Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

RÚV okkar allra

Ný skýrsla um RÚV sýnir það sem margir sáu skýrslulausir að RÚV er illa stjórnað, rekstur þess er allt of dýr og of margir eru að gera það sem færri gætu gert. Samkór menningarvita hefur þá upp sinn árlega kórsöng um aðför að RÚV. En hver er að gera aðför að RÚV? Er það aðför að fyrirtæki ef því er stýrt lóðbeint til andskotans?

Svo byrjar síbyljan um vonda íhaldsmenn sem vilja RÚV feigt. Þannig er það ekki. Það eru hinir eiginlegu íhaldsmenn sem mynda hollvinasamtök RÚV. Frjálslynt fólk vill að borgararnir fái sjálfir að ráða því hvort það borgar til RÚV eða ekki. Staða RÚV er að mörgu leiti lík stöðu einræðisríkis þar sem þegnarnir geta bara kosið með fótunum þ.e. flýja.

Stóra spurningin er, af hverju má - þess vegna meiri hluti þóðarinnar, kúga okkur hin til að borga fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem við höfum engan áhuga á? Hvað með frelsi borgaranna?

Síðast þegar RÚV hafði verið siglt í strand og frjálsir borgarar töldu að nú yrði stjórnendur RÚV að axla ábyrgð og gera nauðsynlegar breytingar í rekstrinum þá var það ekki þannig. Þá kom nefnilega íhaldsráðherrann Illugi Gunnarsson færandi hendi meða fullan poka af peningum og sagði gjafir eru ykkur gefnar til viðbótar við þvingunarrgreiðslurnar. Hvað skyldi Illugi færa RÚV nú til að gleðileikur óstjórnarinnar geti haldið áfram. 

Það er auðvelt Illugi Gunnarsson að vera gjafmildur þegar maður tekur gæði sín út á öðrum.

Þannig er það ekki RÚV okkar allra heldur RÚV á kostnað okkar allra. Áfram fáum við vondar og hlutdrægar fréttir og þætti sem nutu vinsælda fólks sem löngu er fallið frá. Áfram verða allt of margir það sem færri gætu gert og RÚV mun ekki bregðast við og taka upp nýungar. Það hafa samkeppnisaðilarnir nefnilega nánast alltaf gert. 


Dýr mundi söfnuðurinn allur

Hver flóttamaður frá Sýrlandi kostar skattgreiðendur kr. 4.680.000 sankvæmt skýrslu frá innanríkisráðuneytinu í Bretlandi. Fjögurra manna fjölskylda er áætlað að kosti skattgreiðendur rúmar 14 milljónir samkvæmt sömu heimild. Fyrir þá fjárhæð er hægt að sinna mun betur mannúðarstarfi þar sem þörfin er mest á stríðshrjáðum svæðum heimsins.

Kostnaðurinn við hvern flóttamann sem hingað kemur er líklega hærri þó vel megi miða við þá tölu sem kemur fram í skýrslu breska innanríkisráðuneytisins. Þeir sem eru að tala um að taka við hundruðum flóttamanna mættu þá gaumgæfa hvað það kostar skattgreiðendur þessa lands og hverju verður þá að fórna í staðinn. Velferðarráðherra talaði um að taka við 50 flóttamönnum þeirrar gerðar sem kosta þjóðfélagið mun meira en þeir sem Bretar miða við. Kostnaðurinn við að taka á móti þeim fjölda slagar þá hátt í milljarð.

Það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir þessum tölum. Sér í lagi þegar stöðugt er geipað um að hver flóttamaður sé svo mikils virði fyrir þjóðfélagið. Muni færa björg í bú og meiri hagsæld. Sú er ekki raunin nokkursstaðar í heiminum. Paul Krugmann Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og vinstri maður telur t.d. að mun kostnaðarminni innflytjendur hafi ekki aukið þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna en hins vegar lækkað laun þeirra lægst launuðu um allt að 8%

Ef til vill ekki skrýtið að stórkapítalið skuli hamast með öðrum meintum mannvinum að koma sem flestum "flóttamönnum" inn í landið.


Tjáningarfrelsi og hinn eini rétti sannleikur

Sama dag og Frakklandsforseti flaug til Íslands til að tala um hnattræna hlýnun í Hörpunni, var helsti veðurfræðingur franska sjónvarpsins látinn hætta. Afbrot hans var að gagnrýna vísindamenn og stjórnmálamenn vegna fullyrðinga þeirra um hnattræna hlýnun.

Veðurfræðingurinn Philippe Verdier sagði þegar hann kynnti bók sína "Climat Investigation" að við værum í viðjum hnattræns hneykslis vegna loftslagsbreytinga þar sem markmiðið væri að vekja ótta meðal fólks. Verdier segir líka að loftslagsfræðingum sé stjórnað vegna þess að þeir reiði sig á ríkisstyrki og hann vísar til þess að alþjóðlegar stofnanir eins og IPCC hafi ítrekað þurkað út staðreyndir sem fari gegn staðhæfingum þeirra um hnattræna hlýnun.

Verdier segir að hlýnun undanfarið sé eðlileg náttúruleg breyting og hann hafi ákveðið að skrifa bókina 2014 eftir að forsætisráðherra Frakklands hafi fyrirskipað fréttamönnum að tala um loftslagshryllingin "climate chaos" í veðurfréttum, eftir að hafa verið á forsíðu tímarits þar sem hann hélt því fram að það væru bara 500 dagar eftir til að bjarga jörðinni.

Verdier segir að ofsi heimsendaspámanna hnattrænnar hlýnunar sé slílkur að engar gagnrýnisraddir megi þola. Nú hefur hann heldur betur fengið að finna fyrir þessu þar sem hann fær ekki lengur að segja veðurfréttir í fanska sjónvarpinu.

Á sama tíma talar Frakklandsforseti um hnattrænu hlýnunina sem hann hafi orðið áþreifanlega var við á Íslandi- Jafnvel þó nýjustu fréttir segji að Hofsjökull sé að stækka og við Esjugöngumenn sjáum að snjórinn í Suðurhlíðum Esjunnar hverfur ekki lengur og snjóalög voru meiri s.l. vetur en allan áratuginn á undan. En það er e.t.v. ekkert að marka - Alla vega ekki þar sem tjáningarfrelsið er skert og eingöngu má segja fréttir sem styðja "hinn eina rétta sannleika" um "climate chaos".


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 4599
  • Frá upphafi: 2267743

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4247
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband