Leita í fréttum mbl.is

Business as usual

Forsætistráðherra og fjármálaráðherra tala um hvað ástandið sé grafalvarlegt. Mér er nær að halda að ástandið sé samt alvarlegra en þau gera sér grein fyrir.

Meir en 14 þúsund eru atvinnulausir. Verðtrygging og gengiskörfur hafa breytt mörgum húsnæðislánum í undirmálslán þar sem betra er fyrír fólk að skila lyklunum.  Úrræði ríkisstjórnarinnar til atvinnusköpunar eða við vanda þeirra sem skulda húsnæðislán eru takmörkuð. Enn hefur ríkisstjórnin ekki kynnt aðgerðir sem líklegar eru til að breyta ástandinu svo neinu nemi til hins betra.

Í dag var ekkert sem máli skipti frá ríkisstjórninni á dagskrá Alþingis af því að ríkisstjórnin er ekki tilbúin með neitt.  Það var business as usual án mikilla takmarka eða tilgangs.

Og enn situr Davíð

Ef svo heldur áfram að ríkisstjónin ungi engu frá sér sem máli skiptir verður hún bæði úrræðalaus og ónýt ríkisstjórn. Satt að segja vona ég að það eigi ekki eftir að henda Jóhönnu Sigurðardóttur að vera forsætisráðherra slíkrar ríkisstjórnar en mér sýnist allt stefna í það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Jón, þegar hið háa Alþingi kom saman var eitt af málunum hvar ætti að selja brennivín, eru ekki 14.þúsubd atvinnulausir,hvaða grasasnar hafa verið valdir á þing?, hvað hafa bæst við af útlendingum frá síðustu kosningum voru þeir ekki orðnir of margir þá?. Vændi er rekið við hliðina á lögreglustöðinnim, og ráðist hefur verið marg oft á lögreglumenn við vinnu, eitt dómsmála snýst um hvort þeir

sáu merki lögreglunnar eða ekki? en það virðist meiga ráðast á fólk eftir þessu að dæma.Það kom mér ekki á óvart að þjóðarskútan strandaði,en að hún endaði svona átti engin von á, ég tel að allir þingmenn ættu að bretta upp ermar og vera samstíga um hvernig land við viljum sjá, þetta virðist allt snúast um græðgi á meðan villimenn eru að ná fótfestu hér á landi.

Bernharð Hjaltalín, 11.2.2009 kl. 05:34

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér í þeim málum sem þú nefnir.  Það með brennivínið er þó sígilt umræðu- og deiluefni. Ég hygg að fæstum þingmönnum líði vel með það hvað þeir koma lítið að raunverulegum björgunaraðgerðum í þjóðfélaginu.  Það stafar fyrst og fremst af því hvað þingið er ríkisstjórnarmiðað og hvað stjórnkerfið vinnur hægt.

Jón Magnússon, 11.2.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 877
  • Frá upphafi: 2291643

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 775
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband