Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin er bráðfeig

Það er fátítt í íslenskum stjórnmálmum að ráðherra segi af sér embætti. Ég minnist þess ekki að ráðherra hafi áður sagt af sér hér á landi vegna málefnalegs ágreinings eins og Ögmundur gerir nú. Eins og við var að búast kemur Ögmundur hreint fram og heldur sínum hlutum til haga og heldur vopnum sínum og jafnvel nær fleirum með þeirri afstöðu sinni að segja af sér.

Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon eru sterkustu menn VG og með brotthvarfi Ögmundar er ljóst að ríkisstjórnin er bráðfeig. Illa stóð hún áður.

Það er kaldhæðni örlaganna að Ögmundur Jónasson skuli segja af sér embætti nú vegna Icesave málsins. Icesave málið er í þeim hnút sem það er fyrst og fremst fyrir tilverknað formanns VG Steingríms J. Sigfússonar sem skipaði vini sína sem forustumenn samninganefndarinnar um Icesave, menn sem kunnu ekki til verka og komu með hræðilegan samning sem Steingrímur og Jóhanna skrifuðu strax undir án þess að kanna hvort þingmeiri hluti væri fyrir samþykkt ríkisábyrgðar á samningnum.

Ögmundur er því í raun að segja af sér vegna afleiðinga einkavinavæðingar flokksbróður síns og formanns Steingríms J. Sigfússonar. Útilokað er annað en Vinstri grænir verði að gera þessi mál upp innan flokksins.  Hvernig ætlar Steingrímur að sitja áfram eins og ekkert hafi ískorist miðað við þessar aðstæður?


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

..."einkavinavæðingar flokksbróður síns"...

Nokkuð til í þessu, Jón. Hann lætur vanhæfan mentor fara út að semja um eitt afdrífaríkasta mál lýðveldisins í stað þess að fá einhverja súper lögmann. T.d. Alan Dershowitz til að semja.

Sigurjón Sveinsson, 30.9.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Halldór Jónsson

En samhengið hjá Ögga! Hann segir að ríkisstjórnin og ICESAVE séu aðskilin mál. Segir svo af sér ráðherraembættinu vegna þess síðarnefnda. 

Ég held að það verði að boða til kosninga strax. Það er ekki hægt að mynda neina ríkisstjórn með þessu liði sem situr á þinginu núna. Hvenær er fyrsti möguleiki ? Bráðabirgðaþjóðstjórn á meðan getur bjargað einhverju.

Halldór Jónsson, 30.9.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það hefði ég viljað að hann hefði gert Sigurjón. En einkavinavæðingin bar skynsemina ofurliði.

Jón Magnússon, 30.9.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Jón Magnússon

Spurning er hvort að kosningar mundi leysa einhvern vanda?

Jón Magnússon, 30.9.2009 kl. 18:21

5 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

"Icesave málið er í þeim hnút sem það er fyrst og fremst fyrir tilverknað formanns VG Steingríms J. Sigfússonar sem skipaði vini sína sem forustumenn samninganefndarinnar um Icesave, menn sem kunnu ekki til verka og komu með hræðilegan samning sem Steingrímur og Jóhanna skrifuðu strax undir án þess að kanna hvort þingmeiri hluti væri fyrir samþykkt ríkisábyrgðar á samningnum."

Þetta eru aðeins EIN mistök sem gerð hafa verið. Það eru ótal fleiri s.s. skipanir í allskyns nefndir og stjórnir. Það virðist hreinlega ekki vera áhuga að endurreisa atvinnulífið.

Kosningar eru etv. ekki heppilegar eins og er. Það yrði líklega enginn sigurvegari en ef svo færi er þrýstingurinn það mikill að líftíminn yrði stuttur.

Ég vil fá atvinnulífið í gang af krafti.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 11:30

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ögmundur framtíðar formaður VG?

----------------

*Fjármálaráðuneyti, segir að efnahagslífi landsmanna muni hnigna um cirka 4,7%, ef ekki verður af álverum.*

*Skattahækkanir, eru einnig samdráttaraukandi.*

*Niðurskurðar-aðgerðir, eru að auki, einnig samdráttaraukandi.*

*Viðvarandi hávaxtastefna, er sannarlega, mjög svo, samdráttaraukandi.*

NIÐURSTAÐA: Orðinn svartsýnn á, að hagvöxtur hefjist, jafnvel fyrir árslok, næsta árs.

--------------------

*Vegna aukins samdráttar, miðað við forsendur efnahagsáætlanar, munu skattahækkanir, ekki skila því sem áætlað er.*

*Aukinn samdráttur, mun einnig skila minni tekjum, en reiknað er með.*

NIÐURSTAÐA: Halli verður pottþétt 100 milljarðar + eitthvað.

--------------------

Síðan, hef ég áhyggjur, af bönkunum:

*Tel ólíklegt annað en kröfuhafar velji, að fá skuldabréf frá bönkunum, þ.e. velji ekki þá leið að gerast eigendur, og ábyrgðaaðilar. Í staðinn, taki þeir enga áhættu, en fái greiðslur til langs tíma af þessum skuldabréfum. Augljóslega, hagstæðara fyrir þá, og því sú leið sem ég tel langlíklegast að þeir fari. Þá sytur ríkið uppi með alla áhættuna, en einnig þann vanda, að kröfuhafar fái að mjólka bankana.*

*Fregnir um að innlánsreikningar, séu fullir af fé, eru slæmar fréttir, þ.s. innlán eru skuldameginn í efnahagsreikningi banka, og þeir bera af þeim vaxtakostnað. Það, að þau safnist upp, bendir til að erfiðlega gangi að fá aðila, til að taka lán, þ.e. að bönkunum gangi ílla, að umbreyta innlánum í útlán.

*Hátt vaxtastig Seðlabanka, skírir sennilega tregðu á lánamarkaði, þ.s. lán eru mjög dýr. En, gallinn er sá, að þannig tekst bönkunum ekki að vinna sér inn nægilegar tekjur með útlánastarfsemi.*

*Síðan, þurfum við að muna eftir öllum þessum fyrirtækjum, er bankarnir halda uppi, sem eru tæknilega gjaldþrota, en vonast eftir að verði rekstrarhæf seinna í betra árferði. Þetta er einnig mikill kostnaðarbaggi fyrir bankana.*

*Síðast, en sannarlega ekki síst, eru stærstu afskriftir lána í Íslandssögunni, sem bankarnir standa frammi fyrir; þ.e. hvorttveggja óhjákvæmilegar stórfelldar afskriftir lána einstaklinga og einnig, stórfelldar afskriftir lána fyrirtækja - en, enn er áætlað að um 65% fyrirtækja, skuldi of mikið.*

NIÐURSTAÐA: Eigið fé bankanna, sennilega uppurið um mitt næsta ár.

-----------------------

HEILDAR NIÐURSTAÐA: Ríkið stefnir enn, hraðbyri í gjaldþrot.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.10.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband