Leita í fréttum mbl.is

Mun viðskiptaráðherra axla ábyrgð

Það var fróðlegt að fylgjast með viðtali Helga Seljan við viðskiptaráðherra í Kastljósi nú áðan.  Rætt var um yfirtöku ríkisins á Straumi-Burðarás. Einn banki er fallinn og spurning er hvað þeir sem hæst hafa talað um bankahrun og að það hafi gerst á vakt þessa eða hins og ákveðnir einstaklingar verði að axla ábyrgð segja nú.

Þegar Helgi Seljan ræddi við Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra í vetur þá spurði hann viðskiptaráðherra að því er mig minnir alltaf að því hvort hann  ætlaði ekki að axla ábyrgð á bankahruninu. Nú beið ég spenntur eftir að sjá hverju núverandi viðskiptaráðherra svaraði þessari spurningu Helga Seljan. En svo merkilega vildi til að Helgi spurði aldrei um þetta. Viðskiptaráðherra nýtur greinilega forréttinda sem Björgvin G. Sigurðsson naut ekki.

En af hverju var þörf á að taka Straum Burðarás yfir. Af hverju var þörf á því að hætta peningum skattborgaranna í þetta ævintýri. Hér var ekki um hefðbundinn viðskiptabanka að ræða og ábyrgð ríkisins því takmörkuð ef nokkur. Af hverju þá að taka ábyrgð á milljarða hundruðum?

Í þessu tilviki hefði verið eðlilegra að bankinn hefði farið í skiptameðferð án þess að ríkið blandaði sér í málið eða liggja einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að ríkisstjórnin ákveður að hætta fjármunum almennings með þessum hætti án þess að nokkur þörf sé á?


mbl.is „Auknar líkur á þjóðargjaldþroti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert góður í að spyrja, gaman væri ef þú getur fengið svar við síðustu spurningunni næst þegar þú hittir kollega þína á þingi.

Toni (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í öllum tilfellum hefði verið eðlilegast að málið hefði farið í venjulega skiftameðferð.

Jú, hellingur af skuldum hefði fallið á okkur vegna þess að sumir lásu ekki smáa letrið eða hunsuðu það.  En það hefði verið betra.  Lítillega.

Hvað gerist annars ef það verður þjóðargjaldþrot út af þessu?  Hvað hefur það í för með sér? 

Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Af fréttum má og ráða að innistæðueigendurnir séu að mestu erlendir auðmenn. Hafa þeir ekki ráðrúm til þess að bíða eftir hefðbundinni skiptameðferð? Eða er viðskiptaráðherrann og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að hlaupa undir hagsmuni erlendra auðmanna?

Gústaf Níelsson, 9.3.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Jón, eins og þú ættir kannski að þekkja sem lögmaður, er ríkið ekki að taka yfir skuldbindingar bankans eða ábyrgð á þeim.  FME nýtir heimild í neyðarlögunum til að skipa skilanefnd sem tekur yfir vald hluthafafundar í bankanum.  Bankinn er hins vegar áfram hlutafélag með takmarkaða ábyrgð, og tæknilega séð áfram í eigu hluthafa sinna, þótt þeir stjórni því ekki lengur.  Skuldbindingar bankans greiðast aðeins af eignum hans, ekki af ríkinu.

Hins vegar var ríkið áður búið að lýsa því yfir að innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar, og það gildir um Straum eins og aðra banka.  Skipun skilanefndar breytir engu um þá innistæðutryggingu, nema hvað vonir standa til þess að innistæður verði greiddar út fyrr en ella með þessari ráðstöfun.

Ég fæ því ekki annað séð en að þarna sé góð og rétt stjórnsýsla á ferðinni, í leiðindamáli eins og bankahrun alltaf er.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 9.3.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka fyrir málefnalegar umfjallanir.

Ég veit ekki Vilhjálmur hvort um góða stjórnsýslu var að ræða. Til þess að geta dæmt um það þarf ég mun betri upplýsingar en ég hef núna.

Það háttar hins vegar til með öðrum hætti hvað varðar Straum- Burðarás en viðskiptabankana. Mér fannst vera spurning um hvort ekki hefði verið eðlilegra í þessu tilviki að Straumur- Burðarás færi hreinlega í skiptameðferð.  Var ástæða til annars?

Jón Magnússon, 10.3.2009 kl. 00:19

6 identicon

Jón,

Þessi leið var valin til að verja innistæðueigendur, og einnig skattborgara þessa lands. Skiptameðferðin hefði tekið mörg ár.

Spurning þín um hvort viðskiptaráðherra ætli að axla ábyrgð á hruni Straums þá er ljóst að núverandi viðskiptaráðherra ber enga slíka ábyrgð.

Nær væri að spyrja hví þú axlir ekki ábyrgð sem þingmaður og segði af þér, enda er ljóst að sem sitjandi þingmaður í ráðandi stjórnarflokk síðustu 17 ára þá berð þú og þinn flokkur alla þá ábyrgð sem hægt er að bera

Að reyna koma sökinni á núverandi viðskiptaráðherra, sem hefur setið í nokkrar vikur, er fyrir neðan góða hugsunarhætti, og segir meira um hugarástand sjálfstæðismanna en hitt.

Árni Arent Guðlaugsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 09:42

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ekki ætla ég að taka hanskann upp fyrir Gylfa enda fannst mér hann allt annað en trúverðugur í viðtölum eftir fall Straums. Hins vegar er varla hægt að setja hann á sama stall og Björgvin G. hvað varðar ábyrgð á banahruninu. Gylfi hefur aðeins verið um einn mánuð í starfi og kom eftir að AGS tók völdin. Ætli AGS hafi ekki ráðið ferðinni hér. Svo verðum við að muna að við höfun aðeins takmarkaðar upplýsingar og staðreyndir í höndum til að taka afstöðu til þessarar aðgerðar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.3.2009 kl. 10:46

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt sjónarmið sem þú setur fram Andri. En okkur skorti líka upplýsingar í vetur þegar hver fjölmiðlamaðurinn á fætur öðrum gerði kröfur sem ekki var frekar hægt að gera en gagnvart viðskiptaráðherra nú. Þess vegna var ég að vekja athygli á þessum sinnaskiptum Helga Seljan.

Jón Magnússon, 10.3.2009 kl. 14:01

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Nú er komið í ljós hvers vegna þessi leið var valin. Íbúðalánasjóður á megnið af peningunum sem voru í bankanum.

Gústaf Níelsson, 10.3.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 868
  • Frá upphafi: 2291634

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 767
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband