Leita í fréttum mbl.is

Kirkjan komi að velferðarmálum með ákveðnari hætti.

Á fundi sem var á kosningaskrifstofu minni í hádeginu kom fram sú hugmynd frá einum fundargesta að þjóðkirkjan ætti að beita sér í auknum mæli í velferðarmálum fólks t.d. koma að hjálparstarfsemi og opna sérstaka neyðaraðstoð fyrir þá sem á þurfa að  halda.  Mér finnst þetta góð tillaga og kirkjunnar fólk ætti að taka þetta til sérstakrar skoðunar.

Það eru margir sem þurfa á aðstoð að halda og ég tel að tvær þjóðfélagsstofnanir eigi nú að bregðast við sérstaklega en þá er ég að tala um kirkju og kristilega söfnuði og verkalýðshreyfinguna.  Það er mikilvægt að við vinnum að því að komast út úr kreppunni og einstaklingsbundnum erfiðleikum með virkri samhjálp.

Eða eins og segir á einum stað í Nýja Testamentinu: "Berið hvers annars byrðar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Svokölluð þjóðkirkja er náttúrulega tímaskekkja og ætti ekki að vera til. Fyrir utan það að með réttu á hún að kallast ríkiskirkja.

Vissulega er það kirkjunnar, eða kirknanna, að rétta hjálparhönd og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þær geri það. Nema helzt sk. þjóðkirkja, sem er náttúrlega háð ríkisvaldinu og því sízt að vænta frumkvæðis frá henni.

Hvernig er það annars þegar þið þingmennirnir sverjið eið að stjórnarskránni? Gerið þið það aldrei með fyrirvara um jafn þversagnarkennt ákvæði og það sem lítur að sk. þjóðkirkju?

Emil Örn Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 14:20

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu!

Ég er sammála því að kirkjan mætti láta heyrast meira í sér. En Hjalparstofnun kirkjunnar er sennilega það þekktasta,sem boðið er uppá.Hins vegar tel ég að ymislegt sé gert í kirkjunum sjálfum sem fer  hljótt.Sakna þess að kirkjan skuli ekki vera rödd inn í samfélagi í meira mæli.Vildi gjarnan að það kæmi rödd þaðan sem  munað væri eftir.

Drottinn blessi þig Jón og allt þitt fólk!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.3.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Er einhver minni ástæða til þess að aðrir trúsjöfnuðir en kristnir bregðist við núverandi ástandi? Heldur þú kanski að það sé einhver sérstaða kristinnar trúar að boðað sé að menn hjálpi þeim, sem minna mega sín?

Sigurður M Grétarsson, 11.3.2009 kl. 15:07

4 identicon

Uhhh samkvæmt biblíu þá eiga menn að selja allar eigur sínar og gefa fátækum... menn eiga ekkert að spá í framtíðinni eða sjálfum sér, bara bíða eftir því að guð komi og gefi fólki að borða, eins og hann gefur fuglum og öðrum dýrum.

Lesa biblíu áður en þú segir eitthvað góurinn

DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:09

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Virkilega góð hugmynd Jón minn, og alveg framkvæmanleg.

Það sem þarf í þetta er breytt hugarfar, og þeir sem eiga meira fé á milli handanna séu duglegri að gefa til Hjálparstofnun kirkjunnar og annara hjálparsamtaka.

Eins mættu fjölmiðlar leggja sitt af mörkum og sleppa slíkum hjálparstofnunum við rukkun á auglýsingum, sem væri mjög stór biti fyrir þá og ættu þeir þá auðveldara með að sinna sínu hlutverki.

Ef sameiginlegt átak færi af stað með þessu hugarfari þá getum við styrkt þessar stofnanir, og geta þær um leið sinnt þeirri aðstoð sem þjóðin þarfnast.

Skilur þú hvað ég er að fara? Þetta er einskonar "hróa hattar" hugmyndarfræði sem gæti vel gengið ef allir eru með.

Eins og þú segir réttilega: "Berið hvers annars byrðar."

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 17:53

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ríkiskirkjan er fjármögnuð úr ríkissjóði. Af hverju leggur þú ekki til að það fjármagn sem veitt er til kirkjunnar fari einfaldlega beint í velferðarmál, framhjá kirkjunni? Eflaust hægt að gera margt gott í þeim málum fyrir sex milljarða á ári.

Matthías Ásgeirsson, 11.3.2009 kl. 18:30

7 Smámynd: Jón Magnússon

Einar Örn ég þarf ekki að hafa neinn fyrirvara

Jón Magnússon, 11.3.2009 kl. 21:35

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Halldóra. Ég veit að kirkjan gerir mjög mikið sem fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir og það gleymist oft í umræðunni hvað starfsfólk kirkunnar vinnur mikið, óeigingjarnt og mikilvægt starf  þegar sorg eða vikindi  knýja dyra.

Ég er líka sammála þér Halldóra að ég vildi að kirkjan gerði sig meira gildandi í umræðunni. 

Jón Magnússon, 11.3.2009 kl. 21:38

9 Smámynd: Jón Magnússon

Kærleiksboðun kristninnar er mjög mikilvægur þáttur og mikilvægari en í öðrum trúarbrögðum sem ég þekki til eða hef kynnt mér.  Fyrirgefning, kærleikur og umburðarlyndi er mjög sterk trúarboðun kristinna safnaða í dag.  Það er ekki rétt að það sé með sama hætti í öðrum helstu trúarbrögðum heimsins, því miður ekki Sigurður.

Jón Magnússon, 11.3.2009 kl. 21:42

10 Smámynd: Jón Magnússon

Doctor E ég hef gert það en tel að þú þyrftir að kynna þér málin betur  því þessi útlegging þín er vægast sagt ansi sérstök. Þú áttar þig e.t.v. ekki á því að mesta framþróunin, framfarirnar og virðing fyrir einstaklingnum er mest í kristna heiminum.

Jón Magnússon, 11.3.2009 kl. 21:44

11 Smámynd: Jón Magnússon

Guðsteinn mér sýnist við hugsa málið með svipuðum hætti bestu kveðjur.

Jón Magnússon, 11.3.2009 kl. 21:45

12 Smámynd: Jón Magnússon

Matthías ég tel kirkjuna vinna mjög mikið þjónustustarf og vera eina mikilvægustu stofnun okkar samfélags. Kirkjan og kirkjunnar þjónar mættu gera oftar og betur grein fyrír störfum sínum.

Jón Magnússon, 11.3.2009 kl. 21:47

13 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvaða mikilvæga hlutverki gegnir ríkiskirkjan í samfélagi okkar?

"Kirkjunnar þjónar"? Ertu að tala um þá starfsmenn ríkiskirkjunnar sem eru á launaskrá ríkisins?

Matthías Ásgeirsson, 11.3.2009 kl. 22:56

14 identicon

Ég er algerlega sammála Matthíasi.  Það gáfulegasta nú þegar allstaðar er verið að skera niður er að sjálfsögðu að losa ríkið undan því að halda kirkjunni uppi.  Að sjálfsögðu á þjóðkirkjan að standa á eigin fótum rétt eins og önnur trúfélög í landinu, ætli þessir peningar sem fara í að reka þjóðkirkjuna væru ekki mun betur settir innan skólakerfisins, til dæmis, nú þegar allir framhaldsskólar landsins eru komnir langt yfir þolmörk hvað nemendafjölda varðar.

Hins vegar skal ég skilja það að nú eru kosningar í nánd og þá er mjög gott fyrir frambjóðendur að geta komið og tjáð sig um svona "mjúkan" málaflokk sem tengist ekki hruni fjármálageirans spilltum stjórnmála-og fjárglæframönnum eða öðrum eldfimum málum.

Þjóðkirkjan er samt sem áður óþarfa baggi á okkur skattpíndum og meira og minna gjaldþrota borgurum þessa lands.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:21

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón, það er einfaldlega rangt hjá þér að boðskapur um fyrirgefningu, kærleik og umburðalyndi sé eitthvað minni í öðrum helstu truarbrögðum mannkyns heldur en í kristinni trú. Boðskapurinn um að þeir efnameiri deili kjörum sínum með hinum efnaminni er til dæmis síst minni í Kóraninum heldur en i Biblíunni, enda er Jesú einn af aðalspámönnum Múslima þó hann sé ekki í "fyrsta sæti" eins og hjá Kristnum mönnum.

Sigurður M Grétarsson, 12.3.2009 kl. 06:21

16 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Verð að fá að svara síðastu ræðu konu.

Kirkjan er ekki óþarfa baggi á okkur.Veit um margt fólk sem sækir  allann sinn  styrk til Þjóðkirkjunnar og fjálsu safnaðanna.Og þar fær þetta fólk þjónustu sem það getur ekki,eðli málsins samkvæmt, fengið annarsstaðar. Það eru  ákveðin verðmæti sem koma  frá kirkjunni sem við  sáum ekki en verðum að styðja við. Frelsarinn sagði " Hvað sem þér gerið mínum minnsta bróður, hafið þið gert mér"

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 12.3.2009 kl. 09:55

17 Smámynd: MacGyver

"Þú áttar þig e.t.v. ekki á því að mesta framþróunin, framfarirnar og virðing fyrir einstaklingnum er mest í kristna heiminum."

Reyndar hefur þessi atriði aukist með framkomu trúleysis í hinum Vestræna heim. Bestu lífsgæðin eru á Nörðurlönd þar sem trúleysi tíðkast mest. 

MacGyver, 12.3.2009 kl. 11:13

18 Smámynd: MacGyver

...og því minni heittrúuð samfélögin eru, því betur eiga þau til með að standa sér

MacGyver, 12.3.2009 kl. 11:14

19 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Kirkjan er óþarfa baggi á þeim fimmtungi þjóðarinnar sem ekki tilheyrir henni en þarf samt að greiða til hennar.

Að sjálfsögðu eiga trúfélag að starfa hér algjörlega óháð ríkinu.  Frjálshyggjumaðurinn Jón Magnússon er náttúrulega sammála því.  Ríkið á ekki að vasast í trúmál borgaranna.

Það eru  ákveðin verðmæti sem koma  frá kirkjunni sem við  sáum ekki en verðum að styðja við. 

Uh, nei.

Matthías Ásgeirsson, 12.3.2009 kl. 12:17

20 identicon

Sorry Magnús en engar framfarir urðu í hinum vestræna heimi fyrr en ofurvald kirkju var brotið á bak aftur.
Look it up

DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 862
  • Frá upphafi: 2291628

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 761
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband