Leita í fréttum mbl.is
Embla

Fćrsluflokkur: Viđskipti og fjármál

Veisluborđ á ţinn kostnađ.

Stjórnmálaumrćđur forustufólks stjórnmálaflokkana í Ríkissjónvarpinu í gćr voru ađ verulegu leyti skelfilegar.

Sá veikleiki lýđrćđisins, sem helst gćti orđiđ ţví ađ fjörtjóni, innistćđulaus yfirbođ, léku ţar stórt hlutverk. Ţar var Katrín Jakobsdóttir í ađalhlutverki. Formađur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins létu sinn hlut heldur betur ekki heldur eftir liggja varđandi höfnun á kostum markađskerfisins og bođun innistćđulausrar velferđar á kostnađ skattgreiđenda.

Ađspurđ um ţađ međ hvađa hćtti Katrín Jakobsdóttir og flokkur hennar ćtlađi ađ afla ţeirra skatttekna sem VG bođar, ţá varđ fátt um svör en ţeim mun meira orđagjálfur um ekki neitt eins og ţess formanns er gjarnt ađ grípa til enda hefur hún tileinkađ sér umrćđustjórnmál út í bláinn mun betur en nokkur nokkru sinni gerđi međan ţađ var inntak stefnu Samfylkingarinnar.

Annar hlutur sem var eftirtektarverđur er, ađ allir flokkar ađ Viđreisn og Sjálfstćđisflokknum undanskildum og e.t.v. Miđflokknum telja fráleitt ađ nýta kosti frjálsrar samkeppni. Í markađsţjóđfélaginu ţar sem ţađ er viđurkennt meira ađ segja í lögum eins og t.d. Samkeppnislögum, ađ samkeppni á markađi stuđli ađ bćttum lífskjörum. Ţá mótmćla stjórnmálaleiđtogar vinstri flokkanna ţ.á.m. Flokks fólksins ţví ađ tćkt sé ađ nýta frjálsa samkeppni til ađ stuđla ađ aukinni velferđ borgaranna og betri ţjónustu fyrir minni pening. 

Öđru vísi mér áđur brá t.d. međ Samfylkinguna undir stjórn Össurar Skarphéđinssonar, en hann hafđi jafn nćman skilning á ţví og Sósíaldemókratar ţess tíma ađ forsenda framfara og velferđar vćri sú ađ kostir markađskerfisins vćru nýttir. 

Stađreyndirnar sem umrćđur um íslensk stjórnmál ćtti ađ snúast um eru ţćr ađ skattar á almenning eru allt of háir og brýnt er ađ lćkka skatta á almenning í landinu. Í öđru lagi ţá er rekstrarafgangur ríkisins óverulegur ţrátt fyrir skattpíningu og gríđarlegar tekjur af ferđamönnum. Í ţriđja lagi ţá hafa stjórnvöld vanrćkt viđhald og uppbyggingu á innviđum samfélagsins vegna gríđarlegra velferđarútgjalda m.a. til velferđartúrista sem kallađir eru hćlisleitendur.

Eftir umrćđurnar í gćr sýnist mér brýnast ađ sett verđi nýtt stjórnarskrárákvćđi til varnar eigum og tekjum fólksins í landinu međ ţví ađ takmarka ţađ sem ríkisvaldiđ getur tekiđ af fólkinu í formi skatta.  Verđi ţađ ekki gert og forynjum sósíalismans sem birtust aftur og aftur í umrćđunum í gćr verđur sleppt lausum, ţá er hćtt viđ ađ dugandi fólk greiđi í auknum mćli atkvćđi međ fótunum eins og var í óskalandi sósíalismans Austur Ţýskalandi allt fram ađ lokum síđustu aldar. 


Skylda Alţingis og stjórnarfarsleg upplausn.

Miklu skiptir ađ stjórnmálamenn axli ţá ábyrgđ sem starfi ţeirra fylgir. Sú ábyrgđ felst m.a. í ţví ađ tryggja landinu starfhćfa ríkisstjórn og koma í veg fyrir upplausnarástand. Ţess vegna skiptir máli fyrir Alţingismenn ađ reyna til ţrautar ađ mynda ríkisstjórn í stađ ţess ađ rjúfa stöđugt ţing og efna til nýrra kosninga án ţess ađ fullreynt sé hvort takist ađ leysa upplausnarástand og tryggja ađ nýju stjórnarfarslegan stöđugleika í landinu.

Forseti lýđveldisins ber nú ţunga ábyrgđ á framvindu mála. Miklu skiptir ađ hinn nýi forseti Guđni Th. Jóhannesson sýni nú myndugleika og ţađ ađ hann sé starfi sínu vaxin og tali um fyrir forustumönnum flokka og fái ţá til ađ axla sína ábyrgđ og reyna til ţrautar ađ gegna ţeirri lýđrćđisskyldu sinni ađ ná ţeim málamiđlunum sem nauđsynlegar eru í lýđrćđisţjóđfélagi og mynda sterka starfhćfa ríkisstjórn.

Í umrćđum gćrdagsins virtist ţví miđur ekki nema einn stjórnmálaleiđtogi átta sig á ţessari brýnu skyldu Alţingis og stjórnmálaflokka, en ţađ var formađur Framsóknarflokksins. 

Eins og málin standa í dag ţá virđist sem einungis séu ţrír stjórnmálaflokkar á Alţingi sem hafi ţá burđi og innviđi sem eru nauđsynlegir til ađ tryggja stöđugt stjórnarfar í landinu, en ţađ eru Framsóknarflokkur, Sjálfstćđisflokkurinn og Vinstri grćnir. Miklu skiptir ađ forustumenn ţessara flokka sýni nú fulla ábyrgđ og reyni til ţrautar ađ vera starfi sínu vaxnir sem stjórnmálamenn.

Í stađ ţess ađ reyna ađ slá pólitískar keilur og hrćra í gruggugu vatni ţá skiptir meira máli fyrir land og ţjóđ ađ viđhalda ţeirri velferđ sem ríkir og tryggja ađ sú tryllta uppsveifla sem er í landinu fái ekki harđa lendingu. Á ţví er veruleg hćtta verđi landiđ stjórnlaust eđa stjórnlítiđ nćstu misseri. 

Stjórnmálamenn ćttu ađ horfa til Samfylkingarinnar og hvernig fór fyrir ţeim flokki ţegar ţeir hugsa sér gott til glóđarinnar til ađ reyna ađ koma óréttmćtum höggum á ađra flokka. 

Spor og framganga Samfylkingarinnar ćttu ţví ađ hrćđa forustufólk ábyrgra flokka á Alţingi, frá ţví ađ leika aftur sama leikinn og leikinn hefur veriđ undanfarin ár í stađ ţess ađ stjórna landinu međ ţeim hćtti sem fólkiđ í landinu á skiliđ.

Ţingrof og nýjar kosningar nú er uppgjöf Alţingis fyrir verkefni sínu og ţeir stjórnmálaflokkar sem eru ekki tilbúnir til ađ axla sína ábyrgđ nú og reyna til ţrautar ađ mynda starfhćfa ríkisstjórn eru tćpast trausts verđir.


Virđing Alţingis. Virđing ţjóđar.

Umhverfisráđherra Björt Ólafsdóttir sćttir sig ekki viđ ráđherralaunin og hefur ţví hafiđ fyrirsćtustörf fyrir tískuvörumerkiđ Galvan í London. Ráđherranum finnst ţađ sćma sitja fyrir og auglýsa vörurnar međ upptökum úr ţingsal Alţingis lýđveldisins Íslands. 

Skrifstofustjóri Alţingis segir, ađ ţetta komi sér mjög á óvart, en strangt til tekiđ sé ţetta ekki brot á reglum skv. ţví sem haft er eftir honum í Fréttablađinu í dag. Reglurnar segir skrifstofustjórinn samt vera ţćr ađ myndatökur í einkaţágu séu óheimilar í ţingsal. Erfitt er ađ átta sig á ţví fyrst myndatökur í einkaţágu séu óheimilar í ţingsal, ađ ţađ sé ekki brot, ađ Björt Ólafsdóttir láti taka af sér auglýsingamyndir í ţingsal. 

Nú er spurning hvort ađrir ráđherrar fara ađ dćmi Bjartar og drýgi ráđherralaunin međ sama hćtti. Ţá gćti Bjarni Benediktsson auglýst Armani föt og Benedikt Jóhannesson Rolex úr. Já og Ţorgerđur Katrín Channel ilmvötn og samgönguráđherra Toyota. Já og allt međ upptökum úr ţingsal Alţingis, ţar sem strangt til tekiđ er ţađ ekki brot á reglum ţó myndatökur í ţingsal í einkaţágu séu óheimilar.

Var einhver ađ tala um virđingu Alţingis og virđingu ţjóđar ţegar ráđherra og/eđa ráđherrar landsins misnota stöđu sína međ ţeim hćtti sem Björt Ólafsdóttir gerir í tekjuöflun sinni fyrir erlent "gróđafyrirtćki" eins og hún og flokksmenn hennar hafa iđulega talađ um međ mikilli fyrirlitningu. 

 

 


Fjármálaráđherra seđlar, evra og króna

Fjármálaráđherra hefur ítrekađ lýst ţeirri skođun, ađ takmarka eigi eđa banna viđskipti í íslenskri mynt. Ţess í stađ skuli öll viđskipti fara í gegn um debet- eđa kreditkort. Fjármálaráđherra hefur einnig ítrekađ amast viđ ţví ađ viđ skulum vera međ 10 ţúsund króna seđil og telur ađ svo há fjárhćđ sé til ţess fallin ađ auđvelda sjálfsbjargarviđleitni ţeirra borgara, sem vilja komast undan ofurskattheimtu ríkisstjórnarinnar. 

Á sama tíma og fjármálaráđherra amast viđ notkun íslenskra seđla og vill eingöngu bankamillifćrsluviđskipti á íslenska myntsvćđinu, ţá er hann öflugur talsmađur ţess ađ íslenska krónan verđi lögđ niđur, en Ísland taki upp Evru. 

Nú vill svo til ađ myntkerfi Evrulandana er međ ţeim hćtti ađ ţar er stćrsti seđillinn 500 Evrur sem samsvarar 60.000 sextíuţúsund íslenskum krónum miđađ viđ gengi Evrunnar 120. 

Ólíklegt verđur ađ telja ađ fjármálaráđherra telji sig ţess umkominn komi til ţess ađ Ísland taki upp Evru ađ breyta svo greiđslukerfi Evrulanda, ađ notkun myntar já og 500 Evru seđilsins verđi bönnuđ. 

Ţađ er óneitanlega skondiđ ađ sami mađur vilji afnema 10 ţúsund króna seđil af ţví ađ svo hár seđill stuđli ađ skattsvikum og glćpum, á sama tíma og hann vill ólmur í Evrulandiđ ţar sem 60 ţúsund króna seđlar eru daglegt brauđ. 

Gott vćri ađ fá vitrćna skýringu á ţessari tvíhyggju fjármálaráđherra.

 


Gott frumkvćđi utanríkisráđherra

Guđlaugur Ţór Ţórđarson utanríkisráđherra rćddi fyrir nokkru viđ utanríkisráđherra Breta, Boris Johnson um hugsanlega ađild Breta ađ EFTA, fríverslunarsambandi Evrópu, en viđ ásamt Norđmönnum, Sviss og Lichtenstein erum í ţví bandalagi og Bretar voru ţađ áđur en ţeir gengu í Evrópusambandiđ.

Mikilvćgt er fyrir Ísland ađ ná góđu viđskiptasambandi viđ helstu viđskiptaţjóđ Íslands, Bretland, og hluti af ţví ferli gćti veriđ ađ Bretar tengdust EFTA á nýjan leik. 

Spurning er ţá einnig hvort ađ Bretar telji ţađ kost ađ tengjast Evrópska efnahagssvćđinu ásamt okkur Norđmönnum og Lichtenstein, en sennilega eru minni líkur á ţví en meiri, ţó slíkt mundi tryggja Brexit ađ nokkrum hluta fljótt og örugglega og síđan gćtu ţeir haldiđ áfram og sagt sig frá EES samningnum međ tíđ og tíma.

EES samningurinn er ađ sumu leyti góđur, en öđru leyti slćmur. Stór hluti ţeirra sem studdu Brexit vildu koma í veg fyrir frjálsa för fólks frá Evrópusambandinu og tryggja ađ Bretar hefđu meiri stjórn á landamćrum sínum.  

Brexit viđrćđurnar og ţeir kostir sem óneitanlega geta opnast međ ţeim ţarf ađ skođa vel og reyna ađ ná góđu sambandi viđ Breta og jafnframt ađ fá fram breytingar á EES samningnum varđandi frjálsa för í samrćmi viđ ţann fyrirvara sem Ísland gerđi međ bókun viđ EES samninginn, sem felur í sér heimild til ađ takmöaka frjálsa för fólks til landsins međ tilliti til íslenskra hagsmuna.

Utanríkisráđherra heldur vonandi vel á ţessum flóknu en ađ mörgu leyti góđu spilum sem viđ höfum á hendi og ég treysti honum til góđra verka og ná fram betri stöđu međ samningum fyrir Ísland. 

 

 

 


Okurlandiđ

Mér er sagt ađ hćgt sé ađ kaupa ákveđnar íslenskar merkjavörur ódýrara erlendis frá í netverslun en út úr búđ framleiđandans hér heima.

Vextir eru langtum hćrri hér en í okkar heimshluta og lánakjör verri. Ţetta bitnar á fólki og fyrirtćkjum og eykur dýrtíđ.

Frelsi fólks til ađ gera hagkvćm innkaup er takmarkađ af stjórnmálamönnunum,  međ ofurtollum og innflutninghöftum. 

Ţegar krónan lćkkar gagnvart erlendum gjaldmiđlum ţá hćkka vörur samstundis og ţađ verđur verđbólga međ tilheyrandi hćkkun verđtryggđra neytendalána.

Ţegar krónan hćkkar í verđi gagnvart erlendum gjaldmiđlum ţá lćkka vörur seint og illa og meiri háttar verđhjöđnun mćlist ekki í vísitölunni.

Verđlag er svo hátt og okriđ mikiđ, ađ ţađ er líklegur orsakavaldur ţess ađ blómlegasti og mest gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur okkar ferđamennskan verđi eyđilögđ.

Í öllum löndum sem viđ viljum líkjast hafa stjórnvöld virk afskipti af markađnum fyrir neytendur, ef vextir eđa verđlag er óeđlilegt. Hér hafa stjórnvöld jafnan slegiđ skjaldborg um okriđ og skiptir ţá engu hvort sjálfkallađir félagshyggjuflokkar eru viđ stjórn eđa ađrir.

Er ekki tími tilkominn ađ breyta ţessu?

Hvernig vćri ađ stjórnendur ţjóđfélagsins einhentu sér í ađ bćta kjör almennings međ ţví ađ tryggja okkur sömu og sambćrileg kjör á vöxtum, vörum og ţjónustu og annarsstađar í okkar heimshluta. 


Skepnuskapur gagnvart ungu fólki.

Ármann Kr. Ólafsson bćjarstjóri í Kópavogi hefur bent á ţann skepnuskap sem ríkisvaldiđ veldur međ ţví ađ ganga erinda lífeyrissjóđa og okurleigufélaga á húsnćđismarkađi. Hann á heiđur skiliđ fyrir ţađ. 

Ármann vekur athygli á ţví, ađ á sama tíma og lífeyrissjóđirnir fjárfesta í félögum sem leigja síđan ungu fólki á uppsprengdu verđi,ţá eru ţeir ekki ađ lána sjóđsfélögum sínum til ađ koma sér upp eigin ţaki yfir höfuđiđ. Unga fólkiđ á ţví aldrei kost ađ vera sjálfs síns ráđandi í eigin húsnćđi, en verđur ađ sćtta sig viđ ađ vera leiguţý okurleigufélaga í eigu lífeyrisfurstana.

Sú var tíđin ađ ţađ var grundvallarstefna Sjálfstćđisflokksins ađ auđvelda ungu fólki ađ eignast eigiđ húsnćđi. Eign fyrir alla, sem hafa dug og getu til ađ brjótast til bjargálna sögđu forustumenn Sjálfstćđisflokksins hver á fćtur öđrum allt fram á ţessa öld.

Svo breyttist eitthvađ. Fjármagnseigendur og lífeyrissjóđir fóru ađ hafa meiri og meiri áhrif í Sjálfstćđisflokknum og flokkurinn hélt sig í verđtryggingar björgunum gegn hagsmunum fólkins. Sósíalistarnir og afthurhaldiđ sameinuđust um ađ skammta launţegum naumt og koma ţví til leiđar ađ lánakjör hér á landi vćru međ ţeim hćtti ađ allir ađrir en ofurlaunafólk yrđu gjaldţrota ef ţau reyndi ađ koma sér eigin ţaki yfir höfuđiđ.

Ríkiđ neyđir vinnandi fólk til ađ greiđa 12% af launum sínum til lífeyrisfurstana. Ţeir fá ađ valsa međ peninga fólksins ađ vild án ţess ađ greiđa af ţeim skatta. Fólkiđ ţarf síđan ađ greiđa skatta af hverri krónu sem ţađ fćr endurgreitt sem lífeyri.     

Ţađ var ţví tími til kominn ađ ráđamađur í Sjálfstćđisflokknum andmćlti ţessu og vill endurvekja stefnu ţess Sjálfstćđisflokks sem var flokkur allra stétta. Ţví miđur held ég ađ ţađ dugi samt skammt. Stjórnmálaelítan er upp til hópa svo bundin á klafa hagsmuna lífeyrissjóđa og leigufélaga, ađ ţađ gćti ţurft verulega byltingu í stjórnmálalífi landsins til ađ ná fram nauđsynlegum breytingum til ţess ađ ungt fólk sem dugur er í geti eignast sitt eigiđ húsnćđi.

Ţannig ţjóđfélag ţurfum viđ ađ fá. Ţjóđfélag ţar sem borgararnir geta notiđ verka sinna og komiđ sér upp eigin eignasafni á eigin forsendum og veriđ sinnar gćfu smiđir. Viđ ţurfum ađ vinna fyrir fólkiđ í landinu en ekki hlađa endalausri hćlisleitendaómegđ inn í landiđ á kostnađ vinnandi fólks

Átti Sjálfstćđisflokkurinn sig ekki á ţví ađ hann verđur ţegar í stađ ađ skipta um stefnu og standa međ unga fólkinu og ţjóđlegum gildum gegn auđfélögunum og menningarlegri uppgjöf,  ţá er hćtt viđ ađ fljótlega fari fyrir honum eins og Samfylkingunni í síđustu kosningum.

 


Er ţetta ekki í stjórnarsáttmálanum?

Nú hef ég hrađlesiđ stjórnarsáttmálann í tvígang og lýst svona og svona á afurđina. Í fyrra skiptiđ  las ég stjórnarsáttmálann og skipti í efnisflokka og sá ađ fyrir utan hefđbundin kyrrstöđuviđhorf í bankamálum, sjávarútvegsmálum, landbúnađarmálum sem og fleiri málaflokkum ţá eru teknir inn í stjórnarsáttmálann nokkrir vinstri grćnir sósíalískir  gullmolar um grćnt hagkerfi og meira splćs o.s.frv.

Einnig einsetur ríkisstjórnin sér ađ fjölga innflytjendum sem mest hún getur og taka á móti fleiri flóttamönnum. Spurning var hvort áherslan á ţađ skipti meira máli en á fjármál einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtćkja. Alla vega virđist svo vera í stjórnarsáttmálanum.

Umfjöllun um okurvextina og viđbrögđ ríkisstjórnarinnar viđ ţeim sé ég hvergi í stjórnarsáttmálanum. Ţá sé ég ekki ađ vikiđ sé ađ verđtryggingu lána og stađiđ viđ ţá marmiđssetningu sem Sjálfstćđisflokkurinn gaf viđ myndun síđustu ríkisstjórnar.

Nú viđurkenni ég ađ vera nćrsýnn og ađ flýta mér viđ yfirlesturinn. En getur einhver veriđ svo vćnn ađ benda mér á hvar í stjórnarsáttmálanum er vikiđ ađ okurvöxtunum og verđtryggingunni í stjórnarsáttmálanum.

Ţađ hlítur ađ hafa fariđ fram hjá mér ţví ađ jafn mikilvćgt mál og verđtrygging og viđbrögđ til ađ almenningur og fyrirtćki búi viđ sömu lánakjör og tíđkast í nágrannalöndum okkar hefđi ég haldiđ ađ vćri eitt ţađ ţjóđfélagslega mikilvćgast.

En fyrsti dómur minn um stjórnarsáttmálann er ađ hann er eins og svissneskur ostur. Ţađ eru fleiri holur á honum en matur.

 


Pólitíska veđurfrćđin

Ţađ er nýlunda ađ flytjandi veđurfregna hvetji neytendur til ađ sniđganga vörur framleiddar í Kína. Ţó ég sé honum efnislega sammála, ţó á fleiri forsendum sé, ţá orkar ţađ tvímćlis flytjandi veđurfrétta á RÚV setji ţar fram hápólitísk sjónarmiđ.

Í sjálfu sér er ţeim geđţekka flytjanda veđurfregna sem setti fram ţessa skođun vorkunn, af ţví ađ fréttastofa RÚV, stjórnendur krakkafrétta og Kastljóss hafa ekki hikađ viđ ađ taka pólitíska afstöđu til ágreiningsmála og flytja einhliđa fréttir. Sök veđurfrćđingsins er ţví síst meiri eđa alvarlegri en annarra sem viđ fréttaflutning starfa hjá RÚV.

Fréttir, líka veđurfréttir eiga ađ vera hlutlćgar og án pólitískra palladóma eđa sjónarmiđa viđkomandi fréttaflytjanda til ađ tryggja hlutlćgni, en hefur ekkert međ rétt viđkomandi ađila til ađ vera brennandi í pólitíska andanum. En sá verđur ađ koma ţví á framfćri á öđrum vettvangi.

Sniđganga á vörum frá einu landi er alvörumál. Vörur frá Kína eru almennt ódýrari en vörur framleiddar annarsstađar. Gćđi ţeirra eru yfirleitt í lagi. Ţađ er ţví ekki á grundvelli almennra neytendasjónarmiđa sem hvatt verđur til sniđgöngu.   

Pólitíska veđurfrćđin, sem hefur gert loftslagshlýnun af mannavöldum ađ trúarsetningu horfir til ţess, ađ Kína brennir kolum meir en nokkur annar. Indland er ekki langt undan  og hvađ međ Indónesíu? Eigi ađ sniđganga vörur frá Kína er eđlilegt ađ spurt sé hvort ţađ eigi ekki ađ gilda um vörur frá löndum sem haga sér međ svipuđum hćtti?

Miđađ viđ mínar upplýsingar og ţekkingu, hafa Kínverjar fariđ fram af meiri óbilgirni gagnvart náttúrunni en nokkur önnur ţjóđ. Miđađ viđ okkar vinnulöggjöf og réttindi launţega, ţá eru vinnuađstćđur í Kína nćr ţrćlabúđum vinnustöđum á Vesturlöndum.

Fólk á Vesturlöndum hefur horft á eigendur fyrirtćkja brytja ţau niđur og flytja til Kína eđa Indlands, ţar sem réttindi verkafólks eru engin. Ţau skammtímasjónarmiđ sem ţar ráđa eru seld ţví verđi ađ stórir hópar launţega missa vinnu og ţjóđfélög Vesturlanda tapa ţegar heildarhagsmunir eru hafđir í huga.

Ţađ er međ eindćmum ađ verkalýđshreyfing Vesturlanda skuli ekki hafa brugđist viđ og mótmćlt og mótmćlt og mótmćlt ţví ađ réttindi sem hún og framsýnir stjórnmálamenn hafa náđ fyrir vinnandi stéttir skuli eyđilögđ međ ţví ađ taka fyrirtćkin og flytja ţau ţangađ sem réttindalaust fólk framleiđir ţađ, sem ţjálfađ hörkuduglegt starfsfólk á Vesturlöndum gerđi  áđur og fékk greitt ađ verđleikum fyrir vinnu sína. Allt til ađ hámarka gróđa fjármagnseigenda á kostnađ hinna vinnandi stétta.

Verkalýđshreyfing Vesturlanda brást. Stjórnmálaflokkar brugđust og fjötruđu sig í hugmyndafrćđi heimsviđskipta ţar sem frelsi fjármagnsins rćđur öllu, en réttindi hins vinnandi manns gilda ekki. Vinstri sinnađir stjórnmálamenn hafa veriđ helteknir af ţessari heildarhugsun og hefđbundnir hćgri flokkar hafa veriđ njörvađir í 18.aldar sjónarmiđ um frelsi fjármagnsins. Svo finnst ţessum ađilum skrýtiđ ađ ţađ sem ţeir kalla pópúlíska hćgri flokka sem vilja gćta heildarhagsmuna vinnandi fólks skuli vaxa ásmegin. 

Fjármagnseigendur Vesturlanda sem hafa svikiđ vinnandi fólk á Vesturlöndum horfa á ţađ án ţess ađ blikna sem og stjórnmálamenn Vesturlanda ađ viđ framleiđslu Kína og annarra sambćrilegra landa er fariđ á svig viđ flest ţađ sem viđ á Vesturlöndum teljum skyldu okkar ađ gera til ađ varđveita náttúruna og umgangast hana međ virđingu.

Ţađ er svo merkilegt ađ hvorki stjórnmálamenn né verkalýđshreyfing hafa lyft litla fingri eđa mótmćlt ţví ađ fjármagnseigendur hafi fullt og óheft frelsi til ađ eyđileggja atvinnu milljóna fólks,lítilsvirđa áunninn réttindi verkafólks og valda óafturkrćfri mengun náttúrunnar.

Frelsi fjármagnsins hefur ráđiđ á kostnađ hagsmuna vinnandi fólks. Vinstra fólk á Vesturlöndum hefur ekki sinnt hagsmunum hins vinnandi manns í framleiđslustörfum. Ţađ er síđan undrandi yfir ţví ađ hinar vinnandi stéttir skuli yfirgefa hina sósíalísku alţjóđahyggju ţrćlabúđann. Hefđbundnir hćgri flokkar hafa líka brugđist bundnir á klafa sérhagsmuna fjármagnsins hafa ţeir litiđ framhjá heildarhagsmunum ţjóđfélagsins til ađ trufla ekki gleđileik eyđileggingar fjármagnseigenda á áunnum réttindum verkafólks á Vesturlöndum og vestrćnum gildum mannúđar og virđingar fyrir náttúrunni. 


Flokkur fyrir ţig?

Píratar mćlast enn nćststćrstir í skođanakönnunum, sem er raunar furđulegt af ţví ađ flokkurinn hefur ekki stađiđ fyrir neitt sérstakt á ţingi ef undan er skiliđ harkaleg andstađa viđ kristni og kirkju sem og opin landamćri á kostnađ skattgreiđenda.

Ţá hefur forustufólk Pírata veriđ berađ ađ ţví ađ segja ósatt m.a. um menntun sína og vinnu, sem mundi valda meiri háttar hávađa í helstu fjölmiđlum ef ađrir ćttu í hlut.

Sagt er ađ Píratar sćki helst stuđning sinn til ungs fólks og er ţađ ills viti ef ungt fólk í landinu velur sér fyrirmyndir eins og ţćr sem ţar skipa fremstu bekki. Sá metnađur og dugnađur sem komiđ hefur fram hjá ungu fólki á Íslandi undanfarin ár sem birtist m.a. í hugkvćmni í viđskiptum, samskiptum,  öllu sem varđar tölvur hvađ ţá heldur einstaka og frábćra tónlistarútrás auk margs annars er í hróplegu ósamrćmi viđ geljanda, ţjóđfélagslegaandúđ og frođusnakk  forustufólks Pírata.

Mótmćlaframbođ eiga vissulega rétt á sér einkum ef ţau standa fyrir skýra valkosti til breytinga en ţađ gera Píratar engan vegin. Siđvćđing íslenskra stjórnmála,minni skattheimta og traust efnahagsstjórn eru miklvćgastu málin í dag sem varđa heill og hamingju ţjóđarinnar. Ţá baráttu leiđa Pírtar engan vegin. Forustufólk ţeirra hefur ekki sýnt hćfi til ađ gera ţađ auk heldur ţá veikleika ađ vita ekki hvađa menntun ţađ hefur auk heldur hvar ţađ vinnur.

Ţađ er svo til marks um úrrćđaleysi og hugmyndafrćđilega örbirgđ Samfylkingarinnar, Vinstri grćnna og Bjartrar framtíđar ađ ţessir flokkar skuli setjast niđur undir forustu Pírata til ađ rćđa stjórnarmyndun á grundvelli skođanakannana.

Sem betur fer áttar ţjóđin sig stöđugt betur á ţví hvílík vá ţađ vćri ef Píratabandalagiđ ćtti ađ fara ađ stjórna landinu.

Ţá vćri nú heldur betur ástćđa til ađ segja:"Guđ blessi Ísland."

 


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2017
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 1426062

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband