Leita í fréttum mbl.is

15 milljarða jólagjöf Jóhönnu og Steingríms

Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar á árinu hækka höfuðstól verðtryggðra skulda heimilanna um 15 milljarða. Þannig gefur ríkisstjórnin fjármagnseigendum 15 milljarða.  Verðtryggingin er djöfullegasta lánakerfi sem fundið hefur verið upp.  Þegar skattar hækka og fólk á minni peninga hækka lánin. Þó engin virðisauki sé í þjóðfélaginu eða jafnvel neikvæður eins og hjá okkur þá hækka verðtryggðu lánin samt. Þau hækkuðu líka þegar íslenska krónan var í hæstu hæðum. Kerfið er nefnilega galið.

Var það skjaldborg um fjármagnseigendur, banka og lánastofnanir sem Jóhanna ætlaði að slá upp?

Svona ranglæti má ekki þrífast lengur. Ríkisstjórnin verður að koma á eðlilegu lánakerfi strax, sambærilegu við það sem er í okkar heimshluta. Jóhanna Sigurðardóttir var einu sinni á móti verðtryggingu. Nú hefur hún völdin. Ætlar hún að standa með skoðunum sínum eða eru það aðrir hagsmunir sem ráða?

Höfuðstólsleiðrétting lána og eðlilegt lánakerfi er mikilvægast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Í nóvember 2008 lögðu þrír flokksmenn VG fram frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu. Það var ein setning:

Verðtryggt lánsfé skv. 14. gr. skal ekki bera hærri vexti en 2%.

Þetta væri a.m.k. hænufet í rétta átt. Núna er VG í ríkisstjórn en virðist ekki hafa áhuga á að nýta tækifærið og koma þessu í verk.

Haraldur Hansson, 29.12.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Getum við treyst því að þegar xd kemst aftur til valda að þessu verði breitt, eða eru þessi orð þín pólitískt blaður?

Haraldur Haraldsson, 29.12.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég get verið sammála þér um að þar hafi verið um hænufet að ræða. En það þýðir ekki að fara hænufet í þessu máli það verður að móta lánaumhverfi sem er sambærilegt og annarsstaðar í okkar heimshluta og afnema verðtryggingu. Um það fjallaði þingsályktunartillaga sem ég lagði fram á þinginu 2007 og 2008.

Jón Magnússon, 30.12.2009 kl. 00:05

4 Smámynd: Jón Magnússon

Nei þú getur ekki treyst því Haraldur Haraldsson. Því miður getur þú ekki treyst því hjá einu eða neinu íslensku stjórnmálaafli. Það breytir hins vegar ekki þeirri skoðun minni að þetta sé eitt brýnasta verkefnið í íslenskum þjóðmálum.  Ég hef barist gegn verðtryggingunni í tvo áratugi og mun gera það áfram af fullu afli. Sem betur eru augu fleiri og fleiri að opnast fyrir því að það gengur ekki að hafa ónýtan gjaldmiðil og ætla að nota hækju verðtryggingar til að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda meðan launin eru óverðtryggð.

Jón Magnússon, 30.12.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 882
  • Frá upphafi: 2291648

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 780
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband