20:23

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er ein af þeim sem missti þarna aleiguna; íbúðina mína sem ég var búin að nurla fyrir á starfsævinni og átti loksins nær skuldlausa. Fór þar að ráði "viturra" manna sem sögðu að þetta væri fjárfesting sem ég gæti ekki tapað á og myndi sennilega ávaxta sig vel.

Hversu aulalega líður mér ekki í dag...

Ótal margir lentu í þessu sama og leið svo hræðilega að þeir geta ekki einu sinni talað um þetta. Sumir fyrirfóru sér. Ég flutti úr landi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 09:54

12 identicon

Óttalega er þetta klén grein - ekkert nema rangfærslur, persónuníð og útúrsnúningar.

Er þetta virkilega þinn skilningur, Jón, eða ertu aðeins að höfða til lægstu hvata fólks með sleggjudómum og fáfræði?

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 1691
  • Frá upphafi: 2291581

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1518
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband