Leita í fréttum mbl.is

Fólk er enn að versla í búðunum þeirra

Egill Helgason bókmennta- og fjölmiðlamaður talaði um það í morgunþætti rásar 2 í morgun að fólk væri enn að versla í búðum þeirra feðga Jóns Ásgeirs og Jóhannesar eins og það væri rangt að gera það. Ég gat alla vega ekki skilið fjölmiðlamanninn með öðrum hætti.

Spurning er í því sambandi hvort það sé siðferðilega rangt að mati Egils Helgasonar að fólk versli í búðum þeirra Bónusfeðga eða hvort það eru aðrar ástæður sem ættu að leiða til þess.

Almenni mælikvarði neytanda er að versla með löglegum hætti  þar sem hagkvæmast er að versla og kaupa þær vörur sem eru ódýrastar að þeim gæðum tilskyldum sem neytandinn leggur til grundvallar.  Vill Egill Helgason að fólk noti önnur viðmið en þau?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég kaupi eldsneyti eingöngu af Atlantsolíu þar sem ég versla ekki við hina aðilana af kunnum ástæðum. Þar fæ ég besta verðið að auki.

Þegar það verður hægt að versla við annan aðila en Baug (Bónus og fleiri), til dæmis Smartkaup þá mun ég skipta yfir á fyrsta degi.

Það er skiljanlegt að fólk eigi erfitt með að versla annarsstaðar en þar sem verðið er lægst, verðmunur á matvöru er gífurlegur milli verslana.

Þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafa sannarlega farið illa með mannorð sitt, sem var gott lengi vel.

Baldvin Björgvinsson, 11.9.2009 kl. 10:48

2 identicon

En sá sem selur okkur vöruna, er hann að bjóða okkur hana löglega?

Skuldar svo ekki Jón Ásgeir og co sem nemur einni milljón á hvern haus hér á Íslandi..  er það bara allt í lagi?

Einar (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:17

3 identicon

Já Jón, mikið rétt, ef þú hugsar bara um sjálfan þig og magann á þér í dag þá kaupir þú að sjálfsögðu þínar grísakótilettur þar sem þú þarft minnst að borga!

En veist þú ekki að fólk getur með samstöðu haft áhrif og sneytt hjá fyrirtækjum sem uppvís eru að ósamfélagslegri (og ósiðlegri) framgöngu? Þannig er t.d. "Fair Trade" fyrirbærið, sem margir kannast við og styðja.

Ef peningarnir eru hinsvegar það eina sem skiptir þig máli þá er ekki við því að búast að þú skiljir hvað Egill er að fara, en það er gott að þú skulir a.m.k velta því fyrir þér.

Þorbjörn Magnússon (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:32

4 identicon

Auðvitað verslar maður þar sem er hagkvæmast að versla. Ef svo eina búðin í hverfinu er Bónus og maður er ekki á bíl er ég þá siðlaus ef ég versla þar?

Sá ekki þessa umfjöllun Egils en öll þessi umræða er komin út í öfgar finnst mér.Ég set ekki samasem merki við Jón Ásgeir og Bónusbúðirnar.Þarna vinnur fjöldi fólks og ég sé ekki að þjóðfélagið verði betur statt ef það á að fara að sniðganga þessar verslanir enda ódýrast að versla þarna.

Mér finnst líka að fólk ætti að fara að hugsa aðeins út fyrir nefið á sér því það eru ekki allir í aðstöðu til að keyra bæinn á enda til að versla í "þóknanlegum" búðum beturvitringanna......

Ína (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:36

5 identicon

OK, Jón Magnússon. Þú skalt halda áfram að nota þitt viðmið og gera eingöngu það sem þú hagnast mest á og hirða ekki um siðferðið. Þetta var einmitt það "prinsip", sem kom þjóðinni á hausinn.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:14

6 identicon

Ég verslu nú meira við Kaskó og Nettó heldur en Bónus, því að ég fæ bara betri vörur þar, og Atlantsolía eru ekki ódýrastir, Orkan er ódýrari og ÓB líka á nokkrum stöðum, og líka að Atlantsolía eru aldrei með skýli yfir dælunum þannig að maður þarf alltaf að dæla í rigningu, snjo eða slyddu

Röggi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:19

7 identicon

Sæll Jón.

Já þaðer siðlaust að versla við þá sem hafa komið þjóðina í þá stöðu sem hún er kominn í. Og það er ekkert öðruvísi með Baugsfyrirtækinn að ef þau fara á huasinn þá koma bara önnur fyrirtæki. Sama á við Pennan, EDCO skósalan. Vélasalan og A4 og mörg fleirr. Öll þessi sem eru rekin með engu siðferði.

Simmi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:59

8 identicon

Ég hef ekki verslað við Haga frá því í október 2008.

Ég skil ekki þá sem segja að það muni þá svo miklu fjárhagslega að versla við Bónus, þegar ég hef beinlínis sparað mér fé á því að versla við Krónuna, Nettó og Fjarðarkaup. Ég bara hætti að kaupa mér snakk, sem er jú venjulega það sem er ódýrara í Bónus, annað er á svpuðu verði.

Í mínum huga, þá eru bara verslanir Haga ekki til og aldrei til umræðu að fara í þær verslanir.

Ein leið til að spara í matarinnkaupum er að nota seðla en ekki kort.  Ég hvet fólk til að prófa, það margborgar sig :)

Það skiptir mig gríðarlegu máli hverskonar lið það er sem á viðkomandi verslun.  Ég mundi aldrei versla við vopnasala sem dæmi og að versla við Haga er svona svipað og að lenda í barsmíðum niðri í bæ og splæsa  svo í leigubíl á kvalara sinn.

Fólk með sjálfsvirðingu gerir ekki svoleiðis.

Björn I (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:00

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það mætti koma fyrir baukum við afgreiðslukassana hjá öllum verslunum Jóns Ásgeirs og Jóhannesar í kjötfarsinu (mörg þúsund baukar) og safna framlögum fyrir bágstadda feðga sem lifa hvort sem er á þjóðinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.9.2009 kl. 14:17

10 identicon

Eftir bankahrun uppgötvaði ég að ég var búin að afhenda Baugsveldinu megnið af mínum ráðstöfunartekjum undanfarin ár í formi matarinnkaupa og annara nauðsynja. Nú reyni ég að forðast að versla við þessi fyrirtæki, sem er reyndar ekki auðvelt vegna þess að Baugsveldið á meirihlutann af markaðnum. Mín skoðun er sú að nú sé best að gera endanlega upp þessi stóru eignarhaldsfélög, sem eru krabbamein í samfélaginu, og skipta niður í minni eyningar með dreifðu eignarhaldi.

Sigrún Unnsteinsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 14:24

11 identicon

Já, almennt séð er rétt að nota önnur viðmið en þau !

Almennt séð verslar maður ekki við þann sem maður álítur vera vafasaman á einhvern þann hátt sem maður lætur ekki bjóða sér. Þó hann bjóði besta verðið.

Guðjón (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 14:30

12 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Auðvitað er þetta ekkert bara í lagi. En hvað á hinn almenni neytandi að gera? Hvers vegna eru ekki allir búnir að færa sig frá Landsbanka, Kaupþing, Glitni og SPRON? Hvers vegna er fólk enn með síma frá Símanum, Vodafone eða Nova? Eða tryggingar hjá Sjóvá eða VÍS?

Ég á fullt í fangi með að láta enda ná saman þessa dagana og hver króna skiptir máli. Því miður er ódýrast að versla í Bónus. Ég reyndi Krónuna eða Fjarðarkaup en staðreyndin er samt enn sú sama, þ.e. að (enn a.m.k.) er ódýrast að versla í Bónus.

Ef ég væri með sömu laun og Egill Helgason ríkisstarfsmaður myndi ég hugsanlega geta leyft mér að versla í Nóatúni. Af hverju opnar Egill Helga ekki bara lágvöruverslun og fer í samkeppni?

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 11.9.2009 kl. 14:32

13 Smámynd: Björn Bjarnason

Egill er dæmi um hvernig vinstri menn gerast einna verstir. Hann á auðvitað ekki að koma nálægt þáttgerð á ríkisreknum fjölmiðli.

Björn Bjarnason, 11.9.2009 kl. 14:34

14 identicon

Enginn ætti ad versla vid Lyf og heilsu, Apòtekarann eda Skipholtsapòtek sem Karl Wernersson à nè heldur Bònus Baugsfedganna. Er fòlk virkilega ekki bùid ad fà nòg af ùtràsarvìkingunum? Vill fòlk kyssa vönd kvalara sinna?

Stebbi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 14:40

15 identicon

Hvers vegna ætli það sé að Jón Ásgeir og hans auma fjölskylda getur boðið læsta verðið svo þrautpíndur og blankur íslenskur almenningur neyðist til að versla við Bónus. Er samkeppnisgrunurinn réttur í verslun á Íslandi og hafa til dæmis eigendur Fjarðakaupa tekið sína verslun út úr risagjaldþroti sem teygir anga sína langt út frá Íslandi. Hver annar en Jón Ásgeir í verslun á Íslandi hefur hirt bestu bitana og skilið milljarða eftir fyrir aðra að borga ? Jón þú skalt athuga það sem stjórnmálamaður að þið stjórnmálamenn bera höfuð ábyrgð á því hver staðan er hér á landi í dag og skrif þín benda til að þú hafir ekkert lært og ætlar þér að verja áfram glæpahunda þá sem komið hafa hér öllu á kaldan klakann. Þú og aðrir stjórnmálamenn ættuð að gera ykkur grein fyrir að þjóðin hefur fengið meira en nóg af ykkur og ykkar siðferði.

Jón Ölver Magnússon (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:03

16 Smámynd: Jón Magnússon

Það er meiri háttar misskilningur að ég sé að taka afstöðu til þessra orða Egils Helgasonar sem ég vek athygli á hér á blogginu mínu. Ég er einfaldlega að benda á þau og spyrja spurninga. Þannig að athugasemdir um hvernig ég hugsi og hvar ég versla eiga ekki við.

Til upplýsingar vil ég taka fram að ég kaupi ekki vörur frá fyrirtækjum sem gera sig sek um afbrot í störfum sínum, barnaþrælkun eða gróf brot á siðrænum gildum við framleiðslu og viðskipti. Ég kaupi ekki vörur frá ákveðnum löndum og ég versla ekki við hvern sem er. Þannig að það liggur þá fyrir og brigslyrði um annað er hér með svarað.

Ég er að spyrja spurninga um hvaða viðmið eigi að leggja til grundvallar miðað við orð Egils Helgasonar. Sumir setja góðar athugasemdir um það hér og þakka ég þeim fyrir það.

Jón Magnússon, 11.9.2009 kl. 15:45

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki bara best að versla ekki ekki neinn. Það er greinilega engum treystandi miðað við athugasemdir.

Finnur Bárðarson, 11.9.2009 kl. 16:04

18 Smámynd: Jón Magnússon

Sem betur fer er það ekki þannig Finnur. Enda þrífumst við ekki í þeirri þjóðfélagsgerð sem við búum við ef við verslum ekki við neinn.

Jón Magnússon, 11.9.2009 kl. 16:51

19 identicon

Er þetta ekki spurning um, hvaða verði almenningur vill gjalda fyrir, það sem á ríkissjóð fellur af völdum þeirra, sem þarna eiga hlut að máli?  Má álykta, að það sé ódýrt matvöruverð?  Ef það er svo, þá er lítið við því að segja, þó verslað sé við fyrirtækið fyrir 2 milljarða í reiðufé mánaðarlega.  Ef ekki, þá kaupa menn auðvitað annars staðar.

Magnús Þ. Þórðarson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:14

20 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón og þið hin:

Ég verð að viðurkenna að ég hef reynt að færa viðskiptin frá Bonus til Krónunnar, en voru þeir eitthvað skárri?

Ég ætlað skipta um tryggingarfélag, en ég var hjá Sjóvá. En hver á Sjóvá í dag, er það ekki ríkið?

Ég byrjaði mín viðskipti hjá Verzlunarbanka Ísland og hef síðan færst frá einum banka til annars og er núna aftur hjá Íslandsbanka. Hver á hann? Ríkið og síðan eru "vonandi" útlendingar að eignast hann!

Erfitt mál þetta!!! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.9.2009 kl. 22:15

21 identicon

Ég versla við Bónus einfaldlega af því að það er ódýrara, eitthvað verður maður að borða!

En mér er það þvert um geð!

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:47

22 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

oftast er það "ódýrast" að versla í Bónus, hef þessvegna farið þangað. Ekki fer þó milli mála að ég hugsa um þá feðga og ástandið í þjóðfélaginu, hvernig það var áður með Kron, Silla & VAlda og kaupmanninn á horninu, sorglegt að þetta fór svona. Versla þar sem mér hentar best á hverjum tíma, enda gæði mismunandi eftir verslunum !

Vestarr Lúðvíksson, 11.9.2009 kl. 23:59

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Má til með að koma með eldri færslu mína um þetta geislaBAUGSfeðgamál :

 http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/675906

Sjá lokaorð tilvísaðrar fréttar á mbl.is :  "Heimildamaður Times úr hópi bankamanna sagði að smásöluverslanir Baugs á Íslandi séu mjólkurkýr fyrirtækisins (cash cow)."

Sjá pistil Gylfa Gylfasonar :"11.3.2008 | 03:36

Jóhannes í Bónus er glæpamaður

Sem kaupmaður hef ég alltaf séð Jóhannes í Bónus fyrir mér sem glæpamann og lýðskrumara af verstu tegund.  Vinsældir hans eru mér ráðgáta en kaupmannsbrögðin voru einföld en áhrifarík með fulltingi fjölmiðla sem kallinn spilaði á eins og fiðlu.

Eftir að Bónusdrengirnir eignuðust Hagkaup og 10-11 þá keyrðu þeir upp álagninguna beggja megin en létu Bónus halda sama verðmun gagnvart Hagkaup.  Í skjóli þríeykisins léku þeir á máttlaus neytendasamtök sem gerðu ekkert annað en að horfa á verðmuninn á milli Hagkaups og Bónuss en gleymdu heildarmyndinni sem er sú að öllum markaðnum var lyft í álagningu.

Hagkaup hefur alltaf verið ákveðin viðmiðun fyrir aðra kaupmenn í t.d. leikföngum og fatnaði en þar er hið sama uppá teningnum eða of hátt verð á íslandi vegna markaðsstyrks Baugs.  Okurstarfsemin nær líka til smærri kaupmanna sem eðlilega fagna hærri álagningu miðað við Hagkaupsverðin.  Menn verða að gera sér grein fyrir því að smærri aðlilar miða sig alltaf við hina stóru og ef þeir hækka þá fylgir halarófan á eftir.

Þegar ég starfaði við matvæladreifingu fyrir 150 Reykvíska heildsala í gegnum norðlenska umboðsverslun þá sá maður vel hvernig álagningarlandið liggur.  Einn álagningaflokkurinn var kallaður bensínstöðvaálagning en þær lögðu feitast á, rétt eins og apótekin.  Nú er svo komið að 10-11 er með hærri álagningu en nokkuð annað verslunarfyrirtæki með matvöru og hækkunin hjá Hagkaup er augljós öllum sem við verslun starfa.  Nóatún hækkaði sig líka því þeir eru eðlilega bornir saman við Hagkaup.  Þetta er neytendablekkingin í hnotskurn.

Svo hampa þessi fyrirtæki þessum svokölluðu lágvöruverslunum sem eru í raun að keyra nokkuð nærri gömlu Hagkaupsverðunum áður en glæpamennirnir sölsuðu hina fornfrægu neytendastoð undir sig.

Siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð Baugs og Kaupáss er gríðarleg en því miður standa þeir ekki undir henni.  Jóhannes í Bónus er  viðskiptalegur stórglæpamaður sem hefur kostað neytendur meira en hann gaf þeim á meðan Bónus var lágvöruverslun.  Um leið er þetta maður sem hefur notað kjötfarsgróða til að vega að sitjandi ráðherra í ríkisstjórn íslands.  Ég sé Jóhannes fyrir mér sem frekar viðskiptasiðblindan frekjuhund á meðan hluti neytenda dýrkar hann vegna þess að á íslandi eru ekki starfandi alvöru neytendasamtök sem verja fólk gegn markaðsblekkingum.

Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en kassa 2.

Eru íslenskir neytendur bara auðblekktir fávitar upp til hópa sem eiga hreinlega skilið að láta viðskiptasiðblinda auðhringi ræna sig með bros á vör því blaðið sem þeir gefa út prentar hentugan sannleika og kyndir undir sölubatteríunum eftir pöntun.

Ég hafna þessu ástandi en það er merkilegt að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn sem hafi haft dug til að segja eitthvað bítandi.  Hinir þora ekki í Baug virðist vera.

Gylfi Gylfason"

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.9.2009 kl. 00:49

24 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef ekki reynt Jóhannes kenndan við Bónus en að öllu góðu. Þá veit ég að Baugur eða aðilar honum tengdir hafa ekki mútað eða greitt eitthvað óeðlilegt til Neytendasamtakanna. Fullyrðingar um það eru hugarfóstur sem hefur skotið upp í umræðuna aftur og aftur án nokkurs tilefnis.

Ég hef iðulega gagnrýnt hátt vöruverð á Íslandi og bent á að það væri óeðlilega hátt miðað við vöruverð í nágrannalöndum okkar. Bónus hefur þó jafnan verið með hagstæðasta verðið. Skiptir það ekki máli?

Jón Magnússon, 12.9.2009 kl. 11:07

25 identicon

Mér er minnistæk er uppgjafakaupmaður er hafði ímugust á þeim bónusfeðgum (en hann lenti með tærnar upp í loft þeirra vegna sagði hann)kom inní kaffihlé og sagði okkur að opna fyrir útvarpsögu þar væru Jón M og Jóhannes í bónus í kossaflens svo ekki slitnaði á milli þeirra slefið,en eitt aðaláhugamál þessa fyrrverandi verslunar manns var hvað Jón og Jóhannes hefðu skuldsett hann og okkur eftir hvern virkan dag í fyrirtækjakaupum sem þeir hefðu ekki hundsvit á né rækju nebbann inn.En annar lofaði vöruverð Bónusfeðga og sagðist hvergi annarstaðar fá mjólkurlítrann á 1kr og frúin hefði fryst einsog rími leyfði og þau væru enn að taka af þeirri fyrirhyggju,en hann þessi leit útfyrir að vera komin á steypirinn með þrjá kúkalabba í belg,og benti ég honum á þetta og besta fyrirhyggjan fyrir framtíð hans sjálfs væri að versla við kaupmanninn á horninu,en hann var nánös þessi og velefnaður töldu menn.Jú ég stend upp og opna fyrir viðtækið og við tekur Jón Magnús og kynnir Elvis Presley og segir við Jóhannes við tókum nú oft góða sveiflu hér áður fyr eftir þessu lagi meðan við vorum og hétum eitthvað"Want you kiss cause i just can't miss with a good luck charm like you,come on and be my little good luck charm uh-huh you sweet delight" ? sumir ættu kannski að koma út úr skápnum.

Ludvik (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 15:05

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísalendingar höfðu ekki efni á að leggja niður heilbrigðan samkeppni [100 eða fleiri sjálfstæðir aðilar] samkeppni verslunar, og heildsölugeira, veitingarekstur, bensín afgreiðslu, ....] sökum þess að hátt hlutfall lítilla og meðalstórra sjálfstæðra rekstraeininga  á mælikvarða sérhvers heimamarkaðar eru grundvöllur almennt hærri tekna að jafnaði og stöðugleika ásamt færni til að vinna sig úr kreppum. Fyrirtæki un 500 manns gilda í USA, 250 gilda í Þýskalandi og um 100 í Belgíu. Kostnaðurinn við fákeppnina [anti-samkeppni] hér er eins og allir vita gífurlegur í fjármagnsfærslum frá almenningi yfir í eignahaldsfélög og úr landi.

Þetta eru grunnstaðreyndir sem þeir sem stíga í vita byggja sínar heildar niðurstöður með tilliti til heildarinnar byggja á.

Grunnformið en ekki persónurnar sem nýta sér óeðlið sem fylgir öllum tegundum einræðishyggju skammtíma sjónarmiða.

Leiðréttu verðið í ljósi fjármagnstilfærsla eða bónusinn þegar upp var staðið.      

Íslandi er ekki stætt á að sérhæfa sinn heimarkað í anda ný-samkeppnisgrunns stórborga meginlanda einfaldlega vegna smæðar heimamarkaðar og hagsmunaárekstra við þá sem mega sín í augum alþjóðafjárfesta þegar kemur að stóriðuverum fullframleiðslu og tækni á þeirra risa mælikvarða.

Almennar launa tekjur taka mið af  meintu hagræddu verði, ekki satt?

Júlíus Björnsson, 12.9.2009 kl. 16:51

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Um 30 tölvur um árið til að efla neytendavernd [gegn heilbrigðri fjölda einstaklinga í samkeppni]

Júlíus Björnsson, 12.9.2009 kl. 16:54

28 Smámynd: Jón Magnússon

Lúðvík það mætti að skaðlausu fyrir mig og sjálfsagt Jóhannes í Bónus líka endurtaka þann útvarpsþátt sem þú ert að vísa til. Þeim gestum sem ég fékk í viðtöl til mín á sínum tíma sýndi ég ávallt fyllstu kurteisi og markmið mitt var að þeir gætu sagt frá málum út frá sínu sjónarmiði hvort heldur það var Jóhannes í Bónus, Ögmundur Jónasson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og hversu sammála eða ósammála ég var viðmælendum mínum.  Hitt er annað mál að ég hef alltaf kunnað vel við Jóhannes í Bónus sem mann einnig þegar við höfum verið ósammála en það hefur ósjaldan komið fyrir.

Jón Magnússon, 12.9.2009 kl. 23:34

29 Smámynd: Jón Magnússon

Ef þú ert að vísa til þess Júlíus að það hafi orðið of mikil samþjöppun á markaðnum þá er ég þér algjörlega sammála með það. Ég taldi raunar að það ætti ekki að leyfa samruna Bónus og Hagkaupa á sínum tíma og tel enn að það hafi verið rangt af Samkeppnisstofnun að leyfa það.

Jón Magnússon, 12.9.2009 kl. 23:36

30 Smámynd: Júlíus Björnsson

  Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir að EU stendur fyrir miðstýrða skipulagða í stjórnskipunarlögum [af þýskri nákvæmni og franskri smámunasemi í fjölbreytileika] innrimarkaða samkeppni.

Fólksfjölgun og hráefniskortur EU í heildina er forsendan fyrir endurnýjun stjórnskipulaga samkeppnisgrunnarins sem byrjaði var að setja inn upp úr seinna Heimsveldastríði.

Hráefni sem áður voru seld almenningi snemma á morganna á þar tilgerðu mörkuðum til heimavinnslu eru nú orðin grunnur samkeppni stóriðjuvera til fullnýtingarvinnslu og mettunar fólksfjölda Capital-Borga.

Hráefni og fyrst stigs vinnslu þeirra er stjórnskipunarlaga samkeppni grunnur.  Minnst 98% af þeim er Umboðinu skylt að tryggja allri heildinni [Þjóðríkin öll með sjálfstæða efnahagslögsögu í bullandi hagvaxtarsamkeppni sín á milli] lámarksverð verð þeira gagnvart þriðju aðilum það er hinum samkeppniblokkunum. [Indlandi, Kína, USA,....]  eins er stefna á fulla orku samstillingu og minnka vægi fjarlægða milli Captial-borga sem eiga líka sín héruð að baklandi.

Umboðið tryggir öllum samkeppni efnahagslögum sínum stöðugar þjóðartekjur láti þau af allri röskum á menningararflegri? hlutfallskiptingu allra teknanna á mælikvarða EU heildarinnar.

Það felst í því að Pólverja fá forskoti til að tryggja lægstu kjúklingahráefnin, Spánverja Tómatahráefnin, Þjóðverja bjór sem orku eða hráefni til lækkunar stóriðuvera fullframleiðslunnar á megin landinu. Síðan í stórum málun gangvart þriðja aliða fjárfestum miðlar Umboðið verkefnum til þeirra efnahagslögsaga sem  viðhalda góðum hlutfallslegum reiðingsjöfnuði. Til að tryggja áframhaldandi hlutfallslega tekjuskiptingu milli efnahagslögsaganna.

Þetta er m.a. sem má lesa út úr frönsku útgáfu Stjórnlagaákvæða EU sem gild 100% eftir kosningarnar á Írlandi í október.  Hjá öllum hinum frá janúar 2009.

Hvað skulda allar lögpersónur til EU heildarinnar í dag beint og í gegnum milliliði? Hversvegna getur Magma Energi ekki stofnað skúffu með Íslenskri kennitölu í stað EU kennitölu?

Lesa samninga eftir að samið hefur verið og gera ekki greinarmun á á vægi ákvæða að stjórnskipunarlaga gildi og útþenslu áróðri hliðmáls hjá þeim sem sérhæfa sig í heildahagsmun sinna er ekkert einsdæmi fyrir Ísenska fyrirfólkið.  Enda er yfirlýsing um að almennt ennþá hjá Meðlima-Ríkjunum sé verið að vinna að leiðréttingum.

Meintir EU-tækifærissinnar á Íslandi eiga það sameiginlegt að sjá ekki 30 ár fram í tíman það vita þjóðverjar frá því fyrir stríð, hinsvegar er slík forsjá orðin skylda hjá öllum Meðlima-Ríkjum EU.

Allar hliðar eiga sér málstað og Jóhannes í afar viðkunnanlegu í viðmóti og væri örugglega mikið betri í bestu gæðavöru búðum á hráefnis og orkuríkum heimamarkaði almennra hálaunaþóknana.

Jónarnir báðir búa að mikill reynslu af vetfangi og úr föðurhúsum sem skítur öllum langdvalar hag-stjórnar fræðingum Íslensku ref fyrir rass. Eins og dæmin sanna.

Fyrir síðustu þjóðasátt voru það viðskiptafræðingar sem tryggðu fyrst og fremst ESB aðildina [ásamt ÓRG] nú eru það hinir tveggja tungu talandi sem tryggja okkur tækifærilaust hráefna og orku þjónustu hlutverk hjá Capitalinu á meginlandinu. Varanlegt  hlutfallslegt jafnvægi í reikningsjöfnuði á mælikvarða EU er tekur yfir stjórnarþóknunina fyrir sinn snúð. Stöðugleikinn hefur líka sínar slæmu hliðar fyrir 40 ára aldurinn. Tíminn líður hratt á EU mælikvarða um þessar mundir. EU borgar ekki lífeyrisjóði einstakra efnahagslögsaga.

Júlíus Björnsson, 13.9.2009 kl. 03:53

31 Smámynd: Jón Magnússon

Júlíus mér finnst þessi færsla þín hvorki í samræmi við þá bloggfærslu sem um ræðir hér né eðlileg í tilefni af svari mínu til þín.

Jón Magnússon, 13.9.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 690
  • Sl. sólarhring: 1137
  • Sl. viku: 2220
  • Frá upphafi: 2293688

Annað

  • Innlit í dag: 626
  • Innlit sl. viku: 2017
  • Gestir í dag: 602
  • IP-tölur í dag: 589

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband