Leita í fréttum mbl.is

500 þúsund deyja árlega úr malaríu og ábyrgð umhverfisverndarsinna.

Í frétt Daily Telegraph 2. júní kom fram að árlega deyja 500.000 einstaklingar vegna malaríu. Á tveggja mínútna fresti deyr barn úr malaríu. Hér er á ferðinni mannlegur harmleikur vegna áhrifa öfga umhverfisverndarsinna.

 Verulegur árangur hafði náðist í baráttunni gegn malaríu fram á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var eiturefnið DDT bannað vegna áróðurs og áhrifa öfga umhverfisverndarsinna.

DDT bjargaði uppskeru, skógum,nytjadýrum og fólki. Árið 1970 taldi stofnunin: U.S National Academy of Science:, að DDT hefði bjargað meir en 500 milljón mannslífum. Ýmsir þar á meðal vísindamenn halda því fram að DDT sé ekki skaðlegt fyrir umhverfið og ætti ekki að banna.

Á Sri Lanka voru árið 1948 voru tæplega 3 milljónir sem smituðumst af malaríu og um 8 þúsund dauðsföll á ári. Með notkun DDT þá  náðist sá árangur árið 1963 að aðeins 17 voru smitaðir af malaríu og ekkert dauðsfall. Eftir að DDT var bannað fjölgaði malaríusmitum á Sri Lanka í 2.5 milljónir nokkrum árum síðar.

Hundruðir þúsunda dóu í Afríku eftir að DDT var bannað. Í Suður Ameríku gekk vel að ráða við malaríu þar sem DDT var notað.

Kostnaðurinn við að úða hús með DDT kostar um 300 krónur á ári. Önnur efni kosta margfalt meira og eru ekki eins áhrifarík.

Rík lönd sem eiga ekki við ógn malaríunar að glíma hóta fátækum löndum refsiaðgerðum ef þau nota DDT. 

Þjóðkirkjan, aðrar kirkjudeildir og annað velmeinandi fólk, sem er annt um fátækt fólk, ætti að taka höndum saman um að vinna bug á malaríunni og nota áhrifaríkusta efnið sem við eigum kost á til að koma í veg  fyrir að hundruðir þúsunda deyi árlega.

Væri það ekki verðugt og í raun skylduverkefni?

 


Bloggfærslur 7. júlí 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 440
  • Sl. sólarhring: 1108
  • Sl. viku: 3021
  • Frá upphafi: 2297755

Annað

  • Innlit í dag: 415
  • Innlit sl. viku: 2820
  • Gestir í dag: 412
  • IP-tölur í dag: 407

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband