Leita í fréttum mbl.is

Isil verður ekki aðskilið frá Íslam

Stjórnmálaleiðtogar í vestrænum ríkjum með Obama forseta og Merkel kanslara í forsvari hafa í kjölfar hryðjuverka sem framin eru af Íslamistum sagt:

"Þetta hefur ekkert með Íslam að gera"

Hollande Frakklandsforseti og vestræna fjölmiðlaelítan samsinnir þessu rugli og ístöðulitlir makráðir kirkjuleiðtogar murra sama söng. Þeir sem halda öðru fram eru sagðir, Íslamófópar, öfgafólk, rasistar, nýrasistar o.s.frv. Smá saman er þó að renna upp fyrir fólki að þeir sem hafa verið stimplaðir á jaðrinum í umræðunni eru að segja það sem allir ættu að sjá og vita. 

Nú hefur erkisbiskupinn af Kantaraborg æðsti leiðtogi bresku biskupakirkjunnar stigið fram og tekið afstöðu gegn þessu Óbamíska rugli. Í ræðu sem hann hélt í Frakklandi þegar hann var sæmdur titli heiðursdoktors sagði hann m.a.:

"Ísil er ekki aðskilið frá Íslam"

Greinilega finnst erkibiskupnum nóg komið af afneitun stjórnmálaleiðtoga, fréttaelítunnar og kollega sinna.

Erkibiskupinn segir að yfirlýsingar um að hryðjuverk Ísil hafi ekkert að gera með með Íslam skaði viðleitni til að takast á við og berjast gegn öfgunum. Hann segir líka að trúarleiðtogar allra trúarbragða verði að kveða sér hljóðs og taka ábyrgð á hryðjuverkum öfgafólks sem segist aðhyllast trú þeirra og fólk verði að vita hvað um sé að ræða annars geti það aldrei barist gegn þessari hugmyndafræði hatursins með áhrifaríkum hætti.

Hryðjuverkaárásirnar í Evrópu sýndu að það væri brýn nauðsyn til að fólk aflaði sér þekkingar á trúarbrögðum og hryðjuverkin mætti ekki meðhöndla eingöngu sem öryggismál því þá yrði illmögulegt eða ómögulegt að sigra þessa óværu. Trúarleiðtogar allra trúarbragða yrðu að standa upp og taka ábyrgð á trúarsystkinum sínum hvar svo sem þau fremdu hryðjuverk.

Erkibiskupinn sagði líka að það væri tími til kominn fyrir Evrópuríki að finna á ný kristilegar rætur menningar sinnar.

Í ræðunni gagnrýndi erkibiskupinn Evrópusambandið fyrir miðstýringu, spillingu og stofnanaveldi og sagði að milljónir Grikkja þjáðust vegna aðgerða stjórnenda Evrópusambandsins og sagði:  

"Þeir hafa gert landið (Grikkland) að stærsta skuldafangelsi í sögu Evrópu".

Það er óneitanlega ánægjulegt að sá velmetni fræðimaður og trúarleiðtogi sem erkibiskupinn af Kantaraborg er skuli taka undir sjónarmið okkar sem höfum barist gegn hryðjuverkahugmyndafræði Íslam og vekja athygli á því að þarna er um hættulega pólitíska hugmyndafræði að ræða.

Það er svo kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og erkibiskupinn vekur máls á þessum staðreyndum skuli vestræna fréttaelítan fara hamförum gegn Michael Flynn hershöfðingja sem Donald Trump hefur skipað til að vera þjóðaröryggisráðgjafa og Stephen Bannon sem Trump hefur valið sem aðalstjórnmálaráðgjafa sína, vegna þess að þeir hafa varað við öfgaíslam á sömu forsendum og Welby erkibiskup í Kantaraborg gerði í ræðu sinni.

Það er mál til komið að fólk á Vesturlöndum átti sig á að það á í baráttu við pólitíska hugmyndafræði þar sem öfga-Íslam er, sem er ekki síður hættuleg heildarhyggja í fullri andstöðu við einstaklingshyggj,  en nokkru sinni kommúnisminn og fasisminn.

Welby, Flynn og Bannon átta sig á því sem betur fer. En hér á landi fljóta stjórnmálaleiðtogar og kirkjuleiðtogar sofandi að feigðarósi og engin þeirra tekur upp virka baráttu fyrir skynsemi í innflytjenda- og öryggismálum þjóðarinnar. Þannig getur það ekki gengið lengur .

 


Bloggfærslur 19. nóvember 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 842
  • Sl. viku: 2675
  • Frá upphafi: 2298200

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2504
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband