Leita í fréttum mbl.is
Embla

Er ţetta ekki í stjórnarsáttmálanum?

Nú hef ég hrađlesiđ stjórnarsáttmálann í tvígang og lýst svona og svona á afurđina. Í fyrra skiptiđ  las ég stjórnarsáttmálann og skipti í efnisflokka og sá ađ fyrir utan hefđbundin kyrrstöđuviđhorf í bankamálum, sjávarútvegsmálum, landbúnađarmálum sem og fleiri málaflokkum ţá eru teknir inn í stjórnarsáttmálann nokkrir vinstri grćnir sósíalískir  gullmolar um grćnt hagkerfi og meira splćs o.s.frv.

Einnig einsetur ríkisstjórnin sér ađ fjölga innflytjendum sem mest hún getur og taka á móti fleiri flóttamönnum. Spurning var hvort áherslan á ţađ skipti meira máli en á fjármál einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtćkja. Alla vega virđist svo vera í stjórnarsáttmálanum.

Umfjöllun um okurvextina og viđbrögđ ríkisstjórnarinnar viđ ţeim sé ég hvergi í stjórnarsáttmálanum. Ţá sé ég ekki ađ vikiđ sé ađ verđtryggingu lána og stađiđ viđ ţá marmiđssetningu sem Sjálfstćđisflokkurinn gaf viđ myndun síđustu ríkisstjórnar.

Nú viđurkenni ég ađ vera nćrsýnn og ađ flýta mér viđ yfirlesturinn. En getur einhver veriđ svo vćnn ađ benda mér á hvar í stjórnarsáttmálanum er vikiđ ađ okurvöxtunum og verđtryggingunni í stjórnarsáttmálanum.

Ţađ hlítur ađ hafa fariđ fram hjá mér ţví ađ jafn mikilvćgt mál og verđtrygging og viđbrögđ til ađ almenningur og fyrirtćki búi viđ sömu lánakjör og tíđkast í nágrannalöndum okkar hefđi ég haldiđ ađ vćri eitt ţađ ţjóđfélagslega mikilvćgast.

En fyrsti dómur minn um stjórnarsáttmálann er ađ hann er eins og svissneskur ostur. Ţađ eru fleiri holur á honum en matur.

 


Helv. Rússarnir

Ţjóđaröryggisstofnun Bandaríkjanna og CIA hafa samiđ 50 bls. skýrslu um áhrif Rússa á bandaríska kjósendur. Obama og Hillary segja ađ Trump geti ekki hafa unniđ nema međ svindli. Obama bendir á Rússa og fékk ofangreindar stofnanir til ađ sanna ţá hugdettu sína. 

Bandaríkjaforsetar hafa iđulega nýtt ţessar merku stofnanir til ađ finna sönnunargögn og ţćr hafa gert vel og dyggilega og séu engin sönnunargögnin ţá búa ţćr ţau til.

Frćgt var ţegar Bill Clinton fékk skýrslu frá stofnunum og sprengdi í framhaldi af ţví upp reiđhjólageymslu í Súdan og sagđist međ ţví hafa greitt Al Kaída mikiđ og óbćtanlegt högg.

George W. Bush jr. fékk upplýsingar frá ţessum merku stofnunum sem sýndu ađ Saddam Hussein ćtti gereyđingarvopn. Ţrátt fyrir ađ eftirlitsnefnd Sameinuđu ţjóđanna segđi ţađ tómt bull sat Bus jr. og félagar viđ sinn keip og gerđu ólöglega innrás í Írak á grundvelli hinna tilbúnu sönnunargagna.

Obama fékk skýrslu frá ţessum merku stofnunum fyrir nokkrum dögum og úr skýrslunni hefur veriđ lekiđ til fjölmiđla ţó ađ Trump hafi ekki fengiđ ađ sjá neitt.

Skýrsluhöfundar segja, ađ ýmsir Rússar hafi fagnađ kjöri Trump. Ţá telja ţeir ađ Rússar hafi fengiđ einhverja til ađ afhjúpa sannleikann um Demókrata og Hillary.

Fyrst eftir kjör Trump sögđu Demókratar ađ hann hefđi unniđ međ svindli. Síđar fóru  ţeir fram á endurtalningu. Ţegar endurtalning leiddi til ţess ađ Trump fékk fleiri atkvćđi en Hillary fćrri ţá var nćst gripiđ til ţess ađ Rússar hefđu falsađ niđurstöđu kosninganna og hakkađ sig inn í rafstýrđar atvkvćđavélar. Ţegar upplýst var ađ svo gat ekki veriđ ţá ţarf ađ finna eitthvađ nýtt. Obama hefur nú fundiđ örlagavaldinn. Rússar. Hann segir ađ rússneska ţingiđ hafi fagnađi kjöri Trump- en ekki hafđi ţađ ţýđingu fyrirfram eđa hvađ.  Af ţví sem lekiđ hefur til fjölmiđla ţá segir Obama, CIA og ţjóđaröryggisnefnd, ađ Rússar hafi hakkađ sig inn í tölvur háttsettra Demókrata og fengu "fúlmenniđ" Assange og hans Wiki leaks til óhćfurverkana. Eđlilegt ađ ţeim sárni ađ sannleikurinn um ţá sé opinberađur.

Hvađ ćtli verđi nćst og skyldi Obama nýta ţetta tćkifćri til ađ setja viđskiptabann á Moldavíu.

Eđa gćti veriđ ađ hann ćtli sér ađ taka forseta Gambíu til fyriirmyndar og fara hvergi ţ.20. janúar og segi eins og forseti Gambíu ađ hann verđi áfram forseti af ţví ađ ţađ sé ekkert ađ marka ţessar kosninga.

 


Kaka eđa fađmlag

Bresk heilbrigđisyfirvöld hafa vakiđ athygli á ţví ađ ţađ sé betra ađ fólk sem vill gera vel viđ samstarfsfólk sitt sýni ţví vćntumţykju međ fađmlagi eđa međ öđrum hćtti innan siđrćnna og viđurkenndra marka í stađ ţess ađ fćra ţví kökur eđa annađ sćtmeti,eftir komu frá útlöndum, á afmćlum eđa öđru tilefni.

Offita, áunnin sykursýki og vaxandi tannskemmdir eru verulegt og vaxandi heilbrigđisvandamál í Bretlandi. Ţannig er ţađ einnig hér. Nauđsynlegt er ađ vinna gegn sykurómenningunni.

Taliđ er ađ börn innbyrđi ađ jafnmagni ţriggja sykurmola međ morgunkorninu sínu á hverjum morgni og sum mun meira. Sykur er nánast í allri tilbúinni fćđu og erfitt ađ varast hann. Ţađ er heilbrigđismál ađ vinna gegn sykurneyslu.

Sykur er eins og hvert annađ fíkniefni. Aukin sykurneysla kallar á meira magn af fíkniefninu sykri. Sykur kallar fram vellíđan hjá okkur sykurfíklunum og ţess vegna sćkjumst viđ í fíkniefniđ, ţrátt fyrir ađ vita ađ líkamlega er ţađ bara vont fyrir okkur.

Á sama hátt og yfirvöld unnu gegn tóbaksreykingum ćttu ţau nú ađ setja sér markmiđ varđandi ađ draga úr sykur- og ţess vegna saltneyslu ţjóđarinnar. Ţađ mundi auka vellíđan fólks ţegar fram í sćkir og draga úr kostnađi heilbrigđiskerfisins.

Hver einstaklingur ber ábyrgđ á sjálfum sér, en hann verđur ţá ađ eiga ţess kost ađ geta valiđ ósykrađa neysluvöru í stađ sykrađrar eins og morgunkorn, brauđ o.s.frv. Ef til vill mćtti gera eins og međ sígarettupakkana ađ setja varúđarmerki á neysluvörur ţar sem sykurmagn er umfram ákveđiđ viđmiđ t.d:

VARÚĐ: Óhófleg sykurneysla er hćttuleg heilsu ţinni.


Pólitíska veđurfrćđin

Ţađ er nýlunda ađ flytjandi veđurfregna hvetji neytendur til ađ sniđganga vörur framleiddar í Kína. Ţó ég sé honum efnislega sammála, ţó á fleiri forsendum sé, ţá orkar ţađ tvímćlis flytjandi veđurfrétta á RÚV setji ţar fram hápólitísk sjónarmiđ.

Í sjálfu sér er ţeim geđţekka flytjanda veđurfregna sem setti fram ţessa skođun vorkunn, af ţví ađ fréttastofa RÚV, stjórnendur krakkafrétta og Kastljóss hafa ekki hikađ viđ ađ taka pólitíska afstöđu til ágreiningsmála og flytja einhliđa fréttir. Sök veđurfrćđingsins er ţví síst meiri eđa alvarlegri en annarra sem viđ fréttaflutning starfa hjá RÚV.

Fréttir, líka veđurfréttir eiga ađ vera hlutlćgar og án pólitískra palladóma eđa sjónarmiđa viđkomandi fréttaflytjanda til ađ tryggja hlutlćgni, en hefur ekkert međ rétt viđkomandi ađila til ađ vera brennandi í pólitíska andanum. En sá verđur ađ koma ţví á framfćri á öđrum vettvangi.

Sniđganga á vörum frá einu landi er alvörumál. Vörur frá Kína eru almennt ódýrari en vörur framleiddar annarsstađar. Gćđi ţeirra eru yfirleitt í lagi. Ţađ er ţví ekki á grundvelli almennra neytendasjónarmiđa sem hvatt verđur til sniđgöngu.   

Pólitíska veđurfrćđin, sem hefur gert loftslagshlýnun af mannavöldum ađ trúarsetningu horfir til ţess, ađ Kína brennir kolum meir en nokkur annar. Indland er ekki langt undan  og hvađ međ Indónesíu? Eigi ađ sniđganga vörur frá Kína er eđlilegt ađ spurt sé hvort ţađ eigi ekki ađ gilda um vörur frá löndum sem haga sér međ svipuđum hćtti?

Miđađ viđ mínar upplýsingar og ţekkingu, hafa Kínverjar fariđ fram af meiri óbilgirni gagnvart náttúrunni en nokkur önnur ţjóđ. Miđađ viđ okkar vinnulöggjöf og réttindi launţega, ţá eru vinnuađstćđur í Kína nćr ţrćlabúđum vinnustöđum á Vesturlöndum.

Fólk á Vesturlöndum hefur horft á eigendur fyrirtćkja brytja ţau niđur og flytja til Kína eđa Indlands, ţar sem réttindi verkafólks eru engin. Ţau skammtímasjónarmiđ sem ţar ráđa eru seld ţví verđi ađ stórir hópar launţega missa vinnu og ţjóđfélög Vesturlanda tapa ţegar heildarhagsmunir eru hafđir í huga.

Ţađ er međ eindćmum ađ verkalýđshreyfing Vesturlanda skuli ekki hafa brugđist viđ og mótmćlt og mótmćlt og mótmćlt ţví ađ réttindi sem hún og framsýnir stjórnmálamenn hafa náđ fyrir vinnandi stéttir skuli eyđilögđ međ ţví ađ taka fyrirtćkin og flytja ţau ţangađ sem réttindalaust fólk framleiđir ţađ, sem ţjálfađ hörkuduglegt starfsfólk á Vesturlöndum gerđi  áđur og fékk greitt ađ verđleikum fyrir vinnu sína. Allt til ađ hámarka gróđa fjármagnseigenda á kostnađ hinna vinnandi stétta.

Verkalýđshreyfing Vesturlanda brást. Stjórnmálaflokkar brugđust og fjötruđu sig í hugmyndafrćđi heimsviđskipta ţar sem frelsi fjármagnsins rćđur öllu, en réttindi hins vinnandi manns gilda ekki. Vinstri sinnađir stjórnmálamenn hafa veriđ helteknir af ţessari heildarhugsun og hefđbundnir hćgri flokkar hafa veriđ njörvađir í 18.aldar sjónarmiđ um frelsi fjármagnsins. Svo finnst ţessum ađilum skrýtiđ ađ ţađ sem ţeir kalla pópúlíska hćgri flokka sem vilja gćta heildarhagsmuna vinnandi fólks skuli vaxa ásmegin. 

Fjármagnseigendur Vesturlanda sem hafa svikiđ vinnandi fólk á Vesturlöndum horfa á ţađ án ţess ađ blikna sem og stjórnmálamenn Vesturlanda ađ viđ framleiđslu Kína og annarra sambćrilegra landa er fariđ á svig viđ flest ţađ sem viđ á Vesturlöndum teljum skyldu okkar ađ gera til ađ varđveita náttúruna og umgangast hana međ virđingu.

Ţađ er svo merkilegt ađ hvorki stjórnmálamenn né verkalýđshreyfing hafa lyft litla fingri eđa mótmćlt ţví ađ fjármagnseigendur hafi fullt og óheft frelsi til ađ eyđileggja atvinnu milljóna fólks,lítilsvirđa áunninn réttindi verkafólks og valda óafturkrćfri mengun náttúrunnar.

Frelsi fjármagnsins hefur ráđiđ á kostnađ hagsmuna vinnandi fólks. Vinstra fólk á Vesturlöndum hefur ekki sinnt hagsmunum hins vinnandi manns í framleiđslustörfum. Ţađ er síđan undrandi yfir ţví ađ hinar vinnandi stéttir skuli yfirgefa hina sósíalísku alţjóđahyggju ţrćlabúđann. Hefđbundnir hćgri flokkar hafa líka brugđist bundnir á klafa sérhagsmuna fjármagnsins hafa ţeir litiđ framhjá heildarhagsmunum ţjóđfélagsins til ađ trufla ekki gleđileik eyđileggingar fjármagnseigenda á áunnum réttindum verkafólks á Vesturlöndum og vestrćnum gildum mannúđar og virđingar fyrir náttúrunni. 


2017

Gjöfult og gott ár 2016 kveđur. Ár mikilla umskipta ţar sem kom í ljós ađ vinstri- stjórnmála- háskóla- og fréttaelítan sem og elítu stjórnmálaflokkar í Evrópu átta sig ekki á ţví hver vandamál venjulegs fólks eru og standa svo gapandi af undrun yfir ţví ađ meirihluti kjósenda skuli hafa ađrar skođanir en ţau.

Brexit í Englandi og Sigur Donald Trump í USA var eitthvađ sem engin bjóst viđ. Samt gerđist ţađ og einungis vitifirrta vinstriđ trúir ţví ađ Pútín forseti hafi ráđiđ öllu um hvernig fór. Ţví fólki vćri nćr ađ skođa ađ lífskjarabatinn hefur ađ mestu fariđ framhjá svokallađri miđstétt og ţeim sem lćgst hafa launin, en skolađ sér helst til ofurfjárfesta og ţeirra sem ţiggja allt sitt frá hinu opinbera sem launafólk eđa sem gjafir frá skattgreiđendum

Furđuyfirlýsingar kanslara Ţýskalands Angelu Merkel um ţann ábata sem Ţýskaland hafi af innflytjendastraumnum ţar sem fleiri vinnandi hendur komi til ađ bćta lífskjörin í landinu stangast á viđ raunveruleikann, en samkvćmt nýjustu tölum eru eingöngu um 34 ţúsund innflytjenda af um 1.2 milljónum innflytjenda sem komu til landsins áriđ 2015 í vinnu. Ţađ ţýđir ađ ţýskir skattgreiđendur ţurfa ađ fćđa og klćđa rúmlega milljón fleiri en ţeir hefđu ţurft ađ gera ef helstefna Angelu Merkel í innflytjendamálum hefđi ekki komiđ til.

Búast má viđ ađ áriđ 2017 verđi gott ár fyrir okkur, en ţađ eru hćttumerki eins og óhófleg styrking krónunnar, okur gagnvart útlendingum sem gćti drepiđ ţá gullgćs sem aukin straumur ferđamanna er fyrir okkur. Jón Ásbergsson forstjóri Íslandsstofu sagđi í fréttum fyrir nokkru ađ ríkiđ fengi nú um 60 milljarđa af ferđamönnum á ári. Ţađ munar um minna og ţađ ćtti ekki ađ vera ofrausn ađ eyrnamerkja ţó ekki vćri nema 5% af ţeim hagnađi til ađ bćta ađstöđu á ferđamannastöđum koma upp salernisađstöđu og veita björgunarsveitum myndarlegan fjárstuđning í stađ ţess ađ láta ţćr nćr eingöngu ţrífast á flugeldasölu.

Donald Trump tekur viđ 20. janúar n.k. og fróđlegt verđur ađ vita hvernig honum gengur. Fyrstu skref hans lofa meiru en ýmis ummćli hans í kosningabaráttunni gátu bent til. Ţađ er ţörf stefnubreytingar hjá USA. Utanríkisstefna ţeirra er komin í ţrot og saga tómra mistaka og brota á alţjóđalögum alla ţessa öld.

Ár hanans byrjar skv. kínversku stjörnufrćđinni og ţađ hefu ţá ţýđingu sem ţeir sem trúa á stjörnuspeki vita. Í byrjun febrúar á alţjóđadegi Hijapsins (höfuđfat sumra múslimskra kvenna) eru konur hvattar til ađ finna út hvernig ţađ er ađ vera međ slíkt handklćđi á höfđinu.

Nýr forseti Frakklands verđur kosinn á árinu. 10 ár verđa liđin frá ţví ađ Steve Jobs kom fram međ iPhoninn. Fimmtíu ár frá dauđa Che Guevara. 100 ár frá byltingu kommúnista í Rússlandi og 500 ár frá ţví ađ Marteinn Lúther hóf andstöđu sína viđ Kaţólsku kirjuna sem leiddi til ađskilnađar kaţólskra og mótmćlenda.  Ţannig er margs ađ minnast. En áskoranir framtíđarinnar eru margar.

Viđ fáum nýja ríkisstjórn í byrjun árs 2017 ef ađ líkum lćtur. Ótrúlegt gauf hefur veriđ á ţeim sem standa ađ stjórnarmyndunarviđrćđum og ótrúlegt ađ ţađ skuli taka fólk svona langan tíma ađ finna út úr ţví hvort ţađ er samstarfsgrundvöllur eđa ekki. Katrín Jakobsdóttir, sem hafđi öll spil á hendinni eftir kosningarnar hefur spilađ hvern afleikinn á fćtur öđrum sem veldur ţví ađ öllum líkindum ađ VG verđur utan stjórnar og heldur áfram eyđimerkurgöngu ásamt systurflokki sínum Pírötum.

Svo fremi stjórnmálamenn og lífeyrissjóđir valdi ekki meiri háttar búsifjum á árinu og ofurverđlagning hrekji ferđamenn ekki frá landinu ţá verđur áriđ 2017 međ ţeim bestu sem viđ höfum upplifađ - ađ vísu međ ţeim fyrirvara ađ náttúruhamfarir setji ekki strik í reikninginn. Viđ eigum alla möguleika til ađ rísa til betri kjara og batnandi ţjóđlífs ef viđ leyfum einstaklingunum ađ njóta aukins svigrúm og ţúsund blómum framtaks ţeirra áđ blómstra. Mér finnst gaman ađ sjá hvernig íslenskir listamenn einkum í tónlist hafa haslađ sér völl međ framúrskarandi hćtti. Ţannig getum viđ náđ árangri. En besta leiđin til ţess er ađ ríkiđ hćtti ađ styđja atvinnurekstur og leyfi öllum ađ sitja viđ sama borđ.

Gleđilegt ár áriđ 2017 verđur ef viđ leikum ekki af okkur.

Nú er kominn tími til ađ hlusta á Vínartónleikana í beinni svo ég segi:

Kćru vinir Gleđilegt ár 2017

Ţiđ sem hafđi horn í síđu minni og teljiđ ykkur vera óvini mína vil ég líka óska gleđilegs og farsćls nýs árs og geri mér grein fyrir ţví ađ ég bjó ykkur til ţví miđur.

Lifiđ heil 


Mađur ársins

Björgunvarsveitirnar voru valdar mađur ársins á RÚV. En Björgunarsveitirnar eru ekki mađur. Mađur ársins er einstaklingur ekki samtök óháđ ţví hversu frábćr svo sem ţau kunna ađ vera.

Mađur ársins hér innanlands er tvímćlalaust Guđni Th. Jóhannesson forseti lýđveldisins, sem kom upp úr engu og var kosinn forseti. En ţađ var engin í kosningabaráttu fyrir hann um titilinn mađur ársins enda mađurinn nýkjörinn forseti.

Ţegar RÚV setur upp kosningu um mann ársins er eđlilegt ađ einhverjir hugsi gott til glóđarinnar og fari í hreinrćktađa kosningabaráttu eins og Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson og nokkrir stjórnmálaleiđtogar ađrir en áttu ekki erindi sem erfiđi. Óneitanlega hlítur ţađ ađ vera nöturlegt fyrir Sigmund Davíđ eftir allt erfiđiđ ađ Jóhannes Kr. Kristjánsson, sem upplýsti um Panamareikninga tengsl Sigmundar, skuli hafa skákađ honum niđur um sćti

Kosning sem ţessi er ađ vonum ómarkviss og til viđbótar kemur ađ RÚV heimilar tilnefningu félagssamtaka og björgunarsveita, sem öll eru góđra gjalda verđ. En ţađ er önnur kosning um annađ svipađ og ţegar Time magasine valdi borđtölvuna mann ársins á sínum tíma.

Björgunarsveitirnar eiga sértakan heiđur skilinn fyrir afrek sín á árinu. Karlalandsliđiđ í knattspyrnu á líka heiđur skilinn fyrir frábćra frammistöđu á árinu og ţannig má áfram telja og e.t.v. vćri markvissara ađ kjósa afreksfólk og samtök ársins flokkađ niđur.  

Allt er ţetta ţó meira til gamans, en ađ ţađ hafi heimssögulega ţýđingu. Ekki dregur ţađ úr skemmtanagildinu ađ sporgöngufólk Sigmundar Davíđs og Birgittu Jónsdóttur skuli leggjast í víking til ađ styđja sinn frambjóđanda án annars takmarks eđa tilgangs.


Aftur til fortíđar

Í gćr ráku Bandaríkjamenn tugi rússneskra sendimanna úr landi og sakar ţá um ađ ógna öryggi USA. Óneitanlega minnir ţetta á ađgerđir stórveldanna upp úr 1960. Obama stjórnin er á síđustu metrunum ađ hverfa hálfa öld aftur í tímann.

Fyrir ţrem dögum flutti utanríkisráđherra USA dćmalausa rćđu ţar sem hann hjólađi í ríkisstjórn Ísrael međ ţeim hćtti ađ meira ađ segja Bretum bestu vinum Bandaríkjanna er misbođiđ og forsćtisráđherra ţeirra fordćmir ummćlin, sem hún telur fráleitt ađ nota um lýđrćđislega kjörna ríkisstjórn vinaţjóđar.

Fyrr breytti Obama stjórnin svo um utanríkisstefnu ţegar hún stóđ fyrir fordćmingu á Ísrael í Öryggisráđi Sameinuđu ţjóđanna.

Obama Bandaríkjaforseti hefur sakađ Rússa um ađ stunda tölvunjósnir og brjótast inn í tölvur í Bandaríkjunum. Hvađ sem rétt kann ađ vera í ţví á eftir ađ koma í ljós. Hitt liggur fyrir, ađ í stjórnartíđ Obama voru einkasímar forsćtisráđherra vinveittra ríkja hlerađir af Bandaríkjamönnum.

Bandaríkjamenn brutust inn í tölvur forustumanna vinaţjóđa sinna og Evrópusambandsins og voru meira ađ segja gripnir í ađ hlera ţađ sem gerđist í svefnherbergi Angelu Merkel ţó búast megi viđ ađ ţar séu ekki mikil hressileg tíđindi.

Hvađ tölvunjósnir varđar kemst engin í hálfkvisti viđ Bandaríkjamenn. Nema ađ ţví leyti ađ svo virđist sem Obama stjórnin viti allt um alla ţar sem hún ţarf ekkert ađ vita en ekkert um neinn ţar sem virkilega er ţörf á upplýsingaţjónustu eins og í Miđ Austurlöndum.

Obama forseti veit ađ hann er mistök frá upphafi til enda. Ríkisskuldir Bandaríkjanna hafa tvöfaldast í stjórnartíđ hans, vaxiđ úr 10 trilljónum í 20 trilljónir. Hann er trausti rúinn eins og sást á úrslitum í forseta-,ţing-og fylkisstjórakosningum

Nú ţegar hann vill sýna myndugleika á síđustu metrunum í embćtti ţá snýst ţetta allt í höndunum á honum ţannig ađ forustufólk vinaţjóđa Bandaríkjanna bíđur međ öndina í hálsinum eftir ađ hann láti af embćtti og mađurinn sem ţetta sama fólk óttađist hvađ mest ađ fá í embćttiđ Donald Trump taki viđ.


Rök og rökleysa

Nokkru fyrir frestun funda Alţingis var til afgreiđslu frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Sigríđur Andersen benti viđ ţađ tćkifćri á, ađ líklega vćru fá dćmi um grófari mismunun gagnvart einstaklingum, en slík lagasetning ţar sem nokkrum eintaklingum vćri međ ţessum hćtti hleypt framhjá almennum reglum um veitingu ríkisborgararéttar.

Ţess hefđi mátt vćnta ađ málefnaleg athugasemd Sigríđar yrđi til ţess ađ alţingi hćtti ađ rugla í biđröđinni.

Í stađ málefnalegrar umrćđu um athugasemd Sigríđar tók til máls tilfinningaţrunginn Pawel Bartoszek sem ţakkađi fyrir ađ hafa fengiđ ríkisborgararétt međ ţessum hćtti 19 árum áđur. Á grundvelli persónulegra sérhagsmuna fyrir 19 árum taldi ţingmađurinn réttlćtanlegt ađ mismunun einstaklinga héldi áfram.

Ţessi ummćli Pawel eru ámóta og mannsins sem vildi ekki leyfa frjálsan innflutning á bifreiđum af ţví ađ hann naut fyrirgreiđslu ákveđins ţingmanns til ađ geta ásamt örfáum flutt inn bíl vegna fyrirgreiđslu ţingmannsins.

Ţá er ţessi rökleysa Pawel međ sama hćtti og fullyrt vćri ađ óréttlćti vćri fólgiđ í ţví ađ almennar lánareglur giltu í fjármálastofnunum og ţađ ćttu ađ vera sérreglur fyrir suma. Slík ţjóđfélagshugsun sérhyggju og mismunar fólks er andstćđ inntaki hugmynda um jafnrćđi borgaranna.

Nú hefđi mátt ćtla ađ fjölmiđlar hefđu gert málefnalegri athugasemd Sigríđar góđ skil en ţađ var ekki. Hún gleymdist. Ţess í stađ varđ ađalfrétt ţeirra hin tilfinningaţrungna rökleysa Pawel Bartoszek, sem hafđi ekkert málefnalegt gildi varđandi ţá athugasemd Sigríđar Andersen, ađ allir ćttu ađ vera jafnir fyrir lögunum.  

Pawel sem iđulega hefur ritađ góđar og markvissar greinar um ţjóđfélagsmál, ćtti ađ gaumgćfa ađ gerast aldrei talsmađur fyrir ţeirri meginreglu einrćđisins, sem greinir m.a. í bókinni Animal Farm: Ađ öll dýr vćru jöfn, en sum dýr vćru jafnari en önnur.

 


Var tćkifćri misnotađ?

Í dag eru 25 ár síđan Sovétríkin liđu undir lok. Ţau fóru á ruslahaug sögunnar eins og Ronald Reagan fyrrum Bandaríkjaforseti hafđi spáđ ađ ţau mundu lenda.

Fall Sovétríkjanna var ósigur kommúnismans fyrir frjálsu markađshagkerfi og endalok kalda stríđsins. Kommúnisminn eins og nasisminn á undan honum og Íslam í dag byggđu á stefnu heimsyfirráđa. Ógn kommúnismans var ţví raunveruleg.

Fall Berlínarmúrsins, endalok Varsjárbandalagsins og sundurlimun Sovétríkjanna gerđist fyrr en flestir bjuggust viđ. Fyrrum ríki Sovétríkjanna voru í sárum og gömlu Varsjárbandalagsríkin í Austur Evrópu losnuđu úr áţjáninni úr austri.

Stjórnmálamenn Vesturlanda voru fljótir ađ nýta tćkifćriđ og veita  Baltnesku ríkjunum og ríkjum Austur Evrópu ađ landamćrum Úkraínu og Hvíta Rússlands ađild ađ NATO. Framkoma ráđamanna Vesturlanda gagnvart Rússlandi var hin vegar međ öđrum hćtti.

Bandaríkin og fylgiríki ţeirra hafa allt frá falli Sovétríkjanna leikiđ vonda afleiki gagnvart Rússum. Í stađ ţess ađ gera Rússa ađ bandamönnum fóru Bandaríkin fram gegn ţeim eins og óvini sem hefđi beđiđ ósigur. Ţjóđverjar sýndu meiri skilning ţangađ til Angela Merkel tók viđ.

Fyrrum varnarmálaráđherra Bandaríkjanna í stjórn Bill Clinton, William Perry sagđi fyrir nokkru ađ Washington hefđi eyđilagt möguleika á ađ byggja upp bandalag viđ Rússa. Tilbođi Pútín Rússlandsforseta í kjölfar hryđjuverkaárása Al Kaída á tvíburaturnana í New York um samvinnu gegn hryđjuverkum var varla svarađ af Bush jr. og hann ákvađ ađ fara sínu fram og sló á útrétta hendi Rússa um hernađarsamvinnu og samstarf.

Ţó svo ađ Vesturveldin hafi spilađ illa úr sínum spilum frá ţví ađ Sovétríkin liđu undir lok fyrir 25 árum, ţá er ekki ástćđa til ađ halda afleikjum áfram.

Virkasta leiđin til ađ stuđla ađ betri heimi og friđsćlli er m.a. međ ţví ađ koma á virkri samvinnu viđ fyrrum ríki Sovétríkjanna einkum Rússland, Hvíta Rússland.


Besta ríkisstjórnin

Hlutir virđast ganga betur á Alţingi en mörg undanfarin ár.

Afleiđingarnar eru ekki allar góđar sbr. afgreiđsla ţensluhvetjandi fjárlaga ţar sem fjármunum er ausiđ út á lokametrunum án ţess ađ fullnćgjandi greining liggi fyrir um raunţörf.  Afgreiđslan er í takt viđ velferđarkerfiđ;  "ţeir sem ţurfa fá ekki nóg en margir sem síđur ţurfa fá meira en nóg".

Eftir ađ hafa lesiđ Kristilega kommúnistaávarp Davíđs Ţórs Jónssonar sóknarprests, sem hann úđađi yfir sóknarbörn sín viđ messu, ţá finnst mér ástćđa til ađ minna á, ađ ríkiđ á ekki neitt. Ríkiđ getur ekki borgađ neitt til neins nema taka ţađ frá öđrum. Eitthvađ sem kommúnistum sést jafnan yfir. Frá lokum fyrri heimstyrjaldar fyrir um öld síđan hefur millistétt allra landa boriđ hita og ţunga af sjálftöku ríkisins úr vasa skattgreiđenda.

Einn mikilvćgasti réttur borgaranna er hvergi til stjórnarskrárvarinn,  svo ég ţekki til. Ţađ er ákvćđiđ sem takmarkar möguleika ríkisins til ađ taka tekjur og eignir fólks til ađ fara međ ađ geđţótta.

Afleiđingar af samţykkt ţensluhvetjandi fjárlaga er aukin verđbólga. Verđbólgan er versti óvinur ţess unga fólks sem vill spjara sig á eigin vegum og hefur neyđst til ađ taka verđtryggđ lán. Hún er líka óvinur launafólks sem horfir á minnkandi kaupmátt vegna hćkkandi vöruverđs.  Ţannig getur góđmennska stjórnmálamanna á annarra kostnađ iđulega hitt ţá illa fyrir sem síst skyldi.

Thomas Jefferson Bandaríkjaforseti sagđi ađ besta ríkisstjórnin vćri sú ríkisstjórn sem stjórnađi sem minnstu. En ţađ dugar illa ef ţeir sem hafa fjárveitingavaldiđ, Alţingi, bregđast ţeirri skyldu sinni ađ gćta ađhalds og sparnađar í ríkisrekstri og takmarka skattheimtu. Slíka ríkisstjórn ţurfum viđ ađ fá, en vandséđ miđađ viđ afgreiđslu fjárlaga ađ venjulegt fólk sem vill spjara sig á eigin forsendum muni eiga farsćla daga hverjir svo sem sitja í nćstu ríkisstjórn.

Ef til vill er ţađ rétt hjá Henry David Thoreau í riti sínu um almenna óhlýđni: "Besta ríkisstjórnin er sú sem stjórnar engu."


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 805
  • Frá upphafi: 1345016

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 733
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband