Leita í fréttum mbl.is

Sigraði hatrið?

Það er stundum grátbroslegt að lesa umfjöllun fréttaelítunnar. Á forsíðu "Fréttatímans" var yfirskrift fréttar "Hatrið sigraði" Ritstjóri blaðsins kemst þar að þeirri niðurstöðu, að sigur Donald Trump hafi verið sigur "kvenhaturs og rasisma" og í kjölfar ósigurs Hillary Clinton, hafi vaknað umræður um stöðu kvenfrelsis á Vesturlöndum.

Allt er þetta með nokkuð sérkennilegum blæ þegar staðreyndir eru skoðaðar. Hvergi hef ég rekið mig á kvenhatur eða rasisma í ummælum Donald Trump og einhvern veginn fór það nú svo að meiri hluti hvítra kvenna kaus Trump en ekki kynsystur sína Hillary. Segir það einhverja sögu um kvenfrelsið og sýnir það fram á sigur kvenhaturs?

Þá liggur einnig fyrir að Trump fékk meira fylgi spænskumælandi fólks en Mitt Romney sem  var forsetaframbjóðandi Repúblíkana í síðustu forsetakosningum. Þá fékk Hillary mun lakari stuðning fólks af afrískum ættum en frambjóðandi Demókrataflokksins í síðustu forsetakosningum. Bendir það til að almennt hafi fólk þar vestra litið á Trump sem fulltrúa rasisma?

Virðingaleysi margs fréttafólks fyrir staðreyndum og samhengi hlutanna er með ólíkindum. En sjálfsagt sjá vinstri sinnaðar femínístafraukur drauga í öllum áttum þegar Trump er nefndur enda reyndi Hillary að ófrægja hann vegna dónalegra karlrembuumæla sem hann lét falla fyrir meir en áratug og hefur sjálfur beðið afsökunar á og konan hans sagt að væru óviðunandi og varaforsetinn fordæmt. Getur ritstjórinn e.t.v. séð þar rætur þess að kvenhatur hafi sigrað eða nauðsyn sé á víðtækum umræðum vegna úrslita forsetakosninga í USA um stöðu kvenna á Íslandi eða USA.

Þessi litla frétt á forsíðu Fréttatímans sem ég hef hér vakið athygli á er í öllum aðalatriðum röng og tilhæfulaus. Skyldi ritstjórinn sjá ástæðu til að leiðrétta hana. Ég tel upp á að svo verði ekki enda er tilgangur svona framsetningar að byggja upp neikvæða mynd af Donald Trump og Bandaríkjunum sem vinstri sinnaðir fjölmiðlar um allan heim hamast nú við að gera.

Það sem femínistar ættu að einbeita sér að er hin stórkostlega kvenfyrirlitning og kvennakúgun sem á sér stað í Íslamska heiminum sem og grómtekinn rasismi sem boðaður er blygðunarlaust vítt og breytt í moskum vítt og breytt um heiminn m.a. í Evrópu. Það er sú staða kvenfrelsis eða frekar kvenófrelsis á Vesturlöndum sem við öll sem berjumst fyrir jafnstöðu og jafnrétti kynjana ættum að einbeita okkur að.  

 


Bloggfærslur 18. nóvember 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 667
  • Sl. sólarhring: 1049
  • Sl. viku: 3248
  • Frá upphafi: 2297982

Annað

  • Innlit í dag: 634
  • Innlit sl. viku: 3039
  • Gestir í dag: 614
  • IP-tölur í dag: 600

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband