Leita í fréttum mbl.is

Jólasveinninn rekinn

Maður að nafni Peter Mück hefur verið jólasveinninn í bænum Mühldorf í Bayern í Þýskalandi síðustu 30 ár og gefið börnunum nammi á árlegum jólamarkaði í borginni. Nú er því lokið. Pétur jólasveinn var rekinn af borgarstjóranum í Mühldorf.

Borgarstjórinn í borginni segir að Pétur jólasveinn hafi verið rekinn vegna þess að hann hafi sett ummæli á fésbókarsíðu samtaka sem berjast á móti opnum landamærum og Íslam og það gangi ekki að maður sem tjái sig þar sé jólasveinn.

Jólasveinninn Pétur er að vonum vonsvikinn með brottreksturinn og segist eingöngu hafa lýst yfir stuðningi við baráttu gegn barnagiftingum undir vígorðinu "Barnagiftingar=barnaníð, en barnagiftingar meðal margra ólöglegra innflytjenda og hælisleitenda í Þýskalandi hafa leitt til hatrammra pólitískra umræðna í Þýskalandi.

Pétur jólasveinn segist ekkert hafa vitað um þau samtök sem stóðu fyrir þessari baráttu gegn barnagiftingum, en það dugar ekki til. Jólasveinn má hann ekki vera fyrst hann lýsti yfir andstöðu við barnagiftingar. Þegar talað er um barnagiftingar þá þýðir það að litlar stúlkur eru gefnar í hjónabönd með fullorðnum og þess vegna gömlum körlum.

Jólasveinninn má eðlilega ekki hafa skoðun á því.


Bloggfærslur 23. nóvember 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 855
  • Sl. sólarhring: 980
  • Sl. viku: 3436
  • Frá upphafi: 2298170

Annað

  • Innlit í dag: 802
  • Innlit sl. viku: 3207
  • Gestir í dag: 766
  • IP-tölur í dag: 749

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband