Leita í fréttum mbl.is

Ó hve margur yrði sæll

Ó hve margur yrði sæll // og elska mundi landið heitt //Mætti hann verða í mánuð þræll //og moka skít fyrir ekki neitt.

Ég er ekki viss um að ég fari alveg rétt með þessa vísu en það geta  vonandi einhverjir sem vita betur leiðrétt mig.  En þetta var kveðið þegar til stóð að skylda allt ungt fólk til að vera einn mánuð í þegnskylduvinnu. 

Nú horfir hins vegar þannig við að verði ætluð skattaáform ríkisstjórnarinnar að lögum að þá mun þjóðin þræla frá janúar fram í ágúst til að hafa ofan í samneyslu ríkis og sveitarfélaga. Síðan tekur lífeyrissjóðurinn einn mánuð.

 Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt. Eigum við ekki  að draga úr samneyslunni og gefa fólki kost á því að ráða meiru um það með hvaða hætti það lifir og ver peningunum sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Á sínum tíma lærði ég vísuna svona:

Ó, hve margur yrði sæll
og elska mundi föðurlandið heitt.
Mætti hann vera í mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt.

Sæmundur Bjarnason, 11.11.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta  Sæmundur.

Jón Magnússon, 11.11.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mætti hann vera í mánuð þræll

og moka skít fyrir ekki neitt.

Legg til, að skoðað verði, hvernig hinar ýmsu breytingar í menntakerfinu hafi virkað og hvort ekki mætti endurskoða allan strúktúr í Heilbrigðiskerfinu.

Dæmi.

Vi ðerum þjóða duglegust við að ausa aurum í Menntakerfið en samkvæmt Pisa könnunum er virkni og gæði kennslunnar ætíð ´a nokkuð einbeittri niðurleið.

Ef menn væru í alvöru að setja fé í þetta til bóta fyrir þá sem njóta eða nota, væri löngu löng búið að setja niður strik í fold. 

Einnig vil ég benda á, að þegar Landakot var undir stjórna Bjarna föðurbróður míons nefndan Beina, var spítalinn rekinn á hálfum ,,daggjöldum" miðað við Landsann EN St Jósepsspítalinn, byggði yfrir starfsemi sína OG var í fararbroddi sjúkrahúsa á Evrópuvísu í margskonar lækningum, svo sem augnaðgerðum og stoðkerfisviðgerðum.

Þrátt fyrir það var ekki nema einn læknaritari og auðvitað ekki nokkur hjúkrunarritari, né annarskonar ofmönnun.

Læknar báru ábyrgð á hverjum þeim sjúklingi sem þeir ,,innskrifuðu" þar til þeir fóru af spítalanum. 

Menn ættu frekar að skoða eitthvað í þessa veru, í stað þess, að byggja ferlíki sem er í plani og því ekki hentugar byggingar fyrir sjúkrahús, sem eru flest í tiltölulega háum húsum.

Nóg í bili.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.11.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Bjarni. En einhvern veginn virðist það ekki forgangsverkefni að draga úr bákninu heldur skattleggja alþýðuna.

Jón Magnússon, 11.11.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1212
  • Sl. viku: 5744
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5306
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband